Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 13
DV Sport MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 13 Joe Cole, leikmaður Chelsea og fyrrverandi leikmaður West Ham, skoraði eina mark leiksins þegar Chelsea tók á móti West Ham á Stamford Bridge. Chelsea hefur aðeins tapað einum leik frá því Avram Grant tók við liðinu. Léttir eldhéita sti. . • < K ; »* <ON bladamadur skrifar: clagur@dv.is Chelsea tók á móti íslendingalið- inu West Ham á Stamford Bridge á sunnudaginn. Joe Cole og Frank Lampard, leikmenn Chelsea, voru að mæta fyrrverandi samherjum sín- um í West Ham og sá fyrrnefndi átti eftir að reynast gamla félaginu sínu erfiður, því hann skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea. West Ham-menn voru sprækir í fyrri hálfleik gegn Chelsea og sóknar- leikur West Ham virtist koma heima- mönnum í opna skjöldu. En þrátt fyrir að West Ham hafi sótt töluvert að marki Chelsea gekk liðinu erfið- lega að skapa sér hættuleg færi. Chelsea var heppið að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik þegar Ní- geríumaðurinn John Obi Mikel braut gróflega á Scott Parker. Howard Webb sá hins vegar aðeins ástæðu til að gefa Mikel gula spjaldið og lagði þar með grunninn að slæmum leik sínum. Chelsea sótti í sig veðrið í síðari hálfleik og á 76. mínútu náðu leik- menn Chelsea að brjóta vörn West Ham á bak aftur. Eftir skallasend- ingu ffá Didier Drogba slapp Joe Cole einn inn fyrir vörn West Ham og skoraði framhjá Robert Green, mark- verði West Ham. Leikmenn West Ham mótmæltu markinu og töldu að Joe Cole hefði verið rangstæður þegar Drogba skallaði boltann inn fyrir. Vissulega var þetta tæpt en ef sóknarmaður á einhvern tímann að njóta vafans, þá var það þarna, því í endursýningu af marldnu var ekld annað að sjá en Cole væri samsíða varnarmanni West Ham. Fleiri urðu mörkin eldd og Chel- sea komst með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar, upp fyrir Manchester United sem mætir Ful- ham í kvöld. West Ham er í tíunda sæti. Lékum eins og West Ham vildi Chelsea hefur aðeins tapað ein- um leik frá því Avram Grant tók við stjórn liðsins, í fyrsta leik liðsins und- ir hans stjórn gegn Manchester Unit- ed á útivelli. Grant sagði eftir leikinn gegn West Ham að Chelsea hefði átt sigurinn skilið. „Þetta var eldd auðveldur leikur. West Ham varðist vel. f fyrri hálfleik S4% MEÐ BÖLTANN 46% 15 SKOT AÐ MARKI 6 1 SKOT Á MARK 2 3 RANGSTÖÐUR 3 7 HORNSPYRNUR 0 15 AUKASPYRNUR 27 5 GULSPJÖLD 3 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁH0RFENDUR:41 JJ30 Cudicini, Belletti, Alex,Terry, Bridge, Sidwell (Wright-Phillips 66.), Obi, Lampard, Kalou, Drogba, Joe Cole (Makelele 89.). WEST HAM Green, Neill, Gabbidon, Upson, McCartney, Solano (Ljungberg 74.), Parker (Spector 79.), Mullins, Etherington (Ashton 79.), Boa Morte,Cole. MAÐUR LEIKSINS Didier Drogba, Chelsea lékum við eins og West Ham vildi að við lékum, en leikur okkar breyttist í þeim síðari og við lélcum eins og við vildum leika. Við sköpuðum ekld mörg færi í fyrri hálfleik, en eftir að við skoruð- um markið hefðum við getað bætt við mörkum. Við áttum skilið að vinna," sagði Grant. Grant reyndi að klóra yfir grófa brotið hjá Mikel með því að kenna West Ham um hörku í leiknum. „West Ham var heppið að fá aðeins eitt gult spjald á fyrstu 20 til 25 mín- útum leiksins. Þeir voru grófir og grófari en við." Þrátt fyrir tapið var Alan Curbish- ley sáttur við spilamennsku læri- sveina sinna. „Ef við höldum áfram að spila svona munum við spjara oklcur. Við vorum með áætlun og hún virkaði, en við náðum ekld að skapa þetta eina færi sem þurfti. Ég er ör- lítið vonsvikinn. Mér fannst við eiga skilið jafntefli því leikaðferð okk- ar var góð. Það var margt jákvætt í leik okkar," sagði Curbishley, sem var ósáttur við markið sem Joe Cole skoraði. „Það er tvennt sem kemur til. Carlton Cole sagði að hann hefði hugsanlega átt að fá aukaspyrnu þegar hann reyndi að leika á Alex og það jaðraði við rangstöðu. Ég held að Joe Cole hafi ef til vill verið örlít- ið fyrir innan og ég er búinn að sjá endursýninguna. En línuvörðurinn tók þessa ákvörðun og við verðum bara að sætta okkur við það. Við misstum aðeins einbeitingu. Það þurfti ein- hver að taka af skarið og Joe Cole gerði það," sagði Curbishley. Sunderland vann Derby í leik liöa sem munu eiga erfiöan vetur fyrir höndum: SUNDERLAND TÓK ÖLL STIGIN Á LOKAMÍNÚTUNUM Það var nýliðaslagur á Leikvangi ljóssins þegar Derby sótti Sund- erland heim. Þetta var fyrsti leik- ur Pauls Jewell sem stjóri Derby en hann tók við liðinu í vikunni sem leið. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í venjulegum leiktíma en það var Anthony Stokes sem skoraði sig- urmarkið á uppbótartíma. Stephen Bywater, markvörður Derby, varði góðan skalla frá Kenwyne Jones og barst boltinn til Stokes sem kom boltanum í netið í annarri tilraun og tryggði þar með Sunderland stig- in þijú. Ekkert virðist ætla að ganga upp hjá arfaslöku liði Derby sem er dæmt til þess að falla úr deildinni. Roy Keane, stjóri Sunderland, var sáttur með sína menn að leik lolcn- um. „Að skora svona seint í leiknum var frábær bónus fyrir okkur. Fyrst og fremst viljum við þó halda hreinu á heimavelli af því að við munum alltaf fá færi og við vorum svolítið heppnir í dag. Kannski áttum við heppni inni, ég er viss um að Paul Jewell er ekki glaður þar sem þeir áttu tvö tii þrjú hálffæri. Markvörður olckar varði ffá- bærlega en Kenwyne fékk ffábært færi en skaut í stöng," sagði Keane eftir leikinn. Paul Jewell, sem var að stjórna sín- um fyrsta leik hjá Derby, var svekkt- ur í leikslok. „Þetta er svekkjandi en það eru góðir leikmenn hérna en lít- ið sjálfstraust og það er bara svoleiðis þegar þú ert á botninum í deildinni. Þegar þú hefur ekki skorað á útivelli fer af stað í hausnum á þér og því ætlum við að reyna að breyta. Þetta er ekki auðvelt og mun ekki breytast á einni nóttu. Núna fæ ég heila vilcu með liðinu og get séð hvað er gott og hvað þarf að laga," sagði Jewell að leikloknum. HSJ Sigurmarkið Anthony Stokes fagnar hér sigurmarkinu, sem kom í uppbótartfma. 47% MES BOLTANN S3% 22 SKOTAÐMARKI 12 S SKOTÁMARK 6 1 RANGSTÖÐUR 2 5 HORNSPYRNUR 3 SUNDERIANÐ Ward,Halford,Móhane, Higginbotham, Collins, Edwards (Stokes 78.), Leadbitter (Miller 83.), Whitehead, Wallaœ, Jones, Cole(Chopra64.). 12 AUKASPYRNUR 17 0 GULSPJÖLD 1 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 42380 Bywater, Griffin, Davis, Moore, McEveley, Teale (Leacock 84.), Oakley, Pearson, Bames (Fagan 70.), Howard, Miller (Earnshaw 86.). MAÐURLEIKSINS Darren Ward, Sunderland Curbishley stendur við alK Fyrir leik Chelsea og West Ham var Alan Curbishley með miklar yfirlýsingar um að dómarar í ensku deildinni þyrðu ekki að gera neitt á kostnað stóru liðanna, Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. Hann stendur við þau orð en John Obi Mikel straujaði Scott Parker. ( huga flestra knattspyrnuspekinga verðskuldaði tæklingin rautt spjald en Howard Webbtókaðeins uppgult spjald. „Stóru liðin fá óáreitt að króa dómarann af. Þau eru ekki vön því að fá stórar ákvarðanirá móti sér og þetta kemur mér alltaf á óvart. Ég held ég fari með rétt mál en stóru liðin fá fiestar vítaspyrnur en þau segja væntanlega að þau sæki meira en hin liðin. En við kvörtum samt ekki." John Obi Mikel heltir Michael Miðjumaðurinn John Obi Mikel heitir í raun og veru John Obi Michael! Hinn tvítugi Nígeríumaður er með Mikel aftan á búningnum sínum en hefur nú stigið fram og sagtfrá ruglingnum.„Ég heiti Obijohn og Michael. Þegarég var að spila fyrir landsliði Nigeríu undir 17 ára skrifaði landsliðsþjálfarinn óvart Mikel á skýrslu í fyrsta leik. Eftir það gat ég ekki breytt því. Ég spilaði vel á þessu móti og fannst þetta happanafn og hélt því áfram að kalla mig Mikel. Ég er ekkert að fara að breyta því," sagði John Obi Mikel - eða Michael. Hoimski áhorfandi Didier Drogba hefur sagt áhorfanda á Stamford Bridge hafa beint leiser í augað á honum. Drogba kvartaði í fjórða dómarann í fy rri hálfleik enda var áhorfandinn að leggja hann í einelti.„Það er erfitt að spila ef maðursér ekkert nema grænan leiser. Þetta var sauðnautsemvar að þessu. Restin afáhorfendum West Ham voru til fyrirmyndarog hvöttu sitt lið vel. Það er það sem maður vill sjá, ekki eitthvað svona." Vinnan skilaði sér Paul McShane leikmaður Sunderland hefur hrósað sínu liði fyrir sigurinn gegn Derby. McShane átti sök á öllum mörkum Sunderland gegn Everton en var feginn að halda markinu hreinu í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferð.„Það var frábært að fá þrjú stig og vinnan sem við lögðum á okkur í vikunni skilaði sér. En við megum ekki missa okkur þó við höfum farið upp um nokkur sæti, en það er þétt þarna niðri og viðverðumað halda áfram. En þetta var mikilvægursigur, því má ekki gleyma.Tímabilið er langt og strangt og vikan var strembin eftir 1 -7 tapið. Það var því frábært að ná f sigur á lokaandartökum leiksins. Það sýndi að það býr mikið í þessu liði."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.