Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 Sport DV íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér rétt til umspils fyrir lokakeppni EM en ísland endaði í öðru sæti síns riðils í undankeppninni. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var valin í úrvalslið mótsins. ÍÞRÓTTAMOLAR DREGIÐ f RIÐLA Á EM 2008 í gær var dregið í riðla á EM 2008. (talla, Frakkland og Holland leika saman í riðli ásamt Rúmeníu og er óhætt að segja að þettasésannkallað- urdauðariðill. Fyrir dráttinn óttuðust ítalirog Frakkar meðal annarra að lenda í riðli með öðrum sterkum þjóðum þarsem ekki var farið eftir frammistöðu liðaá síðustu HM-keppni. Þetta þýðir að ein af þeim þjóðum sem þyk- ir líklegust til þess að sigra í keppninni mun falla úr keppni við fyrstu hindrun. Italir og Frakkar léku einnig hvorir á móti öðrum í undankeppninni auk þess sem nokkrar eftirminnilegarviðureignirhafafariðframá milli liðanna á undanfömum árum. Skemmst er að minnast úrslitaleiksins á EM 2004 sem Frakkar unnu. Raymond Domenech þjálfari Frakka var svekktur eftir dráttinn.„Ég er ekki ánægður með dráttinn frekar en hinir þjálfararnir. Það er erfitt að gleðjast eftir að hafa dregist niður í slíkan riðil," segir Domenech. Roberton Donadoni var yfirvegaður þrátt fyrir að lenda í erfiðum riðli.„Ég hafði það á tilfinningunni að við myndum lenda í þessu, en þú breytir ekki reglunum og í lokakeppni er hver leikur erfiður," segir Donadoni. Marco Van Basten þjálfari Hollands segir riðilinn sannkallaðan dauðariðil.„Við þurfum að undirbúa okkur vel fýrir þennan dauðariðil. Þetta verður erfitt fyrir okkur þar sem við spilum á móti tveimur þjóðum sem voru í úrslitum ( síðustu keppni. Ef við komumst í gegnum fyrstu tvo leikina (Italía og Frakkland) eigum við góða möguleika á því að komast áfram í 16 liða úrslit," segir Marco Van Basten. Riðlarnir A-riðill: Sviss,Tyrkland, Portúgal.Tékkland. B-riðill: Austurríki, Pólland, Þýskaland, Króatía. C-riðill: Holland, Frakkland, Rúmenia, Italía. D-riðill: Grikkland, Rússland, Spánn, Sviþjóð. ÍDAG Enska úrvalsdeildin Útsending frá leik Liverpool og Bolton sem fórfram sunnudaginn 2. desember. 16:05 READING - MIDDLESBROUGH Enska úrvalsdeildin Útsending frá leik Reading og Middlesbrough íensku úrvalsdeildinni sem fór fram laugardaginn 1. desember. Ensku mörkin Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þarsem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum.Viðbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sérfræð- inga. Bestu mörk ensku úrvalsdeildarinnar skoðuð. Enska úrvalsdeildin Bein útsending frá leik Man. Utd og Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Ensku mörkin Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. Viðbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sérfræð- inga. Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni en þar eiga Islendingar nokkra fulltrúa. Enska úrvalsdeildin Útsending frá leik Man. Utd og Fulham i ensku úrvalsdeildinni sem fór fram mánudaginn 3. desember. DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON blaðamaður skrifar: dagur(a<dv.is 1 íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta náði stórkostlegum árangri í undankeppni EM. í gær bar íslenska liðið sigurorð af Hvít-Rússum, 31-30, og tryggði sér annað sætið í riðlin- um. Útlitið var ekki bjart í hálfleik í gær því Hvít-Rússar höfðu fjögurra marka forskot þegar flautað var til leikhlés, 19-15. fslenska liðið tók við sér í þeim síðari og með nokkrum hraðaupphlaupsmörkum náði ís- land að jafna stöðuna. f stöðunni 23-23 náðu íslensku stelpurnar að skora fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 27-23. Hvít- Rússar voru hins vegar ekki af baki dottnir og náðu að jafna metin í 30- 30 þegar rúm mínúta var eftir. Það var svo Rakel Dögg Bragadóttir sem skoraði 31. mark íslands og þar við sat. 31-30 urðu lokatölur. Efstu þrjú liðin í riðlinum munu leika umspilsleik um sæti í loka- keppni EM. ísland tryggði sér eitt af þremur sætunum á laugardaginn þegar liðið vann Bosníu 27-22. Leik- urinn í gær hafði því enga þýðingu fyrir liðið að því leyti en það verður ekki tekið af stelpunum og þjálfurum liðsins að sigurinn í gær var frábær. Dregið verður í umspilið síðar í þess- um mánuði. Hafði alltaf trú á þessu Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari var í sjöunda himni þegar DV náði tali af honum í gær. „Eg vissi að þetta yrði erfitt en ég hafði alltaf trú á að við kæmumst áfram. En við gerðum það með ákveðnum glæsibrag, myndi ég segja. Við unnum ísrael og Grikkland ör- ugglega og spiluðum mjög vel á móti báðum þessum þjóðum og héldum dampi, eins og úrslitin sýna. Síðan var Bosmuleikurinn úrslitaleikurinn og fyrir fram hefði hann getað farið á hvom veginn sem er. Auðvitað hafði maður trú á þessu en við unnum Bosm'u í hörkuleik og svo var leikurinn í dag bara rósin í hnappagatið. Leikurinn í dag skipti engu máli þannig séð, við vorum búin að tryggja okkur áfram. Ég hef oft upplifað það að síðasti leikur í móti hafi farið miður og lagði því áherslu á að vinna þennan leik, bara upp á sjálfstraustið og klára flott mót með sigri. Það gekk eftir. Þó að ég segi að leikurinn hafi ekki skipt máli, þá skipti hann máli að þessu leyti til. Þetta fer bara í reynslubankann," sagði Júlíus og bætti við að sigurinn á Hvít-Rússum í gær sýndi vel þann kar- akter sem væri í íslenska liðinu. „Það sýnir karakterinn í liðinu og sýnir viljann. Við spiluðum vel og spil- Sigurgleði Árangur íslenska kvennalandsliðsins ( undankeppninni erfrábærog stelpurnar eiga hrós skilið. MYND: HLYNUR SIGMARSSON kaupþik FRÁBÆRÁRANGUR uðum eins og við höfum verið að spila að undanfömu, með góðri vöm og markvörslu. Rakel spilaði mjög vel og hefur spilað mjög vel í síðustu þrem- ur leikjum, Dagný hefúr verið í stóru hlutverki hjá okkur í vörn og sókn. Það var komin ákveðin þreyta í hana og því tók Guðbjörg við hennar hlutverki og hún gerði það frábærlega. Sara og Arna hafa þurft að hvíla fleiri leiki en hafa alltaf skilað sínu þegar á reynir. Þetta er mjög mikilvægt. Maður reynir að veðja á réttu hestana hverju sinni og þeir hafa ekki brugðist," sagði Júh'us. Fyrir mótið talaði Júh'us um að ís- lenska liðið þyrfti að nýta sér hraðann í hðinu og spila góða vöm til að komast áfram. Hann sagði að það hefði geng- ið vel upp á heildina htið, fyrir utan fýrsta leikinn sem Island tapaði með 16 mörkum. „Fyrir utan fyrsta leikinn tókst þetta ffábærlega. Við sjáum það á þeim hraðaupphlaupum sem við fengum og einnig á markvörslunni. Það er ekld oft sem markmenn eiga góðan leik einir og sér, það þarf allt- af vörnina til. Þetta hjálpar líka svo mikið til. Þetta em auðveld mörk, þetta eykur sjálfstraustið og þetta drepur líka sjálfstrausdð hjá hinu lið- inu," sagði Júlíus, sem hrósaði Berg- lindi Irisi Hansdóttur markverði fýrir hennar frammistöðu á módnu. Anna Úrsúla í lið mótsins „Hún er búin að spila mjög vel og hefur verið ein af þeim bestu. Það er erfitt að taka einhverjar út. Berglind, Rakel, Dagný og Anna Úrsúla," sagði Júlíus, en Anna Úr- súla Guðmundsdóttir var valin í úrvalslið mótsins. „Þeda er frábær árangur og ég er mjög stoltur af stelpunum. Þær eru aldeilis búnar að gera flott mót enn betra. Við höfum verið að yngja upp hjá okkur og meðalald- urinn er rétt um 21 ár. Þeda er frá- bært líka í því ljósi að það eru ekki margar með mikla reynslu á bak við sig," sagði Júlíus að lokum. HK-ingar áttu ekki í vandræðum með slaka Eyjamenn í Digranesi í gær: ARFASLAKIR EYJAMENN ÍBV sótti HK heim í Digranes í gær, fyrsti sigur Eyjamanna kom í síðustu umferð þegar liðið vann Aftureldingu. HK-ingar hafa hins vegar verið á góðu skriði undanfar- ið og eru farnir að sækja á Hauka. Leikurinn var frekar daufur en HK- ingar sigu þó hægt og sígandi fram úr Eyjamönnum, Ragnar Hjaltested átti góðan dag hjá HK og skoraði tíu mörk, mörg hver úr hraðupphlaup- um eftir slakar sóknir ÍBV. Hjá ÍBV áttu tveir leikmenn fínan leik, Kol- beinn Arnarson, 17 ára markvörður varði 17 bolta, og Sergey Trotsenko skoraði 12 mörk í leiknum og var yfirburðamaður í liði ÍBV. Eins og svo oft áður í vetur fékk leikmaður ÍBV að líta rauða spjaldið og það var Sindri Haraldsson sem fékk að líta það í síðari hálfleik eftir að hafa ýtt í Sigurgeir Árna Ægisson. Lokastað- an í leiknum var 36-22 og HK-ingar komnir í annað sæti með 17 sdg og eru tveimur stigum á eftir Haukum en eiga leik til góða. „Þú verður að halda einbeitingu allan leikinn því að öll lið geta refsað þér, við byrjuðum vel og stjórnuð- um leiknum. Við gátum leyft öllum að spila í seinni hálfleiknum," sagði Migilius Astrauskas þjálfari HK eftir leikinn. Leikurinn ádi að fara fram á fimmtudag en var frestað vegna veðurs, hann ádi svo að fara fram á föstudag en var aftur frestað. „Það er erfitt að halda liðinu á tánum því þú veist ekki hvort þú átt að spila á morgun eða ekki. Ég held að það sé betra að fresta leiknum um nokkra daga í staðinn fyrir að setja leiki á næsta dag. Við erum með marga góða leikmenn og erum vel mann- aðir í allar stöður. Það er erfitt að segja hver vinnur deildina, það eru ennþá tvær umferðir eftir og það er erfitt að segja til um þetta," sagði Astrauskas. „Þetta var mjög slakur leikur hjá okkur eins og svo oft áður í vetur, við erum ekki að gera hlutina eins og við eigum að vera að gera. Svo fáum við heimskulegt rautt spjald og það er orðið þreytandi að við erum alltaf að missa menn í bann. Við eigum alveg möguleika á því að halda okkar sæti í deildinni og ég held að þeda muni ráðast á inn- byrðisviðureignum hjá okkur, Aft- ureldingu og Akureyri," sagði Grét- ar Þór Eyþórsson leikmaður ÍBV við DV eftir leikinn. HSJ Inn úr horninu Tomas Eitutis fer inn úr horninu í leiknum, hann skoraði þrjú mörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.