Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Page 27
DV Bíó
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 27
Stórsveit Nix Noltes ætlar að fagna útgáfu plötunnar Royal Family Divorce á Organ í
kvöld. Kristín Anna, harmonikkuleikari sveitarinnar, mælir með því að þeir sem ekki
náðu að dansa á gamlárskvöld mæti í dansskónum í kvöld.
Kristín Anna Valtýsdóttir Spilar á
harmonikku með stórsveit Nix Noltes.
Ikvöld ætlar stórsveit Nix Noltes
að halda tónleika á Organ tíl að
fagna útgáfu annarrar breið-
skífu sveitarinnar, Royal Family
Divorce. „Við erum allt í allt tólf
manns í hljómsveitínni en búum í
átta mismunandi borgum. Við tók-
um upp þessa plötu fyrir einu og
hálfu ári en gáfúm hana ekki út fyrr
en núna fyrir jólin og okkur langar
svo að halda smá útgáfufögnuð í tíl-
efni plötunnar á Organ í kvöld," seg-
ir Kristín Anna Valtýsdóttír, harmon-
ikkuleikari sveitarinnar.
Starfsemi í hæðum og lægðum
Kristín Anna spilaði og söng með
hljómsveitinni múm tíl ársins 2005
en er nú búsett í New York þar sem
hún vinnur meðal annars að eigin
tónlist undir nafninu Kríubrekka. „Ég
spila bara stundum með Nix Noltes.
Ég tek oft harmonikkuna með mér til
landsins og þá reynum við að spila
eitthvað saman. Ég byrjaði í hljóm-
sveitinni árið 2002 en starfsemi sveit-
arinnar er mjög mikið svona af og
á alltaf. Það gengur svona í hæðum
og lægðum hjá okkur. Stundum eru
allir alveg fullir af orku en svo kem-
ur tímabil þar sem h'tíð er að gerast.
Sveitín heftir til dæmis ekkert spil-
að síðan á menningarnótt en þá var
ég reyndar ekki með. Ég spilaði síð-
ast með sveitinni í maí í fýrra," segir
Kristín.
Hressandi danstónlist
Stórsveit Nbc Noltes spilar aðal-
lega búlgarska þjóðlagatónlist sem
meðlimir útsetja þó á sinn hátt.
„Þetta eru aðallega búlgörsk þjóðlög
og lög frá löndunum þar í kring. Vtð
útsetjum þetta svo á okkar hátt og
það má eiginlega segja að útsetning-
arnar okkar séu örlítið pönkaðari en
hefðin er fyrir. Svo erum við líka með
öðruvísi hljóðfæraskipan en gengur
og gerist í þjóðlögunum," segir Krist-
ín.
Að sögn hennar er tónlist sveit-
arinnar mjög hressandi danstónlist.
„Ég mæli allavega með því við alla
sem náðu ekki að dansa á gamlárs
að þeir mætí á tónleikana í kvöld.
Við ætlum að byrja á því að skála í
kampavíni klukkan níu og það eru
allir velkomnir í það. Svo verður
haldin einhver smávegis flugeldá-
sýning og við ætlum svo að byrja að
spila klukkan tíu. Á eftir okkur spila
svo bæði erlendur plötusnúður og
DJ Ottermin."
Gaf út sjö tommu í Japan
Eins og áður sagði hefur Kristín
verið að búa tíl tónlist undir nafn-
inu Kríubrekka en nýverið gaf hún út
sjö tommu plötu í Japan. „A plötunni
eru mestmegnis tveggja ára kass-
ettusullupptökur sem-ég hef gert og
svo eitt nýrra lag sem ég er búin að
gera aðeins meira úr hljóðhimnun-
um á," segir tónlistarkonan.
„Ég þekki hjón sem eru með litla
útgáfu í Japan og gefa út tímarit sem
heitír After Hour. Eg er búin að þekkja
þau og vera í miklu sambandi við þau
síðan múm spilaði í Japan. Svo fór ég
þangað um daginn að spila með am-
erískri vinkonu minni og við héldum
eina tónleika í Kýótó og aðra í Tókýó.
Þá vaknaði bara hugmynd hjá þeim
hjónum að gefa út sjö tommu plötu
með lögunum mínum. Annars hef-
ur Kríubrekkuefnið enn ekkert verið
gefið út. Það fóru hins vegar sex ein-
tök af plötunni í Tólf tóna fyrir jólin,"
segir Kristín kát að lokum.
krista@dv.ls
Spider-Man 3 var tekjuhæsta mynd síðasta árs en rétt á eftir kom Shrek the Third:
TEKJUHÆST 2007
Kvikmyndin Spider-Man 3 var
tekjuhæst allra mynda á árinu sem
leið. Hún haiaði inn hvorki meira
né minna en 336 milljónir dala á
heimsvísu en í öðru sætí var Shrek
the Third með 321 milljón. Á eftír
þeim kom svo Transformers í því
þriðja með 319 milljónir og Pirates of
the Caribbean: At World’s End með
309 milljónir. f fimmta sætí var svo
Harry Potter með 292.
Heildartekjur kvikmyndaiðnað-
arins í Hollywood þetta árið voru
9,7 milljarðar dala sem er 4% aukn-
ing frá árinu áður. f Bandaríkjunum
voru seldir 1,42 milljarðar bíómiða
Spider-Man 3 Þénaði mest allra mynda
í fyrra.
sem er það sama og í fyrra. 2002 er
enn tekjuhæsta árið hingað tíl en þá
voru tekjurnar rúmlega 10 milljarðar
dala.
r MYND TEKJUR
1 Spider-Man 3 $336,5m
2 ShrektheThird $321,0m
3 Transformers $319,Im
4 Pirates of the Caribbean: At World's End $309,4m
5 Harry Potter and the Order of the Phoenix $292, Om
6 The Bourne Ultimatum $227,5m
7 300 $210,6m
8 Ratatouille $206,4m
9 1 Am Legend $205,1 m
10 The Simpsons Movie * $183,1m
Sýnlr
íBerlín
Leikstjórnarfrumraun Madonnu
verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í
Berlín sem fer fram í febrúar. Myndin
heitir Filth and Wisdom og er sýnd í
flokki panorama-mynda. Filtli and
Wisdom er stuttmynd eða um 48
mínútur á lengd og segir sögu
rússnesks innflytjanda. Myndin var
tilbúin í maí á síðasta ári og því hefur
verið beðið eftir henni í þó nokkurn
tíma. Það er Dan nokkur Cadan sem
skrifaði handrit myndarinnar en
hann hefur unnið mikið með Guy
Ritchie, eiginmanni Madonnu, í
gegnum tíðina.
Villleika
í Grease
Leikkonan Michelle Pfeiffer vill nú
ólm leika í endurgerð á Grease-
söngleiknum sem var með vinsælli
kvikmyndum áttunda áratugarins.
Ekki nóg með það að hún vilji sjálf
fara með hlutverk heldur vill hún að
Jessica Simpson leiki sjálfa Sandy.
Pfeiffer lék í kvikmyndinni Grease 2
en fékk arfaslaka dóma fyrir
frammistöðu sína. „Ég hata Grease 2
og trúi varla hversu léleg hún var. Ég
var ung og vidaus en ég hef heyrt að
hún sé orðin svokölluð cuit-mynd í
dag," segir leikkonan.
Stíörnustælar
við tökur
Samkvæmt heimildum tímaritsins
Star Magazine var leikkonan Kim
Cattrall svo erfið og með svo mikla
dívu-stæla við tökur á Sex and the
City-kvikmyndinni að meðleikarar
hennar fá greiddan sérstakan bónus
fyrir það eitt að höndla stjömustæl-
ana í henni. Heimildarmaður Star
Magazine segir í viðtali við blaðið:
„Kristin Davis og Cynthia Nixon fá
dágóðan bónus fyrir að vera lausar
við alla stæla við tökur og einnig sem
þakklætisvott fyrir að hafa þolað
samstarfið við Cattrall."
Áttundabókin
hugsanleg
J.K. Rowling hefur geflð það í skyn að
áttunda bókin um Harry Potter og
félaga gæti komið út einn daginn.
Þetta kom ffam í viðtali hennar við
Time á dögunum. „Síðan ég kláraði
sjöundu bókina hef ég stundum
hugsað með mér að skrifa þá
áttundu. En þetta eru bara
vangaveltur. Ég efast þó um að Harry
yrði aðalpersóna þeirrar bókar. Mér
finnst eins og ég sé búin að segja
hans sögu. en eins og ég segi em
þetta miklar vangaveltur. Gefum
þessu tíu át."