Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 Fréttir DV KORNIÐ SEM FYLLTI KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaÖur skrifar: kolbeinn@dv.is Kenía hefur til margra ára verið undantekningin sem sannar regl- una í Afríku. Síðan landið fékk sjáifstæði frá Bretum í árslok 1963 hefur ríkt þar tiltölulega ágætur stöðugleiki. Stöðugleikinn hefur þó líkt og annars staðar í Afríku verið á kostnað minni ættbálka og hefur sá ættbálkur sem haldið hefur um stjórnartaumana hverju sinni gjarnan mulið undir sig og sína. Undir tiltölulega rólegu yflr- borði sem gerði Kenía að eftirsóttri ferðamannaparadís kraumaði sí- vaxandi óánægja og ættbálkahat- Meingallaðar kosningar Nýafstaðnar kosningar í Ken- ía hafa af flestum verið dæmdar meingallaðar og telja fáir nokkrum vafa undirorpið að Mwai Kibaki, forseti landsins, hafi haft þar hönd í bagga. I kjölfar kosninganna upp- hófst í landinu skálmöld mikil þar sem bárust á banaspjót Kikuyu- ættbálkurinn og Luo-ættbálkur- inn. Eins og von var og vísa þar sem Afríku-menn eiga í hlut tók of- beldið á sig óhugnanlega mynd. Sveðjum var óspart beitt og fórn- arlömbin allt frá hvítvoðungum upp í gamalmenni og um fimm- t£u manns voru drepnir þar sem á annað hundrað manns höfðu ieit- að skjóls í kirkju. Skipti þar eng- um togum að dyr og gluggar voru byrgð með bensínvættum dýnum og síðan borinn eldur að. Dregur úr ofbeldi Síðan fýrsta alda ofbeldisins brotnaði á ken'ísku samfélagi hef- ur aðeins hægst um, en landið er í sárum. Efnahag landsins, þar sem gætt hafði ágætrar uppsveiflu, hef- ur verið stefnt í voða. Ferðamönn- um hefur verið ráðlagt að velja sér annan áfangastað, en drjúgur hluti tekna Kenía hefur einmitt komið til vegna ferðamannaiðnaðar. Hátt í þrjú hundruð þúsund manns eru á vergangi, hafa flúið óöldina og rústuð heimili sín og nágrannaríkið Úganda hefur ekki farið varhluta af ástandinu. Marg- ir hafa leitað skjóls í kirkjum eða lögreglustöðvum og öðrum hefur verið komið fyrir í flóttamanna- búðum sem komið hefur verið upp í skyndi. Að sögn Sameinuðu þjóðanna er um hálf milljón manns í bráðri þörf fyrir aðstoð og í vesturhluta Kenía, sem hefur orðið illa úti, sverfur hungrið að og börn þegar tekin að deyja af völdum skorts. Grunnt á kynþáttahatrinu Þrátt fyrir stöðugleikann sem að mestu hefur einkennt kenískt sam- félag er kynþáttahatur ekki nýtt af nálinni. Árið 1992 sauð upp úr eftir kosningar, en Daniel arap Moi, af Kalenjin-ættbálkinum, hélt þá um stjórnartaumana. Moi lét afskiptalaus fjöldamorð og ofsóknir gegn Kikuyu-mönnum þá, þar sem Kalenjin- og Masai- stríðsmenn myrtu um eitt þúsund Fórnarlömb Hluti fórnarlamba lagður i röð á gólfi. og flmm hundruð Kikuyu-menn. Líkt og nú var sveðjum beitt við fjöldamorðin, en einnig var fólk elt uppi og drepið með boga og örvum. Hið sama átti sér stað árið 1998. Það voru einmitt Kalenjin- menn sem kveiktu í kirkjunni í Eld- oret í Rift-dalnum í síðustu viku. Ofsóknirnar 1992 fóru meira og minna framhjá alþjóðasamfélag- inu, því af nógu var að taka í Kongó og Rúanda og skyggði ofbeldið þar á átökin í Kenía. En þau fræ ætt- bálkahaturs sem þá var sáð í Kenía féllu ekki í grýttan svörð, en lágu í dvala og báru ávöxt í síðustu viku. Birtingarmyndin minnti um margt á Rúanda, þar sem hópar drukk- inna ungmenna leituðu fórnar- lamba með sveðju í hönd. Flókin samfélagsuppbygging Kikuyu-ættbálkurinn er sá stærsti í Kenía og samanstendur af fjörutíu og tveimur þjóðarbrotum. Ættbálkurinn fór fremstur í flokki £ sjálfstæðisbaráttunni gegn Bret- um og hélt um stjórnartaumana frá sjálfstæði til ársins 1978. Þessi ár voru ættbálknum góð, en aðrir ættbálkar áttu minna láni að fagna við nýfengið sjálfstæði landsins. Á meðan landið var undir stjórn Daniels arap Moi lagði Kikuyu-ætt- bálkurinn áherslu á að koma undir sig áhrifum £ verslun og landbún- aði. f kjölfar misheppnaðs valdar- áns gegn Moi voru hið opinbera og her landsins hreinsuð af Kiku- yu-mönnum. Kikuyu-ættbálkur- inn komst aftur til valda í kosning- um árið 1992 og Mwai Kibaki varð forseti landsins, öðrum minni ætt- bálkum til ódulinnar óánægju og upp úr sauð í kjölfar kosninganna £ lok si'ðasta árs. Kemurilia saman Þrátt fyrir að Kenfa hafi verið það ríki sem státað hefur af mest- um stöðugleika á svæðinu gæt- HÖFUÐBORG RÍKISSTJÓRN FORSETI SJÁLFSTÆÐI STÆRÐ ÍBÚAFJÖLDI Sveiflandi sveðjum Sveðjur eru algengasta morðtólið í allflestum þjóðernisátökum í Afríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.