Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 13
iunnar M. Ólafsson Sjómaður ét gamlan raum ræt- Pontiac 69 DV myncl Aujeir fTr •111 n I ■ etta er draumur sem ég er búinn að ganga með í mag- anum frá því ég var ung- ur maður. Ég átti Pontiac þegar ég var um tvítugt en þá voru ekki margir svona bílar á landinu. Ég var fátækur fjöl- skyldumaður á þeim árum og varð að láta hann ífá mér. Þetta hefur blund- að sterkt í mér allar götur síðan," segir Gunnar M. Ólafsson sem íyrir rúmum tveimur árum festi kaup á Pontiac ár- gerð 1969. Löng þögn í símanum Gunnar stundaði eitt sinn skot- veiðar en segir að smám saman hafi áhuginn beinst að gömlum bílum. „Þetta er fyrir löngu orðið mitt aðalá- hugamál. Ég var búinn vita um gamla bílinn minn um nokkurt skeið en þeg- ar ég hafði bolmagn til að eignast hann tókst mér ekki að semja við eigandann. Sá benti mér hins vegar á að finna mér bíl í Bandaríkjunum. Ég kurtni ekkert í bílaviðskiptum erlendis og ákvað bara að láta á þetta reyna án þess að hafa nokkum mér innan handar. Eftir nokk- urra mánaða leit á netinu rakst ég á bíl sem mér leist vel á," segir Gunnar. Eftir nokkra umhugsun ákvað hann að slá á þráðinn út. „Ég manaði mig upp í að hringja í eigandann en þá kom bara talhólfið hans. Ég var bú- inn að hringja þrisvar í uppgefið síma- númer þegar ég ákvað að prófa að tala inn á símsvarann sem alltaf svaraði. Þar útskýrði ég nákvæmlega hvemig maðurinn ætti að hringja í þetta núm- er svo hann myndi nú örugglega hafa uppi á mér," segir Gunnar sem lét þar við sitja í bili. „Fáeinum dögum síð- ar vaknaði ég við að síminn hringdi klukkan tvö að nóttu til. í símanum var kona eigandans, en hann hefur vænt- anlega ekki treyst sér til að hringja sjálfur," segir Gunnar og hlær dátt. „Hún bauð gott kvöld og vissi auðvitað lítið hvert hún var að hringja. Það var löng þögn sem tók við þegar ég hafði útskýrt fyrir henni erindi mitt og að hún væri að hringja til íslands. Ég hélt satt best að segja að hún hefði lagt á. Sem betur fór gerði hún það ekki því í ljós kom að þetta var indælis fólk. Við spjölluðum oft saman því þeim þótti spennandi að tala við mann frá ís- landi. Það tók langan tíma að ganga frá þessu öllu en þetta gekk fyrir rest og ég sé ekki eftir tímanum sem í þetta fór," segir Gunnar. Alltaf haft áhuga á amerískum spyrnuköggum Þetta var haustið 2005 en það var ekki ódýrt að standa í þessum inn- flutningi. „Ég held að ég hafi alls greitt um tvær og hálfa milljón fyrir bílinn hingað kominn. Síðan þá er ég búinn að eyða töluverðu í viðbót og er hvergi nærri hættur. Þessu verkefni lýkur aldrei. Frítíminn minn fer nánast all- ur í þennan bíl enda þykir mér ákaf- lega vænt um hann. Eg hef lengi haft áhuga á gömlum amerískum bílum, eða spymuköggum eins og við kölluð- um þá þegar ég var ungur. Þegar þessi della gaus upp að fullu áttaði ég mig á því að hún er ólæknandi," segir Gunn- ar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi lengi haft áhuga á gömlum bílum hafi áherslumar breyst. „Auðvitað kitl- ar mann ennþá aðeins í bensínfótinn en aldurinn hefur kennt mér að ráða betur við hann," segir Gunnar sem er 49 ára. „Nú nýt ég þess að rúnta á bíln- um og dunda mér í honum. Þetta snýst ekki um að spóla, spæna og spyma heldur spila útlitið og sýningin stærra hlutverk." Langar íannan Pontiac Gunnar er meðlimur í bílaklúbbi sem heitir Cmiser. „f þeim klúbbi eiga flestir ameríska bíla frá 55 til 75 en auðvitað eru allir velkomnir. Mikið af bílum hefur verið flutt inn á síðustu árum og það eru margir flottir kaggar á landinu. Við í Cruiser hittumst á fimmtudagskvöldum allt árið um kring en við keyrum h'tíð á vetuma," segir Gunnar sem er líka meðlimur í Fombílaklúbbnum. Þótt hann sé ánægður með bílinn sinn er annar bíll sem hann langar mildð að eignast. „Mig langar að eignast einn í viðbót en það er Pontiac GTO 67-árgerð. Það er ffamtíðarverkefriið. Maður verður að uppfylla drauma sína endrum og eins," segir Gunnar í léttum dúr að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.