Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Page 7
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 7 FÓLKÁRSINS Fjölmiölar voru margir hverjir duglegir að útnefna fólk ársins um áramótin. Nokkuðfleiri karlmenn en konur urðu fyrir valinu hjá hinum ýmsu miðlum sem völdu mann ársins. SVANDfS A RÁS 2 Svandís Svavarsdóttir var valin maður ársins á Rás 2. Hún var áhrifamikil IREI- málinu sem og atburðarásinni sem leiddi til falls meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í Reykjavík á síðasta ári. Svandís varð I huga fólks leiðtoginn sem vann gegn hinu óheiðarlega sem fylgdi þvi máli. BJÖRGÓLFUR Á VIÐSKIPTABLAÐINU BjörgólfurThor Björgólfsson er einn helsti kaupsýslumaður landsins. Að mati blaðsins á hann einnig ein bestu viðskipti ársins. Það ersala fjárfestingafélags hans á búlgarska símanum BTC, velgengni lcesave, innlánsreiknings Landsbankans í Bretlandi og hlutafjáraukning Baugs í FL Group. JÓN ÁSGEIR A MARKAÐNUM Markaðurinn valdi Jón Ásgeir Jóhannessonmann ársins. Honum var talið til tekna að hafa á síðasta ári tekið frumkvæði að því að stýra fyrirtækjum á góðan hátt í ölduróti viðskiptalffsins. Hann segir sjálfur að ágætt jafnvægi hafi verið í rekstri Baugs á árinu. JÓHANNES A ÚTVARPI SÖGU Útvarp Saga segir Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, eiga þennan titil skilið vegna þess hve góðum árangri hann hefur náð á sviði viðskipta án þess að þurfa njóta aðstoðar opinbera kerfisins. Hann hefur f gegnum tíðina lagt frekar áherslu á samskipti sín við viðskiptamenn en að treysta á ríkisvaldið. Að þeirra mati mikill frumkvöðull. FfKNIEFNAGÆSLA VERÐLAUNUÐ Fikniefnagæsla landsins þótti bera af á síðasta ári að mati fréttastofu Stöðvar 2 og var valin maður ársins. Hún hefur sýnt framúrskar- andi vinnubrögð i að uppljóstra um hinýmsu mál. Má þar á meðal nefna smyglmáliö á Fáskrúðsfirðl og öflugar varnir í Leifsstöð. Fyrir jólin náði hún einu mesta magni E-taflna sem fundist hefur á fslandi eða 23 þúsund töflum. NÝTT LÍF FREYJU Freyja Haraldsdóttir var kona ársins að mati Nýs Lifs. Hún sendi frá sér bókina Postulín ásamt Ölmu Guð- mundsdóttur. I henni lýsir hún lífi sínu og hvernig það er að lifa með fötlun. Árið 2007 fór hún á milli skóla og flutti fyrirlesturinn „Það eru forréttindi að lifa með fötlun". Með honum reynir hún að opna augu fólks fyrir því að hægt sé að lifa góðu lifi þrátt fyrir fötlun. vn tM Brotamönnum yngri en 15 ára hefur fjölgað um 670 prósent síðustu 4 ár. Af kærum til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu má sjá að ungum brota- mönnum fjölgar hratt á meðan eldri brotamönnum fækkar. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn höfuðborgarlögreglunnar, vonar að ungum brotamönnum haldi ekki áfram að fjölga. Sífellt yngri Kærurtil lögreglunn- ar a höfuðborgarsvæðinu hafa síðustu ar beinst í auknum mæli að ungum brotamönnum. wv TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Nærri 500 ungir afbrotamenn voru kærðir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Af þessum íjölda var fimmtungur brotamannanna undir 15 ára aldri og teljast því ósakhæfir samkvæmt hegningarlögum. 92 ungmenni undir 15 ára aldri voru kærð til lögreglunnar á ár- inu 2007 vegna hegningarlagabrota og eru það færri tilvik en árið 2006 þegar 106 ungir afbrotamenn voru kærðir. Engu að síður hefur brotum ungmenna fjölgað gífurlega á síð- ustu árum og gera má ráð fyrir því að brotamenn úr yngsta aldurshópnum séu jafnvel enn fleiri því að ósakhæf börn sem brjóta af sér eru ekki alltaf kærð fyrir brot sín. Yfir jólahátíðina sat einn ungur afbrotamaður í fangelsi og annar var vistaður á stofnun bamaverndaryfir- valda án þess að fá tækifæri til þess að eyða jólunum í faðmi fjölskyldu sinnar. Ungum fjölgar og eldri fækkar Ef horft er til síðustu ára kemur í ljós gríðarleg aukning afbrota ósak- hæfra ungmenna. Börn yngri en 15 ára frömdu 670 prósentum fleiri brot í fyrra í samanburði við árið 2003. Á síðasta ári vom 92 ósakhæf ungmenni kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan að- eins 12 ósakhæfir einstaklingar voru kærðir fyrir fimm árum. Þá hefur einnig fjölgað í aldurs- hópi 15 til 24 ára brotamanna því þeim hefur fjölgað um 25 prósent frá árinu 2003. Þá voru ríflega 1.300 eintaklingar kærðir á meðan ríflega 1.700 vom kærðir í fyrra. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, hefur óneitanlega áhyggj- ur af tölfræði síðustu ára sem sýni töluverða fjölgun yngstu afbrota- mannanna. Sjálfur segist hann eng- ar skýringar hafa á þeirri þróun. „Við sjáum alltaf yngra og yngra fólk í flestum brotaflokkum. Það er engin einföld skýring á þessu en það hef- ur verið ákveðinn faraldur í brotum ungra krakka. Það er spurning hvort þetta sé tengt árgöngum, við höfum Geir Jón Þórisson Yfirlögregluþjónn- inn hefuráhyggjuraffjölgun ungra brotamanna og vonar að þetta sé bundið við árganga. áður séð þannig mynstur," segir Geir Jón. Árásir og innbrot Ungir afbrotamenn em langsam- lega-oftast kærðir fyrir ýmist líkams- árásir, innbrot eða eignaspjöll. Ef „Við sjáum alltafyngra og yngra fólk í flestum brotaflokkum." horft er til heildarfjölda siíkra brota á árinu kemur í ljós að ungmenni und- ir 18 ára aldri frömdu að meðaltali ríflega fjórðung brotanna, eða tæp 27 prósent. Athygli vekur að yngstu aldurs- hópar brotamanna em þeir einu sem fjölgar hlutfallslega því ef horft er til kærufjölda eldri aldurshópa má sjá fækkun í þeim öllum. Á meðan 15 til 24 ára brotamönnum hefur fjölgað um 25 prósent milli ára hefur fækkað um 15 prósent í næsta aldursflokki þar fýrir ofan, 25 til 34 ára. Aðspurður hefur Geir Jón veruleg- ar áhyggjur af þróuninni. „Við höfum mjög svo miklar áhyggjur af þessu. Ég heyri það á mínu fólki og verkefni hverfislögreglumanna eru sífellt að aukast þegar kemur að brotamönn- um undir sakhæfisaldri. Þetta hefur töluvert aukist hjá okkur og vonandi megum við ekki búast við þessari þróun áfram," segir Geir Jón. Brynjólfi Árnasyni sagt upp störfum sem sveitarstjóra: Mætti ekki á fundinn Brynjólfi Árnasyni, sveitar- stjóra Grímseyjarhrepps, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögn- in kemur í kjölfar rannsóknar annarra sveitarstjómarmanna og sérfræðinga á meintum bókhalds- svikum og skjalafalsi Brynjólfs. Sveitarstjórnarmenn í Grímsey höfðu reynt að boða hann á fund milli jóla og nýárs til að ræða þá stöðu sem upp var komin. Brynj- ólfur sá sér hins vegar ekki fært að mæta og boðaði forföll í tvígang. Því fór lögmaður sveitarstjóm- armannanna með bréf til Brynj- ólfs en í því stóð meðal annars að búið væri að vísa honum frá. Upp komst um mál Brynj- ólfs þegar DV fjallaði um þjófn- að hans á 12.900 lítrum af olíu. Olíuna notaði hann meðal ann- ars til að hita upp heimili sitt og verslunina Grímskjör sem hann rak áður. Brynjólfur var dæmd- ur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir ijárdráttinn. Aðrir sveitarstjórnarmenn vissu ekki af þjófnaðinum en í kjölfar- ið vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í fjármál- um hreppsins. Þær grunsemd- ir reyndust á rökum reistar en Brynjólfur er gmnaður um bók- haldssvik og fjárdrátt. Hann er meðal annars sagður hafa keypt hæðarmæli sem kostaði 290 þús- und krónur og skrifað á nótuna að hreppstjórinn ætti að njóta góðs af honum. Grunur leikur á að kunningjar Brynjólfs í Reykjavík hafi notið góðs af mælinum. Ingvar Þóroddsson, lögmað- ur sveitarstjómarmannanna, fer á næstunni með öll gögn málsins til lögreglu og leggur fram kæru á hendur Brynjólfi. Málið er mjög umfangsmikið og kæmrnar í nokkrum liðum. Gunnar Hannes Hannesson hefur tekið við starfi Brynjólfs og hefur Garðar Ólason, einn sveitarstjórnarmanna, tekið við sem varaoddviti. einar@dv.is Sagt upp Brynjólfi Árnasyni, sveitarstjóra Grímseyjarhrepps, hefur verið sagt upp störfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.