Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 Fókus DV HVERT ER LAGIÐ? ogblessað glingrið sem bætir mitt geð“ fflKflWfdiR-ILVAfJiHníIHBnfTTl Hugsað, skrifað, elskað, ort 9. apríl síðastliðinn voru lið- in 150 ár frá fæðingu skáldkon- unnar Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933). í tilefni af því flytur Helga Kress, prófess- or í bókmenntafræði, fyrirlestur um ævi og verk Ólafar á vegum Hugvísindastofnunar og Rann- sóknastofu í kvennafræðum í Hátíðarsal Háskóla íslands í dag. Fyrirlesturinn nefnist „Hugsað, skrifað, elskað, ort": Um ævi og verk Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum. Eftir Ólöfu liggur mikið safri verka, jafiit birtra sem óbirtra, og í undirbúningi er nýtt ritsafii með verkum hennar í umsjón Helgu og kemur það út hjá Bók- menntafr æðistofriun Hl á vor- mánuðum. Fyrirlesturinn hefst Jólatónleikar KKogEllenar Systkinin KK og Ellen Kristj ánsdótt- ir eru á ferð og flugi á aðventunni og halda jólatónleika víða. í kvöld gefst fólki tældfæri á að sjá þau og heyra í Hafnarborg í Hafnarfirði en á tónieikunum spila þau meðal annars lög af jóladisld sínum, Jólin eru að koma, þar sem þau syngja og spila mörg okkar ástsælustu jólalög, íslensk og erlend. Auk þess seilast þau í lögúrlagasjóði sínum, bæði ný og gömul. Tónieikamir hefjast kl. 20 en miðasala er á midi.is. Reykurinn afréttunum Sjöunda og næstsíðasta Súfista- kvöld vetrarins, þar sem höfund- ar Forlagsins lesa úr nýjum verk- um sínum verður haldið í kvöld klukkan 20. Þeir sem lesa upp að þessu sinni eru Einar Kárason úr bók sinni Endurfúndir, Hrund Þórsdóttir les úr Loforðinu sem fékk Islensku bamabókaverðlaunin á dögunum, Pétur Gunnarsson les úr ÞÞ -1 fátæktarlandi og loks fá gestir smjörþefinn af bók Þórunnar Erlu-Valdimarsdóttur, Kalt er annars blóð. Bækur höfundanna verða á sérstökum afslætti í tilefni kvöldsins. SKATA OKKAR RÓMAÐA SKÖTUHLAÐBORÐ Laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. desember frá kl. 12. Pantið tímanlega í síma 552 3030 Kaffi Reykjavík heitir nú Restaurant Reykjavík. ®RESTAURANT REYKJAVÍK Vesturgata 2, www.restaurantreykjavik.is, restaurantflrestaurantreykjavik.is Á dögunum kom út ljóðabókin Fimmta árs- tíðin eftir Toshiki Toma sem starfar sem prestur innflytjenda. Flest bendir til þess að þetta sé fyrstafrumorta, íslenska skáldverkið eftir innflytjanda sem gefið hefur verið út. TOSHIKI TOMA, PRESTUR OG SKÁLD I þó nokkurár hefurToshiki notað Ijóðagerð markvisst til að auka eigin skilning og færni í íslensku. UPPHAFISLENSKRA INNFLYTJENDA BÓKMENNTA? „Ég orti þessi ljóð á íslensku en ekki japönsku, sem er svolítið sér- stakt. Þetta er því ekki þýðing," segir Toshiki Toma, prestur og skáld, sem á dögunum sendi frá sér sína fyrstu bók. Það er ljóðabókin Fimmta árs- tíðin sem gefin er út undir merkjum bókaforlagsins Nykurs. Toshiki kveðst ekki vita til þess að innflytjandi hér á landi hafi áður sent frá sér frumort, íslenskt skáld- verk. „Það hafa komið hér út nokkr- ar ljóðabækur eftir útlendinga sem skrifaðar hafa verið á móðurmáli þeirra og svo þýddar á íslensku. En ég held að þetta sé sú fyrsta sem er skrifuð á íslensku. Ég hlustaði líka á fýrirlestur hjá Sjón í sumar og þar sagði hann þetta líka." ÍMMTA ÁRSTÍÐIN Lengi draumur að gefa út bók Toshiki er þjóðkunnur fyrir starf sitt sem prestur innflytjenda en því starfi hefur hann sinnt í fjórtán ár. Hann er fæddur í Japan en fluttist til íslands árið 1992. 1 þó nokkur ár heíur Toshiki notaö ljóöagerð markvisst til að auka eigin skiln- ing og færni í íslensku, og um ieið hvatt skjólstæðinga sína og aðra innflytjendur til að gera slíkt hið sama. „Ég hef fengið mörg tæki- færi til að tjá skoðun mína um sam- félagsmál, en ekki um mín pers- ónulegu mál. Mér finnst því ekki gaman að fólk sjái mig bara sem mann sem tali alltaf um fordóma og óréttlæti." Fjörutíu og fjögur ljóð eru í bók- inni, það elsta var ort árið 2001 en þau nýjustu síðasta sumar. Toshiki segir að það hafi lengi verið draumur hjá sér að gefa út ljóðabók. „Svo fyrir tveimur árum tók ég þá ákvörðun að gera þettasegir hann og draumurinn er því loksins að verða að veruleika. Fimmta árstiðin Þetta er fyrsta bók Toshiki en elstu Ijóðin í bókinni eru sex ára gömul. Ekki pólitík Þrátt fyrir að lifa og hrærast í trúnni, verandi prestur, segir Toshiki að þess sjáist ekki endilega merki í ljóðun- um hans. „Og það er heldur ekki pól- itík eða flókin hugmyndafræði í þeim heldur er ég að benda á fegurð nátt- úru íslands í tengslum við tilfinningu mína." En hver er þessi fimmta árstíð sem títillinn vísar til? „Af því að ljóðin mín eru mjög tengd náttúrunni er auð- velt að flokka þau í árstíðamar fjórar, vor, sumar, haust og vetur. En svo eru nokkur ijóð sem ekld passa nákvæm- lega undir einhverja árstíð, Ijóð sem fjalla almennt um lífið og tilveruna. Ég settí þau því í fimmta hlutann sem hef- ur yfirskriftina „Líf". Svo má líka segja að fimmta árstíðin sé á milli daga, ein- hver tími þar sem maðurinn fær inn- blástur til að semja ljóð. kristjanh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.