Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Qupperneq 15
DV Sport
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 15
Formaöur handknattleiksdeildar Fram telur ekki gerlegt aö breyta úrslitum í leik Fram og Hauka:
GÆTUM EINS FENGIÐ TITILINN FRÁ1998
Jón Eggert Hallsson, formaður
handknattleiksdeildar Fram, telur lít-
ið hægt að gera í kæru Hauka á fram-
kvæmd leiks liðanna í deildarbikam-
uffi fyrir skömmu. Hann segir skorta
lagaákvæði auk þess sem hann segir
að ef eitthvað verði aðhafst í málinu sé
allt eins hægt að veita Frömurum titil-
inn frá árinu 1998 þegar félagið kærði
framkvæmd bikarúrslitaleiksins við
Val.
„Það er mjög leiðinlegt að til þessa
atviks haíi komið, en ef menn ætla að
taka þessa kæru til greina geta menn
alveg eins afhent okkur bikarmeistara-
titilinn árið 1998," segir Jón Eggert.
Hann efast um að gerlegt sé að spila
leikinn að nýju. „Má Haildór Ingólfs-
son spila með, en hann var meiddur?
MáBudayveraábekknum? MáNonni
(Jón Þorbjöm Jóhannsson) spila með
okkur þá? Það er svo mörgum spum-
ingum ósvarað.
Ég skil Haukana vel og ef ég væri
formaður HSÍ væri ég þegar búinn að
bjóða þeim sambærileg peningaverð-
laun og vom fyrir 1. sæti.
Það sem skiptir meginmáli er að
við slátruðum þeim í þessum leik og
öll umræða um það að þeir hefðu ekki
hleypt okkur í gegn í síðasta markinu
er kjánaleg. Það er svo margt sem er
búið að gerast fram að því atviki og
í sjálfu sér er það óskylt þessari um-
ræðu. Mér finnst við hafa verið betri
allan leikinn," segir Jón Eggert.
Hann er ekki viss um að Fram-
arar aðhafist nokkuð ef HSÍ ákveð-
ur að leikurinn verði spilaður aftur.
„Ég treysti HSl fúllkomlega til þess að
dæma í þessu máli. En ég persónulega
sé ekki hvemig á að spila leikinn aftur.
Það er svo margt sem þarf að útfæra og
ég veit ekki til þess að það sé nokkuð
í lögum HSÍ eða ÍSf sem tekur á slík-
um atvikum," segir Jón Eggert Halls-
son, formaður handknattleiksdeildar
Fram. — vidar@dv.i$
a* iQt
Engin ástæða til að breyta úrslitum Formaður handknattleiksdeildar Fram, Jón
Eggert Flallsson, telur enga ástæðu til þess að aðhafast vegna ákæru Hauka á
framkvæmd úrslitaleiks deildarbikarsins.