Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008
Sport PV
KAUPA (VÖRNINA
Eftir slæma frammistöðu varnarmann-
anna umjólin hyggst Juande Ramos
kaupa leikmenn
í stað þeirra
gömlu til þess að
stoppa upp í
götinívörninni.
Tottenham er
það lið sem
hefur skorað
mest í deildinni
ásamt Arsenal
en að sama skapi
hafa einungis þrjú lið fengið á sig fleiri
mörk en Tottenham, en það eru Derby,
Reading og Sunderland. Ramos segist
vera búinn að fá nóg.„Við verðum að
bæta okkur í vörninni. Ef það tekst ekki
sem allra fyrst mun ég leita annað eftir
leikmönnum. Á undanförnum vikum
höfum við gert það að venju okkar að
fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
og ef það gerist í sífellu vinnurðu ekki
leiki. Það er svo einfalt," segir Ramos.
ERIKSSON VILL CROUCH
Sven Göran Eriksson er búinn að vera
aðdáandi Peter Crouch sfðan hann
stýrði enska landsliðinu og nýjustu
fregnir herma aö Eriksson ætli að
tryggja sér kappann nú þegar
félagaskiptaglugginn opnast að nýju. Á
sama tíma er talið að Rafa Benitez hafi
áhuga á því að bæta leikmönnum við
sinn leikmannahóp. Hins vegar hafa
hinirbandarísku eigendurfélagsins
tilkynnt honum að ekki séu til peningar
til leikmannakaupa. Fyrirvikið ertalið
líklegt að Benitez sé
tilbúinnað f ~ t
skipta á
leik-
mönnum
viö önnur
félög. Micah
Richards hefur
verið nefndurf
því samhengi í
skiptum fyrir
Crouch en hann á
enn eftir að skrifa
undirSOþúsund
punda samnings-
tilboð sem
ManchesterCity er
búið að bjóða
kappanum.
lAtið glazier-
FJÖLSKYLDUNA VERA
Stuðningsmenn Manchester United
hafa verið mjög tortryggnir gagnvart
Glazier-
~ flölskyldunni
eftir að hún stóð
fýriryfirtöku (
-- V ***v • félaginu fyrir árið
2005. Raunarvar
það svo á
tímabili að þrír af
Glazier-
bræðrunum,
Joel, Avram og
Bryan, þurftu að laumast inn og út af
OldTrafford í lögreglufylgd. Margiraf
aðdáendum liðsins eru enn gagnrýnir á
eigendurna en Alex Ferguson hefur
komið fjölskydunni til varnar og sagt að
öll gagnrýni á hana sé ósanngjörn.„í
mörgum félögum hefur komið til átaka
á mllli eigenda og stjórnenda liðsins.
Samstarfið okkar (milli hefur hins vegar
alltaf verið gott. Þeir sem mótmæltu á
slnum tíma höföu óþarfa áhyggjur og
það gleður mig að segja að samstarfið
er gott," segir Ferguson.
FLAMINIORÐAÐUR
VIÐJUVENTUSANÝ
Mathieu Flamlni, leikmaður Arsenal, er
orðaður við Juventus enn á ný en
Frakkinn hafnaði
nýlega
samningstilboði
frá Lundúnafé-
laginu.Juventus
leitar nú logandi
Ijósi að
miðjumanni og
þykir Flamini
vera tilvalinn til
þess að hjálpa
félaginu á sinn stall sem eitt af bestu
liðum ItaKu. Flamini verðursamnings-
laus (loktlmabilsins en hann hefur
staðið sig mjög vel það sem af er
leiktlðar og hefur til að mynda haldið
BrasiKumanninum Gilberto Silva á
bekknum. Flamini er23 ára en Arsene
Wenger hefur mikinn hug á því að
halda kappanum sem gæti farið fr(tt (
lok leiktfðar.
Hafðu þig hægan MarkViduka
komst ekki lönd né strönd gegn
vörn Manchester City.
ichester City
uöu á liöiö efl
7 v jyn r^ir' »
m ljí/m 1 Jyf
Hl /M \ ' 4 i 1U
VIÐAR GUÐJÓNSSON
blaðamadur skrifar: vidaricvdv.is
Manchester City lagði Newcastle
að velli 2-0 á St. James' Park. Stuðn-
ingsmenn Newcastle bauluðu á sína
menn og Sam Allardyce sem fékk
stuðningsyfirlýsingu frá stjórninni
fyrir leikinn, er í slæmum málum.
Leikurinn byrjaði íjörlega og
strax á fyrstu mínútu fékk Newcastle
ágætt færi þegar Cacapa skallaði að
marki en Joe Hart varði með tilþrif-
um í tvígang. Michael Owen var á
varamannabekknum en hann hefur
glímt við meiðsli að undanförnu.
Vaskleg framganga heimamanna
í upphafi var síður en svo til marks
um það sem koma skyldi. Manchest-
er City komst vel inn í leikinn. Elano,
Petrov og Bianchi voru þyrnir í síðu
varnarmanna Newcastle. Margsinn-
is komst liðið í góða stöðu án þess að
refsa Newcasde. Þó kom að því undir
lok fyrri hálfleiks.
City komst yfir
Manchester City náði forystunni
á 38. mínútu eftir laglega sókn. Ir-
eland, Vassel og Petrov spiluðu sig
laglega í gegnum vörnina áður en
sá síðastnefndi skoraði laglegt mark
með hnitmiðuðu vinstri fótar skoti.
Markið var sem blaut tuska í
andlit heimamanna sem skömmu
áður höfðu skorað mark sem dæmt
var af vegna vafasamrar rangstöðu.
Þegar flautað var til hálfleiks baul-
uðu stuðningsmenn á sína menn en
Sven-Göran Eriksson var á góðri ieið
með að verða fyrsti þjálfarinn til þess
að stýra City til tveggja sigra gegn
Newcastle á sama tímabilinu.
Sam Allardyce framkvæmdastjóri
Newcastle var ekkert að bíða með
breytingarnar og setti Michael Owen
inn á völlinn strax í upphafi síðari
háifleiks fyrir Martins sem var sem
skugginn af sjálfum sér í fyrri hálf-
leik. Owen var ekki búinn að vera
inni á vellinum nema í nokkrar sek-
úndur þegar hann fékk besta færi
heimamanna. Glæsileg stungusend-
ing frá N'Zogbia endaði með því að
Owen skaut knettinum nánast í Joe
Hart markvörð sem kom út á móti.
Fernandez kláraði leikinn
Næstu mínútur var drifkraftur
í liði Newcastíe sem sýndi vilja til
þess að bæta sig frá fyrri hálfleikn-
um. Þrátt fyrir að reyna mikið mættu
sóknarmenn liðsins nær ókleifum
Kínamúr í formi varnar Manchester
Fernandez skorar Leikmenn
Manchester City fagna sfðara
marki sínu gegn Newcastle.
City. Þar fór Richard Dunne fremst-
ur í flokki en hann átti enn eina
stjörnuframmistöðuna og er nær
óþekkjanlegur frá fyrri árum.
Manchester City gerði nánast úti
um leikinn með öðru marki sínu á
77. mínútu. Vassel hélt boltanum
inni í teig og lagði hann út á Fern-
andes Gelson sem skaut boltanum
efst í markhornið frá vítapunkti.
Eftir þetta áfall datt botninn úr
leik Newcastle og leikmenn liðsins
virtust missa trúna á að þeir gætu
náð stigi úr leiknum.
Leikurinn fjaraði út og leikmenn
Svens-Görans Eriksson halda áfram
góðri byrjun á leiktíðinni. Þeir eru
nú í 5. sæti en Newcastle situr í 11.
sæti.
Bolton vann nauman 1-0 sigur á Derby á lokamínútunni:
Stelios skoraði íblálokin
Stelios Giannakopulous skor-
aði sigurmark Bolton gegn Derby
á lokamínútunni og leikar enduðu
1-0. Derby-menn geta nagað sig
í handarbökin þvf iiðið var betra
stóran hluta úr leiknum en fékk á
sig klaufamark í lokin.
Framan af leik var ekki líkt og
Derby sæti sem fastast í neðsta
sæti úrvalsdeildarinnar og öll þau
færi sem litu dagsins ljós í fyrri
hálfleik voru þeirra. Besta fær-
ið átti Johnson þegar hann skaut
föstu skoti í þverslána. Stuðnings-
menn Bolton bauluðu á sína menn
þegar flautað var til hálfleiks enda
fátt um fína drætti í leik liðsins.
Síðari hálfleikur var eilítið betri
hjá Bolton þó lítið hafi verið um
færi.
Derby missti frumkvæðið en
vörn liðsins stóð þó fyrir sínu. Mik-
ið var um baráttu á miðju vallarins
en fátt var um spil manna á milli.
Svo virtist sem leikurinn ætí-
aði að fjara út með markalausu
jafntefli en Gary Megson fram-
kvæmdastjóri gerði sitt besta til
þess að reyna að fá líf í sína menn
með því setja Stelios Gianna-
kopoluos inn á þegar átta mínút-
ur lifðu leiks. Grikkinn hefur lítið
fengið að spreyta sig á leiktíðinni
en hann var ekki búinn að vera
lengi inni á vellinum þegar hann
skoraði sigurmarkið.
Davis varnarmaður Derby
sendi furðulegan bolta á Price
markvörð sem kom út af línunni
til að hreinsa frá. Giannakopoluos
komst hins vegar inn í sendinguna
og átti í litlum erfiðleikum með að
senda boltann í tómt marki.
Þessi kjánalegu varnarmistök
sem leiddu að markinu sýna betur
en margt annað hvers vegna Derby
situr á botni ensku úrvalsdeildar-
innar.
Bolton er hins vegar hægt og
sígandi að rífa sig frá mestu botn-
baráttunni og stigin þrjú eru liðinu
afar mikilvæg. vidar@dv.is