Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007
Fókus DV
Huggulegir
reviuslagarar
Um þarsíðustu helgi var frumsýnd
í Iðnó klukkutímalöng söngdagskrá
með revíusöngvum. Það eru þau Örn
Ámason og Soffía Karlsdóttir sem
flytja þá við undirleik Jónasar Þóris,
en Una Margrét Jónsdóttir hefur tek-
ið þá saman. Söngvarnir eru allir úr
gömlum reykvískum revíum, sumir
vel kunnir, en aðrir hafa sjaldan heyrst
áður. Það er alltaf gaman að heyra
góða flytjendur fara með þetta, ekki
síst ef það er gert með hóflega ff æði-
legum skýringum, eins og hér var. Öm
hefði þó mátt vera búinn að æfa sum
lögin betur, hann var víða ansi vél-
rænn, en tók góðan sprett undir lokin.
Soffía lék sér að því að stela senunni
frá honum og var oft bráðgóð, þó að
klisjan um Reylq'avíkurstúlkuna hafi
orðið óþarflega teygð. Sjálfsagt hefði
þetta orðið enn skemmtílegra ef góður
leikstjóri hefði komið að því. En ann-
ars er þetta notaleg dagslaá og góð
viðbót við Iðnó-sögur Guðrúnar Ás
sem enginn má missa af.
Nýtt hlutverk
Randvers
Sá viðtal við Ágúst Guðmundsson,
kvikmyndagerðarmann á sjónvarps-
töðinni ÍNN. Þetta var í fyrsta skiptí
sem ég horfði á þessa stöð og þar var
Randver Þorláksson leikari, maður-
inn sem talað var um á hverri einustu
kaffistofu landsins fyrir nokkrum
vikum. Það var óneitanlega svoh'tið
einkennilegt að sjá mann sem mað-
ur hefur helst vanist að sjá í gervi
Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra taka „alvarlegt" viðtal. En
Randver var góður. Hann er líka vel
að sér í þeim málum sem þeir Ágúst
ræddu, sem snertu á kvikmyndagerð
og menningarstarfsemi í víðara sam-
hengi á íslandi. Spjall um slíkt, ekki
síst kvikmyndageirann, verður tíklega
seint leiðinlegt. Ofan á þetta bætíst að
Ágúst er viðræðugóður maður með
eindæmum. Smá mínus þó fýrir sett-
ið sem var fullflúrað fyrir minn smekk.
HVAÐ VEISTU?
1. Sveitarstjóri hvaða hrepps var dæmdur fyrir OLfUSTULD [ síðustu viku?
2. Hvað heitir höfundur bókar um sögu KLEPPS sem kom út á dögunum?
3. Hvað heiti nýr diskur BIRGITTU HAUKDAL?
NI3 £ NOSSQNniAiGflD HVliO Z Sdd3aHavrA3SlA(JHÐ ' L :HQAS
YRSA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR
I næstu bóksinni hyggstYrsa skrifa um
einangrað umhverfi likt og það sem hún hefur
búið i undanfarin árá Kárahnjúkum.
Hvernig ætli það sé að vera í
flugvél þar sem megnið af
farþegunum er að lesa bók
eftir mann? Þetta upplifði
„glæpasagnadrottningin‘
Yrsa Sigurðardóttir á dög-
unum en hún sendi nýverið
frá sér nýja bók, Ösku, sem
gerist að miklum hluta í
Vestmannaeyjum.
„Ég fór bæði að hitta forlagið mitt
úti og fór með þeim í bókabúðir að
árita eintök af ensku þýðingunni á
Þriðja tákninu, og svo var öllum far-
þegum Icelandair á leið til íslands
frá Baltimore gefið eintak sem ég
svo áritaði," segir Yrsa Sigurðardóttir
rithöfundur sem var nýkomin heim
frá Bandaríkjunum þegar DV hafði
samband við hana fyrir helgi í til-
efni af útkomu nýjustu bókar henn-
ar, Ösku.
„Fólkið tók rosalega vel í þetta.
Og það var enginn sem sendi mér
illt auga eftir að við lentum þannig
að fólk hlýtur að hafa verið sátt," seg-
ir Yrsa í léttum dúr og bætir við að
það hatí verið svolítið sérstakt, og
um leið ánægjulegt, að sitja í flug-
vél og sjá marga fargþeganna vera að
lesa bókina sína. Þriðja táknið kom
út í Bandaríkjunum í byrjun októb-
er, hefur fengið virkilega góða dóma
og selst nokkuð vel að sögn Yrsu.
„Þetta verður náttúrlega ekki á nein-
um metsölulistum en harðspjaldaút-
gáfan er meira til að fá gagnrýni. Mig
minnir að upplagið hafi verið fimmt-
án þúsund eintök. Salan er aðallega
þegar kiljuútgáfan kemur út, sem er
alltaf ári síðar."
Hélt að allir myndu skrifa um
þetta
Nýja bókin, áðurnefnd Aska, ger-
ist að miklu leyti í Vestmannaeyjum
en þar segir frá því þegar í ljós koma
líkamsleifar við uppgröft húss sem
fór undir ösku í eldgosinu í Eyjum.
„Þegar ég var um það bil hálfnuð
með Sér grefur gröf heyrði ég fjall-
að um verkefnið Pompei norðursins
þar sem er verið að grafa hús upp úr
öskunni. Mér fannst þetta gjörsam-
lega kjörið umfjöllunarefni og var
hundfúl yfir því að vera á kafi í ann-
arri bók og var eiginlega viss um að
það myndu eiginlega allir skrifa um
þetta. En svo varð það ekki sem bet-
ur fer," segir Yrsa en hún var mikið í
Eyjum síðastliðið sumar vegna skrif-
anna. I.ögmaðurinn Þóra er sögu-
hetjan í Ösku eins og í fyrri bókum
Yrsu.
Hvern á ég að drepa?
Eins og kunnugt er hefur Yrsa
unnið sem verkfræðingur við bygg-
ingu Kárahnjúkavirkjunar undan-
farin ár en hún flytur í bæinn núna
um miðjan desember þar sem vinna
hennar að verkefninu breytist á þann
veg að hún þarf ekki að vera á staðn-
um. „Það verður frábært. Ekki það að
þetta hafi ekki verið fínt, en þetta er
orðið ágætt," segir Yrsa en fjögur og
hálft ár er liðið síðan hún hóf störf á
Kárahnjúkum.
Og hugmyndin að næstu bók er
að fæðast. „Ég ætla að reyna að skrifa
um svona einangrað umhverfi eins
og ég hef verið í þessi ár. Það verður
kannski ekki um Kárahnjúka beint
en einhverjar svipaðar aðstæður. Nú
þegar ég er farin þaðan get ég farið að
skrifa um þetta. Áður var svotítið erf-
itt að ákveða hvern ég ættí að drepa
og hver ætti að vera morðinginn."
kristjanh@dv.is