Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 17
PV Sport FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 17 Monique Martin, leikmaður KR, setti í gær stigamet í kvennakörfunni þegar hún skoraði 65 stig gegn Keflavík í 90-81 sigri KR. Fyrir vikið er KR komið í efsta sæti Iceland Express-deildar kvenna. c. BENEDIKT BOAS HINRIKSSON bladamaður skrifar: benni<o>dv.is Monique Martín, leikmaður KR í Iceland Express-deild kvenna, skoraði 65 stíg þegar KR vann Keflavík 90- 81 og skellti sér á topp deildarinnar. „Hvað á ég að segja. Þjálfarinn getur ekla gert neitt annað en taka þetta á sig. Hún skoraði 65 stíg í þessum leik og það er algjörlega mér að kenna," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftír leikinn. KR byrjaði ágætlega og skoraði fyrstu körfu leiksins, Monique gerði það með þriggja stiga skotí og gaf tón- inn um það sem koma skyldi. Reyndar voru fyrstu fimm körfur leiksins allar úr þriggja stíga skotum. Jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta en Monique fór gjörsamlega hamförum og sýndi hvers lags yfir- burðaleikmaður hún er. Raðaði niður stigunum, barðist í vöminni og endaði með heil 25 af 27 stígum KR sem var undir með þremur stígum eftír fyrsta leikhluta. Sigurbjörg Þorsteinsdóttír gerði hin tvö stíg KR í fyrsta leikhluta. Afram hélt sýning Monique í öðr- um leikfiluta þar sem hún hljóp um allan völl, eins og byssubrandur, reif ffáköstín niður og endaði með 34 stíg eftír fýrri hálfleikinn. Þetta eru slíkar tölur sem gætu gert hvaða NBA-leik- mann sem er stoltan. Keflavík komst í 33-27 en þá small vörnin hjá KR og það hóf mikla stórsókn. Skoraði 13 stíg í röð og komst 7 stígumyfir 40-33. Reyndar gerðu Keflvíkingar sig seka um marga byrjendafeila í sókn- inni. Fyrir utan afburðaleik Monique í fýrri hálfleik vaktí athygli að tveimur ungum drengjum var vísað út úr húsi af öðrum dómara leiksins fýrir að vera með leyser af einhverri tegund. Ekki er langt síðan stuðningsmaður West Ham komst í heimsfréttimar fýrir að beina svipuðum laser í augu Didiers Drogba í leik gegn Chelsea. Staðan þegar gengið var tíl leikhlés var 45-37 fýrir KR. Monique byrjaði síðari hálfleikinn með því að skora fýrstu 5 stíg KR. Þá fékk Jón Halldór nóg og settí Páh'nu Guðlaugsdóttur henni tíl höfúðs. Ekki minnkaði forystan við það. Monique hélt sínu striki, og var með 48 stíg eftír þriðja leikhlutann. Fékk síðan heiðursskiptingu þegar mínúta var eftír og klöppuðu bæði KR-ingar sem og Keflvíkingar þegar hún gekk af velli. Staðan þegar síðastí leikhlutinn var eftír var 20 stíga munur, 71-51. Þegar Monique skoraði fýrstu stíg- in sín í fjórða leikhluta, óð þá glæsilega í gegnum alla vöm Keflvíkinga áður en hún lagði boltann fallega í körfúna, máttí sjá bros á bekk KR. Samherj- ar hennar hljóta að hafa hugsað með sjálfum sér hvers lags leikmann þær hafi í sínum röðum. Fjórði leikhlutí byrjaði vel fyrir gestína sem náðu að minnka forskotið en hægt gekk það. Vissulega fengu þær tækifærið tíl þess en nýttu ekki sína sénsa undir körfunni. Að auki tóku KR- ingar gríðarlega mörg sóknarfráköst og fögnuðu sigri 90-81. Hef aldrei skorað svona mikið „Ég hef aldrei skorað svona mik- ið í einum leik, ekki einu sinni verið nálægt því," sagði Monique glöð eft- ir leikinn. „Mér fannst þegar leikur- inn byrjaði að við ættum alveg góða möguleika. Við æfum vel og ég fann á mér að við myndum eiga góðan leik. Það er gott að hafa tekið toppsætíð, við erum með gott lið og við sýndum það í þessum leik." Þjálfari KR, Jóhannes Arnars- son, var sáttur við að hafa slíkan leikmann í sínum röðum. „Þegar við völdum leikmann í haust sáum við að hún yrði gullmoli fyrir okkur. Það var ljóst að við þyrftum á slíkum leikmanni að halda. Hún hefur ekki valdið okkur vonbrigðum með það. Við spiluðum svæðisvörn á móti þeim og hún keyrði fram, eins og hún átti að gera, fékk mikið af auð- veldum körfum þannig. Þær voru ekki að fara út í hana í þriggja stiga skotum þannig að hún fékk mikið af auðveldum skomm þar líka. Svo er hún það snögg að hún labbaði ffamhjá þeim þegar þær nálguðust hana. Við getum sagt að í mínum villt- ustu draumum gætum við verið við toppinn og hugsanlega slysast til að vera á toppnum. Eftír fyrsta leikinn fann maður hvað bjó í liðinu og það eru bara svo miklir karakterar í liðinu og þetta hefúr gengið mun hraðar en égáttivoná." Jón Halldór tók tapið algjörlega á sig. „Ég lagði þetta þannig upp að hún mættí skjóta og hún skaut og hittí. Hún keyrði upp að körfunni og hittí þannig þetta er mér að kenna. Það er klárt að toppsætíð er far- ið. Toppsætið er þar sem við viljum vera og við erum þar ekld núna. Núna fáum við ástæðu til að bíta í skjaldar- rendur og koma sterkari tíl baka." ÚRSLITÍGÆR MEISTARADEILD EVRÓPU E-riðili Barcelona - Stuttgart 3-1 0-1 (3.) Cacau, 1-1 (36.) dos Santos, 2- -1 (57.) Eto'o, 3-1 (67.) Ronaldinho. Rangers - Lyon 0-3 0-1 (16.) Govou, 0-2 (85.) Benzema, 0- -3 (88.) Benzema. Staðan Lið L U J T M St I.Barcelonaö 4 2 0 12:3 14 2. Lyon 6 3 12 11:10 10 3. Rangers 6 2 13 7:9 7 4. Stuttgart 6 10 5 7:15 3 F-riðlll Roma - Man. United 1-1 0-1 (34.) Pique, 1—1 (71.) Mancini. Sporting - Dynamo Kyiv 3-0 1-0 (35.) Polga víti, 2-0 (67.) Moutinho, 3-0 (89.) Liedson. Staðan Lið L u J T M St I.Man. Utd 6 5 1 0 13:4 16 2. Roma 6 3 2 1 11:6 11 3. Sporting 6 2 1 3 9:8 7 4. D. Kyiv 6 0 0 6 4:19 0 G-riðill Fenerbahce - CSKA Moskva 3-1 0-1 (30.) Dracena sjálfsm, 1-1 (32.) Alex, 2-1 (45.) Boral, 3-1 (90.) Boral. PSV - Inter 0-1 0-1 (64.) Cruz. Staðan Liö L u J T M St l.lnter 6 5 0 1 12:4 15 2. Fenerbah. 6 3 2 1 8:6 11 3. PSV 6 2 1 3 3:6 7 4. CSKA Mos.6 0 1 5 7:14 1 H-riðill Arsenal - Steaua Bucuresti 2-1 1-0 (8.) Diaby, 2-0 (42.) Bendtner, 2-1 (68.) Zaharia. Slavia Prag - Sevilla 0-3 0-1 (66.) Fabiano, 0-2 (69.) Kanoute, 0-3 (87.) Alves. Staðan Lið L U J T M St 1. Sevilla 6 5 0 1 14:7 15 2. Arsenal 6 4 1 1 14:4 13 3. Sl. Prag 6 1 2 3 5:16 5 4. Steaua B. 6 0 1 5 4:10 1 ENSKI DEILDARBIKARINN West Ham - Everton 1 -2 1 -0 (12.) Cole, 1-1 (40.) Osman, 1 -2 (88.) Yakubu. ICEL.EXPRESS-D. KVENNA KR - Keflavík 90-81 Stig KR: Monique Martin 65, Hildur Sig- urðard. 6, Sigrún Ámundad. 5, Sigurbjörg Þorsteinsd. 4, Guðrún Þorsteinsd. 4, Helga Einarsd. 3, Guðrún Ámundad. 3. Stig Kef1av(kur:TaKesha Watson 27, Ingib- jörg Vilbergsd. 17, Rannveig Randversd. 14, Margrét Sturlud. 12, Pállna Gunnlaugsd. 9, Marín Karlsd. 2. Haukar - Grindavík 80-99 Hamar-Valur 63-68 Staöan Liö L U J Skor St 976:783 18 903:766 18 972:970 16 914:813 16 707:801 4 684:838 4 681:866 2 Jólin koma snemma í ár. Uertu á undan jólasveininum.... 1. Keflavík 11 9 2 2. KR 11 9 2 3. Haukar 12 8 4 4. Grindavík 11 8 3 5. Hamar 11 2 9 ó.Valur 11 2 9 7. Fjölnir 11 1 10 Manchester united Manchester Unitad æfingagalli Einnig fáanlegir fyrir Arsenal Liverpool æfineasett. 3| þetta er bvriunin á ferlinum. r KNATTSPYRNUVERSLUN • oiutherji.is Ármúla 36 - s. 588 1560 Liverpool - Chelsea - ManU - Arsenal o.fl lið Flísrúmteppi - LFC MUFC o.fl. FIV ímiraies SAMSUNg mobiie

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.