Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008
Fréttir DV
Siðareglur
stjórnsýslunnar
Töluvert er um að ráðherr-
ar ríkisstjórnarinnar fái í árslok
ýmsar gjafir. Þar getur verið um
að ræða bækur, osta, vínflösk-
ur og konfekt en flestar gjafirnar
hafa takmarkað verðgildi sam-
kvæmt upplýsingum frá forsæt-
isráðuneytinu. Þá eru dæmi um
að ráðherrar hafi afþakkað gjafir
sem ekki þótti við hæfi að þiggja.
Ekki eru til reglur um móttöku
gjafa heldur er það eftirlátið
dómgreind þeirra sem í hlut eiga,
bæði gefenda og þiggjenda, að
halda þeim innan viðeigandi
marka. Verið hefur í athugun í
forsætisráðuneytinu að setja slík-
ar reglur og í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar er gert ráð fýrir
að ráðherrum, alþingismönnum
og stjórnsýslu ríkisins verði settar
siðareglur.
2,5 milljarða
vöruskiptahalli
I nóvembermánuði voru
fluttar út vörur fyrir tæplega
31 milljarð króna og fluttar inn
vörur fyrir 33,4 milljarða króna.
Þetta kemur fram á vef Hagstof-
unnar. Vöruskiptin í nóvem-
ber voru því óhagstæð um 2,5
milljarða króna. Á sama tímabili
í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð
um 15,5 milljarða króna. Fyrstu
ellefu mánuði síðasta árs var
mestur samdráttur í innflutningi
á flugvélum og fjárfestingarvöru
en á móti kom aukning í inn-
flutningi á mat- og drykkjarvöru
og annarri neysluvöru.
Stórskurður
á höfði
Maður var handtekinn fyrir
líkamsárás á skemmtistaðnum
Há-punkturinn í Reykjanesbæ
í fyrrinótt. Fórnarlambið fékk
stóran skurð á höfuðið og var flutt
á spítala. Sauma þurfti í hann tólf
spor. Að sögn lögreglunnar var
árásaraðilinn mjög ölvaður og
látinn sofa úr sér. Hann var svo
yfirheyrður seint í gærdag.
Einnig voru fjórir handteknir
við húsleit en fíkniefrii fundust
á staðnum. Fólkinu, sem allt
var um tvítugt, var sleppt efdr
skýrslutökur.
Ráðherra til
Egyptalands
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra fer í dag til Eg-
yptalands í opinbera heimsókn.
Hún mun funda með þremur ráð-
herrum úr egypsku ríldsstjóminni,
Mohamed Rashid viðskipta- og
iðnaðarráðherra, Mahmoud Mo-
hieddein fjárfestingaráðherra og
Ahmed Abdoul Gheit utanríkisráð-
herra. Hún mun
líka hitta og
eiga sérstak-
ar viðræður
við aðalritara
Arababanda-
lagsins, Amra
Moussa. Heim-
sóknin stendur
dagana 8. og 9.
janúar og fer ffarn
í höfuðborg-
inni.
Bæjarbókavöröur Kópavogsbæjar hefur hvorki verið sýknaöur né áminntur vegna
eineltisásakana á hendur honum. Hann var kærður síðla árs 2005 en ekki hefur augljós
niðurstaða fengist. Bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn Bókasafns Kópavogs lýsa
eftir málalokum.
Meint einelti Bæjarbókavörður
** Kópavogsbæjar hefur hvorki verið
hreinsaður né áminntur eftir
eineltisásakanir í hans garð.
SAMSKIPTAÖRÐUGLEIKAR
SAGÐIRÁ BÓKASAFNINU
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamaður skrifar: traustf@dv.is
Bæjaryfirvöld Kópavogsbæjar hafa
formlega ekki lokið kærumáli á
hendur bæjarbókaverði Kópavogs
frá því síðla árs 2005. Hann er sak-
aður um einelti gegn undirmönnum
sínum og hefúr hvorki verið sýknað-
ur né áminntur vegna málsins.
Bæjarbókavörður hefur veitt
bókasafni Kópavogs forstöðu í rúma
þrjá áratugi. Ingibjörg Jóna Helga-
dóttir, fyrrverandi starfsmaður Bóka-
safns Kópavogs, kærði hann í desem-
ber 2005 fyrir ffamkomu í sinn garð.
Tveir sálfræðingar voru fengnir til að
rannsaka ásakanirnar í þeirri von að
varpa ljósi á andrúmsloftið á vinnu-
staðnum. Eftir því sem DV kemst
næst sýndu niðurstöður sérffæðing-
anna fram á samskiptaörðugleika við
forstöðumanninn án þess að einelti
hafi beinlínis sannast á hann. Hann
hefur hins vegar hvorki verið hreins-
aður né áminntur í kjölfarið.
Fær ekki skýrsluna
Aðspurð segist Ingibjörg ekki fá
afhenta sjálfa skýrsluna og skilur ekki
hvers vegna niðurstaða hafi aldrei
fengist. Hún segist á endanum hafa
gefist upp og hætt störfum. „Þrátt
„Það getur eflaust verið
að menn séu eitthvað
misjafnir í skapinu en
mat sérfræðinga gaf
ekki tilefni til frekari af-
skipta."
fyrir ítrekaðar tilraunir fæ ég skýrsl-
una ekki afhenta. Mér finnst það í
hæsta máta óeðlilegt, sem málsaðili,
og þarf líklega að njóta liðsinnis lög-
fræðings til þess. Ég held að ég hafi
fullkominn lagalegan rétt til að fá
skýrsluna. Maður fær það á tilfinn-
inguna að þetta sé vegna þess hversu
svört skýrslan er og mér er sagt að
þar hafi einnig verið gerðar alvar-
legar athugasemdir við vinnubrögð
stjórnendanna," segir Ingibjörg.
„Yfirmaður bókasafnsins hefur
klárlega sýnt eineltistilburði í garð
undirmanna sinna. Hann tekur ít-
rekað verkefni af þeim sem eru ekki í
náðinni og er með alls konar stæla við
þann hóp. Það var ekki bara gagnvart
mér. Bara sem lítið dæmi hefur hann
verið að bjóða aðeins hluta starfs-
manna sinna út að borða í hádeginu
á meðan þeir sem eru í ónáðinni eru
látnir vinna. Það voru því bara sumir
sem fengu að njóta jólaboðanna."
Skiptar skoðanir
Elísa Friðjónsdóttir, núverandi
starfsmaður Bókasafns Kópavogs,
kannast við að yfirmaður henn-
ar hafi verið kærður. Hún útilokar
hins vegar alfarið að einelti tíðkist
á safninu. „Þetta er nokkuð sem ég
hef aldrei orðið vör við. Ég hef unnið
á vinnustað þar sem einelti tíðkast
og meira segja orðið fyrir því sjálf
þannig að ég tel mig nokkuð glögga
á þetta. Fyrir vikið tel ég að þessar
ásakanir eigi ekki við nein rök að
styðjast," segir Elísa.
Eygló Guðjónsdóttir, fyrrver-
andi starfsmaður Bókasafns Kópa-
vogs, varð vör við eineltisumræð-
una á vinnustaðnum. Sjálf segist
hún þó ekki hafa hætt sökum ein-
eltisins. „Ég lenti ekki í þessu sjálf
en eineltisumræðuna meðal starfs-
mannanna þekki ég, það er ekkert
leyndarmál. f raun leit þetta þannig
út að vinnustaðurinn virtist skiptast
til helminga, annars vegar þeir sem
voru í náðinni og síðan þeir sem
voru það ekki. Mér finnst skrítið að
hvorki forstöðumaðurinn né starfs-
fólkið hafi fengið niðurstöðu í mál-
ið því það vilja allir fá svona mál á
hreint," segir Eygló.
Málinu lokið?
Kæra Ingibjargar er ekki fyrsta
kvörtunin sem bæjarbókavörður-
inn fær á hendur sér. Fyrir áratug
kvörtuðu nokkrir starfsmenn undan
honum til Starfsmannafélags Kópa-
vogsbæjar sökum samskiptaörð-
ugleika og launadeilu á Bókasafni
Kópavogs.
Flestir viðmælendur DV, þeirra
á meðal núverandi og fyrrverandi
starfsmenn Bókasafns Kópavogs,
furða sig á því hvers vegna formleg
niðurstaða hafi ekki fengist í mál-
ið með því að bæjarbókavörðurinn
væri annaðhvort hreinsaður af ásök-
ununum eða áminntur. Björn Þor-
steinsson, menningarstjóri Kópa-
vogsbæjar, neitaði í fyrstu að kannast
við kæru Ingibjargar á hendur for-
stöðumanni safnsins. Síðar mundi
hann efdr kærunni og segist hafa
litið svo á að málinu hafi formlega
verið lokið. „Sjálfur get ég ekki borið
um eineltistilburði á bókasafninu.
Ég hef heyrt af umræðunni en það
hefúr ekki fengist nein niðurstaða í
þetta mál svo ég viti, hvorki af né á.
Það getur eflaust verið að menn séu
eitthvað misjafnir í skapinu en mat
sérfræðinga gaf ekki tilefni til frek-
ari afskipta. Meira hefur ekki komið
út úr málinu en ef það kemur upp
að því sé ekki lokið verður auðvitað
að skoða það. Ég mun óska eftir því
að það verði skoðað í ljósi þess að
ágreiningurinn virðist vera að vakna
aftur," segir Björn.
Allsherjargoöa finnst óviðeigandi að þingmaður taki eitt trúfélag fyrir:
Trúaðir í atkvæðaleit
„Mér brá verulega þegar ég las
þetta og finnst tíðindum sæta að
sitjandi þingmaður skuli taka eitt
trúfélag sérstaklega fyrir" segir Hilmar
Öm Hilmarsson allsherjargoði um orð
Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns
frjálslyndra, í DV 21. desember þar
sem hann segir: „Það er fráleitt að
gera kristni og öðrum trúarbrögðum
sem fáir aðhyllast, eins og heiðni eða
ásatrú, jafnhátt undir höfði. Það er
ekki jafnréttí."
Hilmar segir ummælin helst minna
sig á viðhorf margra tíl ásatrúar fyrir
um þremur áratugum. „Mig sveið þá
og mig svíður nú," segir Hilmar. Hann
veltir fyrir sér hvað það sé við ásatrú
sem fari svo fyrir brjóstíð á Kristni,
hvort það sé smæð félagsins eða sú
staðreynd að um fjölgyðistrú er að
ræða. Búddistar, Krossinn og Vegur-
Brá verulega Hilmari Erni Hilmarssyni
allsherjargoða brá við athugasemdir
Kristins H. Gunnarssonar um ásatrú.
inn eru enn fámennari söfriuðir á Is-
landi en heiðnir og spyr Hilmar sig
hvort þeir eigi von á sneið frá Kristni.
I grein DV var einnig vitnað í utan-
dagskrárumræður á Alþingi um stöðu
kristinnar trúar þar sem Kristinn sagði
það afskræmingu á trúfrelsinu að önn-
ur trúarbrögð eigi að sitja við sama
borð og kristnin. Hilmar furðar sig
einnig á skilgreiningu hans á trúfrelsi.
Hann telur vissulega að kristnin eigi
sterkari rætur meðal íslensku þjóð-
arinnar en engu að síður þurfi önnur
trúfélög að njóta sannmælis gagnvart
löggjafanum.
Hilmar segist ekki hafa pólitískt nef
en honum hafi verið bent á að inn-
an Frjálslynda flokksins sé greinilega
kominn fram hópur sem ekki hefur
verið þekktur fyrir trúarhita en telur
málflutning sem þennan vera til þess
fallinn að veiða atkvæði.
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, hefúr á síð-
ustu árum oftar en einu sinni lagt fram
frumvarp til laga um aðskilnað ríkis
og kirkju. í samtali við DV í desember
DV 21. desember 2007.
sagði Magnús Þór Hafsteinsson, vara-
formaðurfrjálslyndra, umræðunainn-
an flokksins hafa breyst undanfarið og
að hann búist við því að fallið verði
frá sfíkum hugmyndum á næsta aðal-
fundi flokksins. erla@dv.is