Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 2
Fréttir DV 2 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 Reykherbergi til skoðunar „Við munum skoða þessi mál og erum reyndar byrjuð á því," segir Rósa Magnúsdóttir, deildar- stjóri hollustuhátta hjá umhverf- issviði Reykjavíkurborgar. DV flutti fféttir í síðustu viku af reykaðstöðu skemmtistaða sem efasemdir eru uppi um að standist lög. Meðal annars var bent á rými innandyra á Barn- um við Laugaveg 22 og einnig hugsanlegar ólöglegar útgáfur skemmtistaðanna Hressó og Rex í Austurstræti. Rósa segir ljóst að séu þessi rými ekki utandyra séu lög brotin því að reykingar eru ekki heimilar innandyra. Reyndi að stinga lögguna af Ökumaður undir áhrifum lyfla reyndi að stinga lögreglu af er hún var við hefðbundið eftir- lit á Sæbrautinni á föstudaginn. Ökumaðurinn ók í gegnum lok- anir á brautinni en stöðvaði að lokum bifreið sína eftir nokkra eftirför. Lögreglan stöðvaði alls fjögur hundruð og fimmtíu öku- menn en það er liður í átaki gegn ölvunarakstri. Einn þeirra reynd- ist vera undir áhrifum áfeng- is. Lögreglun mun á næstunni verða með skipulagt eftirlit við stofnbrautir borgarinnar. Fjórir undir áhrif- um fíkniefna Lögreglan á Selfossi hand- tók fjóra ökumenn sem reynd- ust undir áhrifum fíkniefna um helgina. Lögreglan hefur haft af nógu að taka við að leita uppi slíka ökumenn en undanfarnar helgar hafa komið upp /- fimm mál að meðal- tali um hverja helgi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögregl- unni á Selfossi hafa sömu ökumenn- irnir komið ítrekað við sögu. Það sem af er ári hafa 92 mál komið á borð lögregl- unnar þar sem um er að ræða fi'kniefnaakstur. Ennífarbanni Viggó Þórir Þórisson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu Sparisjóð- anna er enn í farbanni á meðan rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra stendur yfir. Björn Þorvaldsson segir deildina enn vera að sækja upplýsingar til þeirra landa sem málið teyg- ir anga sína til og rannsóknin sé afar tímafrek. Viggó Þórir er grunaður um tilraun til hundruð milljóna króna fjársvika. Viggó Þórir hefur verið yfirheyrður ný- lega vegna málsins. Mikil sorg ríkir í Reykjanesbæ í kjölfar hörmulegs bílslyss sem leiddi Qögurra ára dreng, Kristin Veigar Sigurðsson, til dauða. Árni Sigfússon bæjarstjóri er harmi sleg- inn vegna atburðarins. Hann segir að líklega verði flýtt framkvæmdum til að auka öryggi vegfarenda á Vesturgötu þar sem slysið varð. Guðmundur Símonarson, íbúi á Vesturgötu, segir að í sumar hafi í tvígang verið ekið á börn fyrir utan hjá honum. ÍBÚAR í REYKJANESBÆ ERU HARMISLEGNIR Minningarstund (búar við Vesturgötu kveiktu á kertum til að sýna Kristni og fjölskyldu hans stuðning. EINAR ÞÓR SIGURÐSSON bladamaður skrifar einar@dv.is „Ég er harmi sleginn yfir þessum atburði og við erum það öll hér í Reykjanesbæ. Okkar hugsunum og bænum er fyrst og fremst beint til foreldra og ættingja drengsins," segir Arni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. fbúar við Vesturgötu hafa um nokkurt skeið barist fýrir úrbótum við götuna því hraðakstur hefur ver- ið nokkuð tíður þar. Hafa íbúar bent bæjaryfirvöldum á að úrbóta væri þörf því annars myndi stórslys eiga sér stað. Sú varð raunin á föstudag þegar ekið var á hinn fjögurra gamla Kristin Veigar Sigurðsson. Krist- inn lést á laugardag á Landspítalan- um af völdum áverkanna sem hann hlaut í slysinu. fbúar við Vesturgötu voru með táknræn mótmæli á laug- ardaginn og lokuðu fýrir umferð um götuna. Hafa þeir bent á að aðgerð- arleysi yfirvalda sé með hreinum ólíkindum. Margt verið gert Árni segir að bæjaryfirvöld hafi rætt, með íbúum, hvernig bæta megi umferðarmenninguna í bæn- um. Hann segir að margt hafi verið aðhafst á undanförnum árum og til marks um það hafi verið settar upp Gæsluvarðhald Maðurinn sem grunað- ur er um að hafa ekið á Kristin var úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudags. dvmyndir: þorgilsjónsson hátt á annað hundrað hraðahindran- ir innanbæjar og hraðatakmarkan- ir inni í hverfum. „Við buðum ungu fólki nýlega ókeypis í strætó til að tryggja öryggi barnanna á viðkvæm- um gönguleiðum. Þar að auki hefur lögreglan hert viðurlög við hraðakst- ursbrotum og fylgt þeim fastar eftir. Við munum halda slíkum aðgerðum áfram." Forða slysum íbúar við Vesturgötu eru margir hverjir ósáttir við aðgerðarleysi bæj- aryfirvalda. Vesturgata er tengigata á milli Hafnargötu og Hringbrautar og því hafi verið álitamál með hvaða hætti ætti að setja hraðatakmarkan- ir á slíka braut. „Hún hefur þá áhrif og vísar umferð annað. Það þarf að huga mjög vandlega að þessu og það eru tvær aðgerðir á dagskrá með vorinu. Annars vegar eru fyrirhuguð ljósastýrð gatnamót við Hringbraut og hins vegar hraðahindrun fyrir neðan Kirkjuveg sem er rétt við Vest- urgtötu." Aðspurður hvort til greina komi að flýta þeim aðgerðum segir Árni að það komi vel til greina. „Við viljum gera allt til að forða slysum og við teljum að þessar aðgerðir okkar á undanförnum árum hafi átt þátt í því að ekki hafa orðið önnur alvarleg slys. Þetta segir okkur að við verðum að halda vöku okkar." Slys algeng Guðmundur Símonarson á heima á Vesturgötu 15 og segir hann að íbú- ar séu slegnir eftir atburðinn. „Allir íbúarnir eru búnir að fá meira en nóg af þessu. Þessi mótmæli hafa stað- ið í nokkur ár en samstaðan í gær var mikil og við vonum að nú verði hlustað. Ég trúi því að það verði bætt úr þessu strax. Það virðist ríkja mikil samstaða um það." Guðmundur segir að slys hafi ver- ið nokkuð tíð á Vesturgötunni. Hann segir að hann hafi horft upp á það í tvígang í sumar að ekið var á gang- andi vegfaranda. „Það er gangbraut beint fyrir utan húsið mitt. f annað skiptið hjólaði stúlka utan í bíl og í hitt skiptið var keyrt á strák sem var að ganga yfir gangbrautina." Lögreglan þögul Karlmaðurinn sem handtek- inn var síðdegis á laugardag var úr- skurðaður í gær í gæsluvarðhald til fimmtudágs. Komið hefur fram að maðurinn er af erlendum uppruna en lögreglan á Suðurnesjum vildi þó hvorki staðfesta það né að hann hefði játað að hafa ekið á drenginn. Kona sem ók á eftir bílnum taldi sig hafa séð dökkan skutbíl aka á drenginn á nokkrum hraða. f kjöl- farið hóf lögregla leit að bflnum og þræddi nánast allar götur bæjarins í leit að bflnum. Sú leit bar árangur á laugardag og vár eigandi bifreiðar- innar handtekinn í kjölfarið. Biffeið- in var dælduð að framan og stendur rannsókn á henni enn yfir. Lögreglan er auk þess enn að fylgja eftir fjölda ábendinga sem borist hafa. Ólafur F. Magnússon verður kjörinn forseti borgarstjórnar á morgun: Áhersla á velferðar- og umhverfismál Kominn aftur Ólafur mun hefja störf að nýju eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá þv( í byrjun árs. „Ég hafði hugsað mér að koma aftur til starfa í borginni eins fljótt og kostur er," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins og óháðra. Ólafur hefur verið í veik- indaleyfi frá því fýrr á þessu ári en er á leið til baka í borgarstjórn. Margrét Sverrisdóttir kom inn sem varamað- ur í stað Ólafs og hefur hún starfað sem forseti borgarstjórnar síðan nýr meirihluti var myndaður fyrir ein- um og hálfum mánuði. Á borgar- stjórnarfundi sem haldinn verður á morgun má því vænta þess að Ólafur verði kjörinn forseti borgarstjórnar í stað Margrétar sem mun víkja. „Það liggur fýrir að fulltrúi F-listans gegni þessu embætti og þar sem við erum með einn borgarfulltrúa er ekki um að annað að ræða," segir Ólafur. Aðspurður hvort einhverra breyt- inga sé að vænta með endurkomu hans í borgarstjórn segir Ólafur að hann muni halda áfram að vinna í anda þeirrar stefnu sem sett var fram fyrir borgarstjórnarkosningar í fýrra. „Ég mun gera mitt besta til að vanda mig í þeim störfum. Svo verða menn að ná lendingu í þeim málum sem ekki hefur náðst samstaða um. Ég mun fara í þetta samstarf með það að leiðarljósi að styðja nýjan borgar- stjóra til góðra verka." Aðspurður hvaða mál séu honum hugleikin segist Ólafur ávallt hafa lagt áherslu á velferðar- og umhverf- ismál. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og hef haft nokkuð skýra stefnu í þessum málum. Ég vil búa borgarbúum öruggt og gott umhverfi í vistvænni borg. Ég hef áherslur í samgöngumálum sem ég mun áfram beita mér fyrir. Það verður að fara vel yfir þau mál og skoða þau vandlega. Við munum halda áfram að standa fyrir okkar áherslum. Ég tel að við séum ekki flokkur sem hefur sóst eft- ir völdum, frekar áhrifum með því að koma okkar stefnu og málum fram." einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.