Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 21
DV Umræöa FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 21 Karl Sigurbjörnsson biskup S islands fær plúsinn i dag fyrir hugmyndir sinar um friðarsetur á Miðnesheiði þar sem áður stóð herstöð. SPURNINGIIV NOTAST ÞÚ VIÐ VISA-KORT? „Þaö hefur svo sem komiö fyrir, en ég versla þó ekki við hvern sem er," segir SóleyTómasdóttir. Öryggisráð Feministafélags (slands hefur kaert forstjóra og stjómarmenn Valitors, áöur VISA (sland, fyrir að stunda klámviðskipti. Það geri fyrirtækiö með þvl að þjónusta netfyrirtæki sem bjóða upp á klám og hagnast töluvert á umsýslunni. MYNDIN Rennibraut Sundlaugin á fyrrverandi varnarsvæðinu á Miðnesheiði er með öðru móti en þekkist annars staðar á Islandi. Laugin er innanhúss, en angi af rennibrautinni nær út fyrir húsið og svo aftur inn fyrir. DVmyndStefdn Bréf til ríkisendurskoðanda Kæri ríkisendurskoðandi. Áður en þú einhendir þér í það verkefni að skoða ofan í kjölinn hvort ekki hafi allt verið með felldu þegar eignir almennings á Keflavíkurflugvelli voru seldar langar mig til þess að benda þér í fullri vinsemd á fáein atriði sem kunna að skipta máli. í fyrsta lagi er verðugt að skoða ábendingar nefndar á vegum Evrópuráðsins (GRECO) sem fjallar um spillingu. Sérffæðingar á vegum hennar rannsökuðu spillingarástand hér á landi fyrir fáeinum árum og skrifuðu skýrslu árið 2003 sem þú væntanlega þekkir. Þar stendur orðrétt: „Andvaralausir íslenskir embættismenn, sem trúa því sjálfir að þeir og þjóðin séu óspillt, eru ekki líklegir til að grípa til aðgerða til þess að uppræta spillingu, hvað þá að grípa tU fyrirbyggjandi úrræða. Það væri því sæmandi að takast á við fyrirsjáanlegan spillingarvanda, sem þegar hefur komið upp í öðrum löndum. Með frumkvæði væri auðveldara að takast á við vanda sem kann nú að vera mönnum hulinn." Þama tala menn af reynslu, enda gáfu þeir gaum að því að einkavæðing hér á Iandi væri afar viðkvæm sökum smæðar þjóðarinnar og hættu á einkavinavæðingu eða frændhygli. Já, þetta eru þeirra eigin orð. Baráttumaður gegn spillingu Stefán Þórarinsson, einn þriggja stjómarmanna í Þróunarfélaginu, sak- aði Áma Sigfússon, samverkamann sinn í stjóm félagsins, um spillingu síðastiiðiðvorþegarHáskólinníReykja- vík samdi við Fasteign hf. um hönnun og byggingu nýrrar háskólabyggingar „Stefán Þórarinsson, einnþriggja stjórnarmanna I Þróunarfélaginu, sakaöi Árna Sigfússon, samverka- mann sinn i stjórn félagsins, um spill- ^ ingu sfðastliðið vorþegar Háskólinn iReykjavik samdi viö Fasteign hf. um hönnun og bygglngu nýrrar háskóla- byggingar viÖ öskjuhliðina." við Öskjuhlíðina. Þama vísaði Þórarinn meðal annars til þess að Ámi er varaformaður stjómar Fasteignar hf. sem samdi við háskólaráð HR. Þar á sæti Þór Sigfússon, bróðir hans, ásamt BjamaÁrmannssyni, þáverandi forstjóra Glitnis, en lengi átti bankinn um 70 prósenta hlut í Fasteign hf. ásamt Reykjanesbæ þar sem Ámi er bæjarstjóri. f öðm lagi er því vert fyrir þig að spyrja Stefán hvort hann hafi viðhaft forval við sölu á almenningseigum á Keflavíkurflugvelli til þess að finna hæfa aðila til þess að bjóða í eignimar í samræmi við markmið stjómvalda. Þetta vildi Stefán endilega gera varðandi háskólabygginguna um- ræddu.StefánerstjómarformaðurNýs- is sem þróar, byggir og rekur fasteignir líkt og Fasteign hf og hefur opinberlega lýst yfir baráttu sinni gegn spillingu, meðal annars í útvarpsþætti 3. apríl síðastliðinn hjá Morgunhananum (morgunhaninn.is). Hvaða afrek? f þriðja lagi er vert að spyrja íjár- málaráðherra hvort eðlilegt hafi verið að undirrita þjónustusamning við Þróunarfélagið 8. desember í fýrra áður en lög um ráðstöfun eignanna vom tilbúin og samþykkt af Alþingi. Lögin vom samþykkt skömmu fyrir jól og tóku gildi 30. desember í fyrra. Var samningurinn því ekki gerður án stoðar í lögum? Var hann ekki heimildarlaus? í fjórða lagi: Af hverju gaf fjármála- ráðherra Þróunarfélaginu 8. maí síðastíiðinn almennt umboð til sölu fasteigna þannig að hverja einstaka sölu þyrfti ekki að bera undir hann? Siakaði fjármálaráðherrann á opin- bem eftirliti til að forðast aðstæður þar sem hæfi hans til að samþykkja sölu yrði dregið í efa? Eftirfarandi setningu er að finna í yfirlýsingu frá forsætisráðherra vegna málefna Þróunarfélagsins 22. nóvem- ber: „Einnig er mikilsvert að fá inn öfluga aðila sem em líklegir til að hleypa lífi í atvinnuuppbyggingu á svæðinu og taka þátt í frekari þróun þess." - í ljósi þessara orða er í fimmta og síðasta lagi vert að spyrja hvort til sé sérstakur Iisti yfir „öfluga" aðila og aðra sem ekki teljast öflugir. Hverjir meta hvaða aðilar em öflugir? Hvernig er það gert? Gildir ekki reglan um að selja skuli hæstbjóðanda? Kæri rfldsendurskoðandi. Kann- ski last þú leiðara Þorsteins Páls- sonar í Fréttablaðinu í gær þar sem hann kemst nánast að því að stjóm Þróunarfélagsins hafi unnið afrek í þágu landsmanna. Skyldi það vera svipað afrek og þegar Þorseinn, þá sjávarútvegsráðherra, seldi Sjóvá og fleiri „öflugum" aðilum almennings- eignina SR-mjöl árið 1993? Kannski var Þorsteinn þá með leynilista ofan í skúffu um „öfluga aðila" því sannarlega vom kaupendumir ekki með hæsta tilboðið. Kristján Hrafn Guðmundsson lætur hugann reika Sandkassi gærdagsins er hér birt- ur aftur þar sem síðasta efiiis- greinin birtíst ekki í blaðinu í gær. SK0NDIÐ ATVIK þegar ung- ur hrekkjalómur á Skaganum fékkpantaðan símafund við Bandaríkjafor- seta á dög- unum. Til að bæta gráu ofan á svart plataði hann líka frétta- mann Stöðvar 2 með því að senda vin sinn í viðtal við hann í sinn stað eftir að fféttamaðurinn hafði brennt upp á Skaga. Vil ekki kalla það skondið eða sniðugt þar sem fréttamaðurinn, Guðjón Helgason, er fyrrverandi vinnu- félagi minn og var augljóslega ekki skemmt. Það sést auðvitað skýrast í því að hann skilaöi inn uppsagnarbréfi í kjölfar atviksins. Fréttastjóri Stöðvar 2, Steingrím- ur Ólafsson, vildi hins vegar ekki taka uppsögnina gilda. ÞEGAR ÉG fréttí þetta kom í huga mér atburðarás fyrir bráðum þremur ámm sem á ýmislegt sameiginlegt með þessu. Það er þegar Róbert Marshall, þáverandi fféttamaður Stöðvar 2, sagði upp eftir að hafa - í nokkuð einföld- uðu máli - vænt Davíð Oddsson og HalldórÁsgrímsson um óhei- lindi í tengslum ákvarðanatöku um stuðning (slands við innrásina í írak. Byggði hann það aðallega á tímasemingum á fréttum á vef CNN en reiknaði tímamismun ranglega. Ef ég man rétt vildi þá- verandi fféttastjóri Stöðvar 2, Páll Magnússon, eldd taka uppsögn- ina til greina til að byrja með. FYRIR UTAN sjónvarpsstöðina, uppsagnirnar og að fréttstjórinn vúji láta hana sem vind um eyru þjóta, er fleira þarna sameiginlegt. Hvíta húsið og George W. Bush eiga hlut að máli í báð- um tilvikum. Ogeflangter seilst má finna báða ffétta- stjóranaíbáð- um málum; Steingrímur var upplýsingafull- trúi Halldórs þegar Róbertsmálið átti sér stað og Páll er núverandi hæstráðandi hjá RÚV sem sakað hefur verið um að hafa átt ein- hverja sök í því að vinur húmor- istans af Skaganum fór í viðtalið á Stöð 2. 0G HVAÐ með það þó þessi mál eigi ýmislegt sameiginlegt er eðlilegt að einhver spyrji. Það slaptir nefiii- lega engu máli. En getur ekki verið að Steingrím- ur hafi stork- að örlögunum með því að leyfa Guðjóni ekki að hætta. Hafi þannig hugsan- lega svipt hann möguleikanum á að verða að- stoðarmaður samgönguráðherra þegar ffam líða stundir, og þar ' með að aðstoða hann í hugsan- legri ákvarðanatöku um tvöföldun Hvalfjarðarganga? By the way, ef af því yrði verður enn hægara um vik fyrir fjölmiðlamenn að bruna upp á Skaga og taka viðtal við hrekkja- lóma. Eða vini þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.