Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008
Fréttir DV
f A
HART SLEGIST
Forval vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum hefst í
dag í Iowa og óhætt að segja að nú tíðkist hin breiðu spjót.
Loforð sem gefin voru í upphafi kosningabaráttu um drengi
legan og ærlegan slag eru fyrir löngu fokin út í veður og
vind og svífast stuðningsmenn einskis i aðgerðum sínum.
Mitt Romney Hefur varið
fleiri tuguin milljóna i
ófrægingarherferð gegn
andstæðingum sínum.
John Edwards Kemur fast á
hæla Hillary og Baracks.
Barack Obama Varð
skotspónn stuðningsmanna
Hillary Clinton.
Forval í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum hefst í dag í Iowa.
Valið stendur á milli átta frambjóð-
enda hjá demókrötum og sjö ffam-
bjóðenda hjá repúblikönum, en
það er nokkuð ljóst að sumir ífam-
bjóðenda áttu strangt til tekið aldrei
nokkra möguleika.
Mest hefur borið á brölti Baracks
Obama og Hillary Clinton í kosn-
ingabaráttunni en þau berjast um
tilnefningu demókrataflokksins og
fast á hæla þeim kemur John Ed-
wards, en síðustu könnunum ber
ekki saman um fylgi þeirra og skeik-
ar þó nokkru. Samkvæmt könnun
Des Moines Register, sem hefur orð á
sér fyrir nákvæmni, var fylgi Obama í
fyrradag þrjátíu og tvö prósent, fylgi
Hillary mttugu og fimm og fylgi Ed-
wards tuttugu ogfjögur prósenL Nið-
urstöður könnunar CNN eru með
allt öðrum hætti, þar er fylgi Hillary
þrjátíu og þrjú prósent, fylgi Obama
þrjátíu og eitt og fylgi Edwards tut-
tugu og tvö prósent. Skekkjumörk
þeirrar könnunar eru fjögur og hálft
prósent og forskot Hillary þar af leið-
andi ekki marktækt.
Slagur ffambjóðenda snýst nú að
miklu leytí um atkvæði þeirra sem
enn eru óráðnir og að verða annar
valkostur þegar útséð er um að fyrsti
kosturinn eigi möguleika á sigri.
Slagur repúblikana
Þeir sem slást um hituna á
vegum rebúblikana í forvalinu í
Iowa eru Mike Huckabee og Mitt
Romney. Samkvæmt könnun Des
Moines Register hefur Huckabee
sex prósenta forskot á Romney,
með þrjátíu og tvö prósent gegn
tuttugu og sex prósentum.
Huckabee kom blaðamönnum
í opna skjöldu þegar hann á gaml-
árskvöld boðaði til blaðamanna-
fundar þar sem hann hugðist
frumsýna neikvæða auglýsingu til
höfuðs andstæðingi sínum. Hann
tilkynnti síðan að hann hefði skipt
um skoðun og myndi ekki birta
auglýsinguna, en blaðamönnum
til mikillar furðu sýndi hann aug-
lýsinguna.
öldungadeildarþingmaðurinn
John McCain nýtur þrettán pró-
senta fylgis í Iowa, en hann hefur
ekki haft sig mikið í frammi vegna
forvalsins þar. Hann nýtur ekki
mikilla vinsælda þar eftir að hann
lagðist gegn opinberum styrkjum
til etanólframleiðslu fylkisins. Þess
í stað hefur McCain lagt áherslu á
baráttu sína í New Hampshire, en
forkosningar fara fram þar þann 8.
janúar.
Harkan eykst
Öllum meðölum er beitt í kosn-
ingabaráttunni og stuðningsmenn
Obama gengu hús úr húsi í gær þar
sem grunur lék á að byggi fólk sem
væri hlutlaust eða hallaðist frekar
til Obama og hamrað á stuðningi
við hann. Ófrægingarherferðir, sem
einkennt hafa pólitfkina í Banda-
ríkjunum hin síðari ár, verða sífellt
fyrirferðarmeiri. Ræður frambjóð-
enda einkennast af meiri hörku og
stuðningsmenn beita óvandaðri
meðulum í baráttu sinni. Ræð-
Ræður Baracks eru
orðnarmun bein-
skeyttari eftir að
skeyti þar sem gefið
var í skyn að hann
hefði stundað eitur-
lyfjasölu og væri jafn-
vel stækur múslími,
voru rakin tilstuðn-
ingsmanna Hillary.
ur Baracks eru orðnar mun bein-
skeyttari eftir að skeyti þar sem gef-
ið var í skyn að hann hefði stundað
eiturlyfjasölu og væri jafnvel stæk-
ur múslími voru rakin til stuðn-
ingsmanna HQlary.
í Iowa hefur Huckabee verið
skotspónn ráðgjafa Romneys sem
eru ósparir á neikvæðar fréttir sem
tengjast ferli Huckabees í embætti
ríkisstjóra Arkansas, þar sem hann
er meðal annars sakaður um að
hafa verið helst til óspar á náðanir.
Loforðin farin lönd og leið
Þrátt fyrir háleit loforð fram-
bjóðenda í upphafi kosningabar-
áttunnar um að forðast persónu-
legt skítkast og ófrægingarherferðir
hefur raunin orðið önnur. Enginn
frambjóðenda er ónæmur fyrir nei-
kvæðu umtali og Barack Obama
viðurkenndi að hann hefði jafnvel
glatað stuðningi eftir að John Ed-
wards ýjaði að því að hann skortí
reynslu.
Huckabee hefur gagnrýnt árás-
ir Romneys á sig og sagt þær vera
óheiðarlegar, bæði gagnvart sér og
John McCain. „Það er eitt að gagn-
rýna verk okkar. Það er annað að
skálda þau upp," sagði Huckabee í
viðtali á sjónvarpsstöðinni NBC. Mitt
Romney hefur varið mörgum tugum
milljóna króna í neikvæðar auglýs-
ingar um Huckabee og McCain og
Huckabee sagði að ef hann sjálfur
tryði helmingnum af öllu sem kem-
ur fram í auglýsingunum myndi
hann ekki lq'ósa sig sjálfur.