Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 Fréttir DV Lengri flugbraut næsta haust „Við vonum að það fari að styttast í framkvæmdir," segir Hermann J. Tómasson, formaður bæjarráðs á Akureyri. Á fimmtu- dag voru væntanlegar fram- kvæmdir við lengingu flugbraut- arinnar á Akureyri kynntar á fundi bæjarráðs. Hermann segir að gangi allt eftir verði hægt að bjóða verkið út í vor og framkvæmdir geti því hugsanlega hafist næsta sumar. „Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að þá væru menn að ganga frá verkinu næsta haust," segir Her- mann. Lenging flugbrautarinn- ar á Akureyri hefur lengi verið í burðarliðnum. Iceland Express ákvað að hætta vetrarflugi til og frá Akureyri vegna þess að braut- in þótti of stutt. Nýsundlaug á Skagann Bæjarstjórn Akraness hef- ur samþykkt að láta hanna og hefja byggingu á nýrri 25 metra langri innisundlaug við íþróttasvæðið á Jaðarsbökk- um. Laugin verður með átta brautum en kostnaðurinn við laugina verður á bilinu tvö til þrjú hundruð milljón- ir króna. í síðustu viku voru fr amkvæmdirnar kynntar fyrir bæjarstjórninni en nú þegar hefrir verið gerður hönnunar- samningur við VGK hönnun. Ekki liggur fýrir hvenær fram- kvæmdirnar hefjast en líklegt þykir að þeim verði flýtt. Krufningar beðið Lögreglan á Selfossi bíður enn niðurstöðu krufningar til að skera úr um dánarorsök fanga sem lést á Litla-Hrauni 22. sept- ember. Rannsókn málsins miðar við krufninguna og næstu skref verða ákveðin þegar niðurstaða liggur fyrir. Fanginn fannst látinn í klefa sínum að morgni dags. Starfsfólk og fjölskylda áttu sam- töl við fangann laust fýrir mið- nætti kvöldið áður og þá komu engar vísbendingar fram um að eitthvað bjátaði á hjá fanganum. Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir mikinn spillingarþef af viðskiptum með íbúðir á Miðnesheiði. Angar Sjálfstæðisflokksins teygi sig óeðlilega víða. Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi i Reykjanesbæ, furðar sig á umræðunni. rn 1rn IWJ? n 71 í , I Varnarliðssvæðið Háskólavellir keyptu tæplega 1.700 íbúðir og er kaupverðið um átta milljónir króna á hverja (búð. TIPl iö V m i] D3 iri „Þama er bullandi spilling í gangi. Það er bara þannig," segir Grét- ar Mar Jónsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Grétar er ósáttur við sölu Þróunarfélags Keflavíkur- flugvaliar á 1.660 íbúðum á Miðnes- heiði í byrjun október. Grétar segir að málið verði rannsakað ofan íkjöl- inn þar til niðurstaða fáist um hvort salan hafi verið lögmæt. Hann hef- ur safnað að sér gögnum um málið og segir að mikill spillingarþefur sé afþví. Þróunarfélag Keflavíkurflug- vallar, Kadeco, gekk þann 5. október frá sölu á 96 byggingum á starfssvæði Þróunarfélagsins. Háskólavellir keyptu byggingarnar en af þeim eru um 1.660 íbúðir. Kaupverðið var um 14 milljarðar króna en að mestu er um að ræða íbúðarhúsnæði. Átti að auglýsa Samkvæmt reglugerð á sala á fasteignum ríkisins að vera í hönd- um Ríkiskaupa og auglýstar opin- berlega. Það var ekki gert við sölu eignanna á Miðnesheiði. Grét- ar segir að auðveldlega hefði verið hægt að fá helmingi hærri upphæð fyrir eignirnar. „Þetta lítur þannig út að menn hafi komið sér saman um að framkvæma þetta svona. Það var 21 aðili sem bauð í íbúðirnar sem Háskólavellir fengu. Það hefði verið hægt að fá um helmingi hærra verð fyrir eignirnar ef þær hefðu verið seldar í smærri einingum og jafn- vel bara einstaka hús," segir Grét- ar en meðalverð hverrar íbúðar var átta milljónir króna. Grétar segir að Sjálfstæðisflokkurinn teygi anga sína um öll Suðurnesin og sjálf- stæðismenn séu innviklaðir í nán- ast öll þau fyrirtæki sem koma að Háskólavöllum. Siðlaust Grétar segir að salan sé hugsan- lega lögleg en að sama skapi alveg örugglega siðlaus. „Þetta er þannig gjörningur því fermetraverðið er helmingi lægra. Meðalfermetraverð- ið á svæðinu er 89 þúsund krónur. Þannig væri hægt að selja eignirnar aftur fyrir um 30 milljarða króna. Þeir vissu að þegar þetta fer á almennan markað eftir þrjú til fjögur ár er hægt að fá miklu hærri upphæð fýrir þetta. Þetta er líklega ein mesta spilling sem maður hefur séð í seinni tíð." Grétar segir að Arni Mathiesen íjármálaráðherra hafi búið til ramma utan um Þróunarfélagið. „Maður sér fýrir sér að búinn hafi verið til hópur af sjálfstæðismönnum og reynt hafi verið eftir fremsta megni að troða þeim inn í til að þeir fengju sem mest fyrir sinn snúð. Það eru margar spurningar í þessu og þessi tengsl við Sjálfstæðisflokkinn eru eins óeðlileg og hugsast gemr." Verði rannsakað Grétar segir að farið verði fram á rannsókn á málinu til að fá úr því skorið hvort salan hafi verið brot á lögum. „Ég vil fá úr því skorið hvort þetta hafi verið brot á lögum. Það er alveg á hreinu að þarna er að minnsta kosti um siðferðislegt brot að ræða. Ef um lögbrot er að ræða þarf að færa þessa menn til ábyrgðar. Ég veit ekki með hvaða hætti eða hvernig rann- Ósáttur Grétar er ekki sáttur við vinnubrögðin við sölu eignanna á Miðnesheiði. Hann vill að málið verði rannsakað ofan í kjölinn. sóknin verður en það verður farið ofan í saumana á því." Grétar segir að angar Sjálfstæð- isflokksins teygi sig víða í málinu. Þannig tengjast fimm af sjö bæjarfull- trúum í Sjálfstæðisflokknum eigna- kaupunum. „Þetta eru ansi skemmti- leg og merkileg krosstengsl sem öll tengjast Sjálfstæðisflokknum." Ekkert óeðlilegt Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og aðstoðarmaður Arna Mathiesen fjármálaráðherra, furðar sig á um- ræðunni um að þarna hafi verið um spillingu að ræða. „Það er talað um að þetta hafi ekld verið auglýst. Þetta var hins vegar auglýst í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Svo er talað um að bæjarstjórinn hafi verið vanhæf- ur af því að hann þekkir okkur og er í bæjarstjórn með okkur hinum. Ég er einnig dreginn inn í þetta út af vinnunni minni sem aðstoðarmað- SJÁLFSTÆÐISMENN SEMTENGJAST SÖLUNNI: Árni Sigfússon Bæjarstjóri í Reykjanesbæ Stjórnarmaður í Þróunarfélaginu Stjórnarformaður í Keili BöðvarJónsson Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks ( Reykjanesbæ Aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra Steinþór Jónsson Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks f Reykjanesbæ Stjórnarformaður Base Hótel í hans eigu á hlut í Base Þorsteinn Erlingsson Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ Stjórnarformaður Sparisjóðsins í Keflavlk Sparisjóðurinn á 22 prósenta hlut í Háskólavöllum Garðar Vilhjálmsson Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Á eignarhaldsfélagið 520 ehf Það hefur keypt 800 fermetra skemmu á varnarliðssvæðinu sem var í eigu Base Bjarni Benediktsson Stjórnarformaður hjá N1 og þingmaður Sjálfstæðisflokks N1 á hlut í Base sem keypti eignir á varnarliðssvæðinu ur ráðherra sem kemur ekki nálægt sölumálunum. Þetta er að mínu mati með ólíkindum." EINAR ÞÓR SIGURÐSSON bladamaður ikrifar einar@dv.is / /\ _L_ /\ \\* Leiðarvísir ; User Manual i Um þig, manninn, konuna eða börnin. Á Loksins! 1 \ a v ^ Nas&W m$M/i Stjörnuspekistöðin m ' ■ Síðumúli 29 Á'jfiá 5537075 ÍB-rf www.stjornuspeki.is Starfsmenn Alcan telja að vegið sé að starfsöryggi þeirra: Stjórnvöld binda hendur Alcan Urgur og kurr er í starfsmönnum álvers Alcan í Straumsvík vegna þess að þeir telja að yfirvöld hafi bundið hendur fyrirtæksins með því að út- hluta fyrirtækinu ónægar losunar- heimildir á koltvíóxíði fyrir næstu ár. Með því geti yfirvöld hamlað vexti og starfsemi álversins á næstu árum. Gylfi Ingvarsson trúnaðarmaður starfsmanna Alcan telur að aðgerðir yfirvalda vegi að starfsöryggi starfs- manna. „Alcan í Straumsvík hefur staðið sig afar vel í öllum umhverfis- málum og þau mál eru til fýrirmyndar. En því miður njótum við starfsmenn þess ekki í nýjustu úthlutun losunar- heimilda og það skerðir rekstrarstöðu fyrirtækisins," segir hann. Gylfi telur að álver Norðuráls á Grundartanga og Fjarðaráls á Reyð- arfirði hafi fengið rýmri úthlutunar- heimildir. Hann ætlar að kalla eft- ir skýringum frá yfirvöldum. „Okkur finnst lykt af því að það sé verið að stýra því þannig að okkar vinnu- staður fái ekki að þróast. Ef við gerð- um úrbætur til þess að hægt yrði að ffamleiða meira, þá þyrfti að draga úr framleiðslu. Starfsmenn vilja að hægt verði að reka fyrirtækið á hag- stæðan hátt en ekki að draga saman og hætta." Gylfi álítur yfirvöld senda mjög al- varlega skilaboð til starfsmanna og stjómerida fyrirtækisins. „Það skerðir starfsöryggi okkar ef stjórnvöld halda þannig á spöðunum að fýrirtæki fái að vaxa og dafria annars staðar, en Al- can sem uppfyllir alla staðla í öryggis- og umhverfismálum, sé refsað á sama tíma." valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.