Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 23
PV Sport
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 23
Valsmenn eru komnir í undanúrslit Emskipsbikars karla þegar liðið lagði Hauka
23-22 í ekta bikarleik. Hart var barist, umdeild atvik og mjótt á munum. Ólafur Hauk-
ur Gíslason markvörður Vals varði 21 skot í leiknum og var besti maður vallarins.
ÓLAFUR HAUKUR í
HORNIVALSMANNA
C
BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON
bladamadur skrifar: benni@dv.is
Valur bar sigurorð af Haukum 23-22 í
Emskipsbikar karla í handbolta í gær
og er taplaust í sjö leikjum í röð. Leik-
urinn var frábær skemmtun, ekkert
gefið eftír innan vallar sem utan, og
menn voru tilbúnir að selja sig dýrt.
Aðeins fjögur vítaköst voru dæmd og
tvisvar sinnum voru leikmenn reknir
út af í tvær mínútur.
Haukar byrjuðu betur en þó var
aldrei langt í Valsmenn. Vamarleik-
ur og markvarsla einkenndu fyrri
hálfleikinn og leyfðu ágætir dómar-
ar leiksins, Anton Pálsson og Hlynur
Leifsson, töluverða hörku sem menn
nýttu sér. Þó var aldrei farið yflr strik-
ið.
Valsmenn voru töluvert tauga-
óstyrkir í upphafi leiksins og hefðu
Haukamenn getað vel nýtt sér ástand
Valsmanna betur. En Valsmenn,
drifnir áffarn af stórleik Ólafs Hauks
Gíslasonar í markinu voru yfir í hálf-
leik 13-12.
Áfram var hart barist, munurinn
var aldrei meiri en tvö mörk og þegar
Valsmenn voru yfir 15-13 skipti Aron
Kristjánsson Gísla Guðmundssyni
inn á í markið í stað Magnúsar Sig-
mundssonar sem hafði varið 9 skot.
Gísli byrjaði að verja fýrstu þtjú skotin
sem komu á hann og Haukar komust
yfir 16-15.
Valsmenn komust í 21-19 eftir
sóknarfeila gestanna en Sigurberg-
ur Sveinsson minnkaði muninn í 21-
20 og Óskar Bjarni tók leikhlé þegar
aðeins mínúta var eftír. Sigfús skor-
aði aftur eftir stirðbusalegan sóknar-
leik en gamla brýnið Halldór Ingólfs-
son skoraði fyrir Hauka úr vítí, 22-21.
Ingvar Árnason skoraði svo síðasta
mark Vals og tryggði þá áfram í bikar-
keppninni. Freyr Brynjarsson minnk-
aði muninn niður í eitt mark nokkr-
um sekúndum fyrir leikslok.
Sigurer sigur
„Þetta var ekta bikarleikur," sagði
glaður Óskar Bjami Óskarsson þjálf-
ari Vals eftir leikinn. „Við skoruðum
rosalega lítíð en þetta var rosalega
erfitt, við fengum fá hraðaupphlaup
og skutum illa á markmennina. Það.
var óþarfi að missa þetta eftir að vera
kominn með ágætt forskot í seinni
hálfleik en svona eru bara bikarleikir
en maður fagnar því að hafa unnið.
Núna eru það bara undanúrslitin og
ég held að við höfum sýnt það að við
erum með bestu vömina í deildinni.
Tölfræðin segir það, við emm að fá
fæst mörkin á okkur í deildinni.
Góður sigur, en mér fannst að fleiri
ættu að stíga upp í síðari hálfleik,
skora meira. Þetta var aðeins of erfitt
sóknarlega. En sigur er sigur."
Bestí maður vallarins, Ólafur
Haukur Gíslason, var að vonum sátt-
ur eftír leik. „Við emm á góðu skriði
og við emm ekkert að fara að slaka
á. Við eigum enn töluvert í efstu lið-
in í deildinni og einbh'num á deildina
núna. Bikarinn kemur ekki aftur fyrr
en í febrúar og við eigum einhverja sjö
leiki á sextán dögum þannig að þetta
er hálfgert NBA-prógramm fram und-
an, sem er bara stuð.
Við vomm í vandræðum með þá
fyrstu tuttugu mínútur leiksins, tók-
um margar lélegar ákvarðanir og spil-
uðum lélega vöm. Eftír að við jöfnuð-
um okkur á því komumst við yfir en
náðum ekki að slíta þá frá okkur. Við
bámm aðeins of mikla virðingu fyr-
ir þessum körlum, þeir em náttúru-
lega með reynslu, annað en við, en
við klikkuðum þegar við gátum kom-
ist 3-4-5 mörkum yfir. Það vantaði að
sti'ga á þá."
Svekkjandi
Aron Kristánsson þjálfari Hauka
sagði að munurinn hefði verið að
hans lið hefði klikkað í of mörgum
dauðafærum.
„Þetta var ótrúlega svekkjandi.
Þetta var hörkuleikur, tvö Iið sem
gáfu allt í þetta og mátti litlu muna,
þar sem bæði lið spiluðu glimrandi
varnarleik og markverðirnir vörðu
vel en það sem skildi liðin að var að
við klúðruðum mörgum ákjósan-
legum færum og það er ekkert pláss
fyrir það í svona leik." Aron tók und-
ir það að Haukar hefðu getað nýtt
sér upphafsmínútur leiksins betur
þegar Valsmenn vom ekki sjálfum
sér líkir.
„Við klúðruðum of góðum fær-
um, við vorum með fín tök á leikn-
um í byrjun þó við værum einu
marki undir í hálfleik þá fannst mér
að nokkur atriði eiga að geta fallið
okkar meginn, þá hefðum við getað
verið yfir. En eins og ég segi, þá eru
það dauðafærin sem fóru með þetta
fyrir okkur."
ÚRSLIT HELGARINNAR
UNDANKEPPNI EM
ísland - Hvít-Rússland 31-30
Mörk íslands (víti): Rakel D. Bragadóttir 11
(5), Guðbjörg Guðmannsdóttir 8, Sara Sig-
urðardóttir 3, Auður Jónsdóttir 2, Guðrún D.
Hólmgeirsdóttir 2, Anna 0. Guðmundsdót-
tir 2, Rut Jónsdóttir 1, Þórey R, Stefánsdóttir
1,Arna S. Pálsdóttir 1.
Varin skot (víti): Berglind I. Hansdóttir 22 (1).
Litháen - Bosnía 34-23
Grikkland - ísrael 32 -29
Staðan Lið L U J T M St
l.Litháen 5 4 1 0 161:107 9
2. Island 5 4 0 1 151:131 8
3. Hv.-Rússl. 5 3 1 1 171:122 7
4. Bosnla 5 2 0 3 128:134 4
5. Grikkland 5 1 0 4 118:170 2
6. ísrael 5 0 0 5 98:163 0
N1-DEILD KARLA
HK-lBV 36-22
Mörk HK: Ragnar Hjaltested 10, Ragnar S.
Njálsson 5, Ólafur B. Ragnarsson 4,Tomas
Eitutis 3, Sigurgeir Á. Ægisson 3, Gunnar
S. Jónsson 3, Sergei Petraytis 3, Agustas
Strazdas 2, Bjarki M. Gunnarsson 1, Árni B.
Þórarinsson 1, Hákon H. Bridde 1.
Varin skot: Egidijus Petkevicius 13, Guðlau-
gurT. Karlsson 5.
Mörk (BV: SergiyTrotsenko 12, Zilvinas
Grieze 3, Nikolay Kulikov 2, Sindri Haralds-
son 2, Leifur Jóhannsson 2, Grétar Þ.
Eyþórsson 1.
Varin skot: Kolbeinn Arnarson 17.
Staðan Liö L u
1. Haukar 12 8
2. HK 11 8
3. Fram 11 7
4. Stjarnan 11 6
5. Valur 9 4
6. Akureyri 11 2
7. Aftureld. 11 2
8. fBV 12 1
J T M St
3 1 340:291 19
1 2 310:265 17
1 3 312:283 15
1 4 328:299 13
2 3 231:217 10
2 7 287:307 6
2 7 273:289 6
0 11 296:426 2
EIMSKIPSBIKAR KARLA
Valur-Haukar 23-22
Mörk Vals (víti): Ernir H. Arnarson 6, Sigfús
P. Sigfússon 5, Baldvin Þorsteinsson 5 (2),
Fannar Friðgeirsson 3, Elvar Friðriksson 2,
Kristján Karlsson 1,lngvarÁrnason 1.
Varin skot (víti): Ólafur H. Gíslason 20.
Mörk Hauka (víti): Arnar J. Agnarsson 6, Sig-
urbergur Sveinsson 4, Andri Stefan 4, Kári
Kristjánsson 3, Freyr Brynjarsson 3, Arnar
Pétursson 1, Halldór Ingólfsson 1 (1).
Varin skot (viti): Magnús Sigmundsson 9,
Gísli Guðmundsson 4.
Afturelding 2 - Akureyri 20-39
ICEL. EX.-DEILD KARLA
Fjölnir- Þór Ak. 84-88
Hamar - KR 90-91
Skallagrímur - Njarðvík 90-82
Grindavík - Snæfell 82-95
Stjarnan - Staðan - ÍR 82 -97
Lið L U J Skor St
1. Keflavík 9 9 0 859:714 18
2. KR 9 7 2 805:753 14
3. Grindavik 9 7 2 801:767 14
4. Njarðvík 9 5 4 745:690 10
5. Skallagr. 9 5 4 749:745 10
6. Snæfell 9 4 5 766:747 8
7. Þór Ak. 9 4 5 792:839 8
8. Fjölnir 9 3 6 707:750 6
9. ÍR 9 3 6 731:780 6
10. Stjarnan 9 3 6 723:774 6
11.Tindast. 9 3 6 773:835 6
12. Hamar 9 1 8 648:705 2
Níundu umferð Iceland Express-deildar karla lauk í gær:
KR ÍVANDRÆÐUM MEÐ HAMAR
fslandsmeistarar KR lentu í tölu-
verðum vandræðum með Hamar
úr Hveragerði og unnu með aðeins
einu stigi, 91-90. Finnski lands-
liðsmaðurinn Roni Leimu lék sinn
fyrsta leik fyrir Hamar og styrkir lið-
ið greinilega mikið. Ágúst Björgvins-
son stýrði Hamri gegn KR en hann
tók við Hvergerðingum eftir að Pét-
ur Ingvarsson hætti störfum óvænt
fyrir skömmu.
í Grindavík töpuðu heimamenn
fyrir Snæfelli 82-95. Gestirnir byrj-
uðu leikinn miklu betur og voru
fljótlega komnir í stöðuna 13-2. Eft-
ir það var ekki aftur snúið. Þetta var
fyrsti tapleikur Grindavíkur síðan í
fyrstu umferð deildarinnar. Sigur-
inn gæti komið Hólmurum á bragð-
ið en þeir hafa valdið vonbrigðum
það sem af er vetri.
í Borgarnesi unnu heimamenn
Njarðvík með átta stiga mun 90-
82 og jöfnuðu þar með Njarðvík að
stigum.
f Garðabæ mættust Stjarnan og
bikarmeistarar ÍR. Gestirnir höfðu
betur 97-82 en Nate Brown lék að
nýju með ÍR eftir að hafa komið til
landsins fyrir skömmu. ÍR var yfir,
25-20, eftir fyrsta leikhluta og 47-38
í hálfleik. Stjarnan náði forystunni
um tíma í þriðja leikhluta en fR
reyndist sterkari á lokakaflanum og
hafði 15 stiga sigur að lokum. Hregg-
viður Magnússon skoraði 30 stig fyr-
ir ÍR og Nate Brown 21. Dimitar Kar-
adzovski gerði 23 stig fyrir Stjörnuna
og Sævar Haraldsson 16.
benni@idv.is
Rifið niður frákast Stjörnumenn lutu í
lægra haldi fyrir [R.