Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Page 9
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 9 Öllum bellibrögðum beitt Huckabee hefur í baráttu sinni lagt áherslu á virðingu sína fyrir kristnum gildum og mikilvægi fjöl- skyldunnar með það fyrir augum að ná til kristinna hægrimanna. Romney er aftur á móti mormóni og í Suður-Karólínu, þar sem einn- ig verður háð lykilbarátta, var rep- úblikönum sent kort og gefið í skyn að það væri ffá Romney. Á kort- inu var vitnað í umdeilda kafla úr Mormónabókinni. Talsmaður Romneys sagði að það væri sorglegt þegar gripið væri til slíkra örþrifaráða og sagði að það væri ekki pláss fyrir slíkt í banda- rískum stjórnmálum. Lítið hefur borið á repúblikan- anum og fyrrverandi borgarstjóra New York Rudy Giuliani í forvalinu í Iowa enda telur hann sjálfur að hann, sem er þrískilinn, fylgjandi fóstureyðingum og hjónabandi samkynhneigðra, eigi ekki upp á pallborðið hjá flokksfélögum sín- um í Iowa sem flestir eru evangel- ísk-kristnir. Hann hugsar sér aftur á móti gott til glóðarinnar í Flórída. Minni spámenn og mjúk lending Leikarinn og repúblikaninn Fred Thompson er einn af minni spá- mönnunum í baráttunni um for- setastólinn. Samkvæmt könnun Des Moines Register var hann með níu prósenta fylgi og í fjórða sæti í Iowa. Nú þegar virðist hann orð- inn óþreyjufitllur að losna úr slagn- um. „Ef fólk vill í alvöru sterkan A- persónuleika sem forseta, einhvem sem hefur til margra ára, vakinn og softnn, hugsað hvemig hann gæti komist í forsetastólinn, einhvem sem getur horft beint í augun á þér og sagst hafa notið hverrar mínútu í kosningaslagnum - þá er ég ekki sá maður" sagði Thompson á kosn- ingafundi. Flestra frambjóðenda bíður mjúk lending þó þeir bíði ósigur í forval- inu í Iowa. Þeir snúa þá aftur til starfa sem öldungadeildarþingmenn eða ríkisstjórar eða til þægilegra starfa í einkageiranum. Aðra sögu er að segja af kosningastjórum þeirra, því þeir þurfa að fara á stúfana og leita að nýju starfi til að framfleyta sér. Benazir Bhutto ætlaöi aö færa sönnur á svikráð ríkisstjórnarinii Morðið vekur upp vangaveltur Sama dag og Benazir Bhutto var ráðin af dögum ætlaði hún að af- henda bandarískri sendinefnd gögn þar sem sönnur væm færðar á fyr- irætlanir pakistönsku leyniþjón- ustunnar um að hafa áhrif á vænt- anlegar þingkosningar. Þetta sagði heimildarmaður náinn Benazir við CNN fyrr í vikunni. Benazir var ráðin af dögum fyrir viku síðan einungis örfáum klukku- stundum áður en hún átti að eiga fund með Robert Kennedy og öld- ungadeildarþinginanninum Arlen Specter. Háttsettur aðstoðarmað- ur Benazir Bhutto, sem hafði hjálp- að við gerð skýrslunnar, sýndi CNN afrit af henni, þar er meðal annars sagt: „Á því svæði sem andstæðing- ur nýtur fylgis, ætla þeir (stuðnings- menn Musharrafs forseta) að valda usla á kosningastaðnum og jafnvel drepa fólk, til að stöðva kosningar í að minnsta kosti þrjár eða fjórar klukkustundir." Misnota tæki frá Bandaríkjunum I skýrslunni er einnig sagt að ríkis- stjómin ætli að eiga við kjörseðlana og kjörlistana og ógna ffambjóðendum stjómarandstöðunnar og nýta banda- ríska tækni til að hlera samskipti þeirra. „Níutíu prósent þess tækjakosts sem Bandarfldn gáfu Pakistan til að beijast gegn hryðjuverkum em notuð til að fylgjast með pólitískum andstæðingum ifldsstjómarinnar" segir í skýrslunni. Rfldsstjómin vísaði öllum þessum ásökunum á bug sem bulli og vitleysu og Rashid Qureshi talsmaður Pervez Musharraf forseta sagði að væntanleg- ar kosningar yrðu „fijálsar, sanngjamar oggegnsæjar". Heimildarmaður náinn Benazir Bhutto heitinni sagði að upplýsingam- ar í skýrslunni kæmu frá lögreglunni og leyniþjónustunni. Forsetakosningar í Kenía draga dilk á eftir sér: Blóðbað í Kenía Mikil óöld rfldr nú í Kenía í kjöl- far umdeildra fosetakosninga þar í landi. Óeirðalögregla, grá fyrir járn- um, hefur komið fyrir umferðar- hindmnum á helstu leiðum inn í höfuðborgina Naíróbí og bannað umferð bifreiða. Um þrjú hundruð manns hafa látið lífið í blóðbaðinu síðan úr- slit kosninganna vom gerð heyr- inkunn, þar á meðal létust þrjátíu þegar kirkja sem þeir höfðu leit- að skjóls í var brennd til grunna í bænum Eldoret. Flestir þeirra vom af Kikuyu-ættbálki, þeim sama og Mwai Kibaki, endurkjörinn forseti, tilheyrir. Helsti andstæðingur forsetans, Raila Odinga, hefur véfengt niður- stöður talningar atkvæða og sagð- ist hafa verið sviptur sigri með svik- um. Odinga og Kibaki hafa skipst á ásökunum jafnframt því sem þeir hafa hvatt fólk til að halda stillingu sinni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sakaði stuðningsmenn Odinga um þjóðernishreinsanir og Odinga sak- aði fylgismenn Kibakis um þjóðar- morð. Tugir þúsunda á flótta Samkvæmt keníska Rauða kross- inum hafa um sjötíu þúsund manns flosnað upp frá heimili sínu vegna óróans í Rift-dalnum og embættis- menn í Úganda segja að straumur fólks af Kikuyu-ættbálkinum liggi yfir landamæri landanna. Eftirlitsmenn á vegum Evrópu- sambandsins segja að kosningarn- Ungur maður Fær aðstoð eftir að hafa fengið að kenna á ofbeldinu í Kenía. ar hafi ekki staðist alþjóðlega staðla, en ríkisstjórnin hefur hafnað öllum ásökunum um svindl. Utanríkis- ráðherra Bretlands, David Milli- band, og kollegi hans, Condoleezza Rice, gáfu út sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem talað var um „alvar- lega misbresti" í talningu atkvæða og stjórnmálaleiðtogar Kenía voru hvattir til að fá stuðningsmenn sína til að láta af ofbeldinu sem skekið hefurþjóðina. Minnistöflur www.birkiaska.is Bíðaekkiboðanna Öfgamenn í írak bíða ekki boðanna á nýju ári. I gær sprengdi kona sig í loft upp í bænum Baquba með þeim afleiðingum að níu manns auk hennar létu lífið. Átta manns særðust í tilræðinu, margir hverjir alvarlega. Konan var rétt nýkomin að eftirlitsstöð þar sem fyrir voru sjálfboðaliðar við eftirlitsstörf. Slík- ar eftirlitsstöðvar eru fjármagnaðar af Bandaríkjunum og er ætlað að stemma stigu við súnní-múslímum sem eru hliðhollir al-Kaída. Slíkar stöðvar hafa í síauknum mæli orð- ið skotmörk sjálfsmorðssprengju- varga. af lífi tíu manns sem hafa með einum eða öðr- um hætti gerst brotlegir við lög landsins. Þeirra á meðal er Raheleh Zamani, tuttugu og sjö ára móðir tveggja ungra barna. Hún var dæmd til dauða fyrir að myrða eiginmann sinn. Afbrot- ið framdi hún fyrir tveimur árum, eftir að hafa komið að eiginmanninum í rúminu með annarri konu. Að eigin sögn sá Zamini rautt þegar mað- urinn sagði að hún væri ónothæf því hún hefði fætt honum tvö börn og gekk í skrokk á honum með vatnsröri. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.