Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 Slðast en ekkl slst DV 4ástæður fyrirjóla- bakstii GLEÐIN Það gleður svo mikið alla á heim- ilinu að íinna ilminn af nýbökuð- umsmákökum læðastumhúsið. Þaðeralvegbók- að mál að sá sem sérumaðbaka jólasmákökumar fær alveg extra mikið af faðm- lögumogvænt- umþykjufrárest- inni af íjölskyldunni. Svo gleður það mann líka sjálfan að sjá afraksturinn þegar kökumar koma sjóðheitar út úr ofninum í hundmða tali. 2SYKURSJ0KKIÐ Það er alveg á hreinu að sama hvað allir segjast ekki æda að stressa sig fyrir jólin enda flestir í jólastressi á Þorláksmessu æðandium Kringluna. Efvið hinsvegarborð- um nógu mik- ið af dísætum smákökumtilað spíttaokkurupp ættumviðað veranóguæstog ofvirk til að klára öll jólainnkaup og jólahreingemingar á helmingi styttri tfrna en elia. 3SKREYTINGAR Á flestum heimilum er hefð fyrir því að baka piparkökur sem fjöl- skyldan sameinast svo um að skreyta skemmtilega, hver eftir eigin höfði. Svo em enn aðrirsemvanda sig svo mikið við skreytingar að þeir nota pipar- kökumarsem jólaskraut Þeir allra duglegustu byggja heil piparkökuhús og skreyta fagurlega. Piparkökuhúsin geta verið allt frá litlum piparkökukofum yfir í risastórar piparkökuhallir. 4G0TT MEÐ KAFFINU Einstaklega hentugt er að geta gripið til smákaka eða jólakaka þegar gesti ber í garð. Það er sjald- an jafnskemmtilegt að kíkja í kaffl til fjölskyldu og vinaeinsogí kringumjólin þvíþaðeralvegá hreinu að flestir luma á einhveiju jólagóðgæti og ekkiskemmir fyrirþegarþaðer svonaheimatil- búið oghuggulegt Það erlíka mjög svo hentugt að búa til konfekt því það getur maður geymt í frystinum og átt jafnvel í dágóðan tfrna eftir jólin. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengiiegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði SV\I)KOK\ ■ Brellur Skagapiltsins Vífils Atlasonar, sem skipti á sjálfum sér og félaga sínum í viðtali við Stöð 2, em orðnar landsþekktar. Enn fleiri grallarar finnast, því höfundur- inn Gils N Eggerz, sem skrifar bók- ina Biblía gáfaða fólks- ins, neitaði að koma í ljósmynda- töku hjá DV á dögunum er sá allra nýjasti, en sögur herma að Gils hafi sent staðgengil í ljósmyndatöku hjá Séð og heyrt. Gils heitir víst réttu nafni Gísli Hvanndal, þó ekki sá úr Idolinu, heldur starf- ar þessi hjá hinu framsækna útgáfufélagi Nyhil. Útgáfuteiti bókarinnar Biblfa gáfaða fólks- ins verður haldið klukkan átta í Máli og menningu næsta föstu- dag og em víst allir landsmenn velkomnir, fyrir utan Gillzen- egger. ■ Ónefndur geðhjúkmnarfræð- ingur á Landspítalanum fékk kaldar kveðjur í beinni útsend- ingu í þættinum Reykjavík síð- degis á Bylgjunni í gær. Þorgeir Ástvaldsson og félagar höfðu einu sinni sem oftar opnað fyrir símann og á meðal þeirra sem nýttu tæki- færið til að tjá sig var kona nokkur sem lá töluvert á hjarta. Hún lýsti furðu sinni á því að á meðan allt flæddi í peningum í íslenska þjóðfélaginu væri fjöldinn allur af fólki sem ætti hvorki í sig né á og þyrfti því að þiggja aðstoð í líkingu við þá sem Fjölskyldu- hjálp og fleiri veita nú fyrir jóla- hátíðina. ■ Þegar stjórnendur þáttarins þökkuðu henni svo fyrir innlegg hennar vildi hún hins veg- ar koma með innlegg í annað og nokkuð óskylt mál. Konan kvaðst nefnilega vilja þakka einum geðhjúkrunarfræðingi á Landspítalanum fyrir að hafa mök við eiginmann hennar og eyðileggja þannig líf hennar. Það kemur lík- lega fáum á óvart að Þorgeir Ást- valdsson og félagar vom ekld áfjáðir í að fá nánari innlegg ffá konunni um það mál. Berglind Hasler Eftiminnilegasta bók? „Já, ég á nokkrar uppáhaldsbækur eins og Glæpur og refsing og Salka Valka." Vaskar þú upp á þínu heimili? „Já, en ég hugsa að hún Vilborg mín sjái nú um það oftar." Hvernig var upplifunin að syngja með Bó á jólatónleikunum fyrir fullri Laugardagshöll? „Þaðvarbaraákaflegaskemmtilegt. Það var mikið í þetta lagt og allt mjög fagmannlega unnið. Það var æðislegt band undir, frábært „sound" góður félagsskapur, þetta var bara frábært í alla staði." Hlustar þú mikið á rapp? „Nei, kannski ekki beint, hins vegar á ég það til þegar ég er í góðu stuði að spinna einhverja skemmilega texta." Ætlar þú að leggja rappið fyrir þig? „Nei, ég held ekki en hins vegar verður nú kannski að geta þess að í rappinu er eitthvað sem gjaman má finnaíkántrý-tónlistinni. Þarsemsöng- urinn er hálftalaður og segir sögur og ég hef gaman af því þó ég sé ekki mjög hrifinn af nýstárlegu rappi." Var mikið umstang í kringum komu Parisar Hilton? „Hún er búin að vera á öllum sjónvarpsstöðvum landsins en hún kom hingað í þeim tflgangi að kynna drykk. Það er bara ótrúlegt hvað svona h'tfl stelpa gemr látið hafa mildð fyrir sér, mörgum finnst þetta ákaflega spennandi. Ég var Iiins vegar alveg rólegur." MAÐUR DAGSINS Hver er þín fyrirmynd? „Ég hugsa að það sé konan mín." Hver er draumurinn? „Maður á svo marga drauma, mig dreymir um að þau verkefni sem ég er að vinna að gangi upp. Núna er ég að rembast við að opna klúbb hér úti í febrúar, mig dreymir um að það verði að veruleika. Annars er draumastaðan eflaust sú að vera einhverstaða í Miðjarðarhafinu á skútu, svamlandi með fætumar í frísku bláu Miðjarðarhafinu." Helgi Björnsson hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann kom fram á jólatónleikum Björgvins Hall- dórssonar um síðustu helgi og rappaði óvænt með rokkhljóm- sveitinni Leningrad Cowboys. Hver er maðurinn? „Hann heitir Helgi Björnsson." Hvað drífur þig áfram? „Ætli það sé ekki orkan úr vest- firsku fjöllunum." Hvað gerir þú? „Ég á alltaf erfiðara með að svara þessari spurningu eftir því sem ég eldist. Það kemur alltaf meira upp á borðið. En ég er vissulega leikari og tónlistamaður en fyrst og fremst framkvæmdamaður." Hver eru þín áhugamál? „Þau eru tónlist, ferðalög og hest- ar, svo ég svari nú eins og í góðri feg- urðarsamkeppni, hahaha..." Hefur þú búið erlendis? „Ég bý um þessar mundir í Berlín og svo hef ég einnig búið á ítalíu." Uppáhaldsstaður? „Ætli það sé ekki þegar ég fer ríðandi með fjölskyldunni um Hoff- mannaflatir." Besti matur? „Spriklandi fersk Þingvalla- bleikjan, beint upp úr vatninu og beint á grillið." FYRST 0G FREMST FRAMKVÆMDAMAÐUR HINN DAGINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.