Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 20
. 20 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 Sport DV URSLIT HELGARINNAR SPÆNSKA ÚRVALSDEILDIN MALLORCA - BARCELONA 0-2 - Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrri hálfleikinn. ESPANYOL - VILLARREAL 3-0 LA CORUNA-A.MADRID 0-3 GETAFE-VALLADOUD 0-3 MURCIA-OSASUNA 2-0 RACING-A.BILBAO 1-0 RECREATIVO-ALMERIA 1-1 VALENCIA-LEVANTE 0-0 R.MADRID-R.ZARAGOZA 2-0 1-0 Ruud van Nistelrooy ('66), 2-0 Robinho (77) SEVILLA-BETIS 3-0 Staðan Lið L U J T M St 1. R. Madrid 18 14 2 2 39:14 44 2. Barcelona 18 11 4 3 34:13 37 3.Espanyol 18 10 6 2 29:19 36 4. A.Madrid 18 10 4 4 34:19 34 5. Villarreal 18 10 2 6 30:27 32 6. Racing 18 8 5 5 18:19 29 7. Valencia 18 8 3 7 22:28 27 8. Sevilla 18 8 2 8 35:23 26 9. Murda 18 5 7 6 16:20 22 10. Zaragoza 18 5 6 7 27:30 21 ll.Vallad. 18 5 6 7 24:27 21 12. Mallorca 18 5 6 7 26:29 21 13. Getafe 18 6 3 9 19:24 21 14. Recreat. 18 5 6 7 14:21 21 15. Osasuna 18 5 5 8 20:23 20 16. Almeria 18 5 5 8 15:21 20 17. A.Bilbao 18 4 7 7 16:19 19 18. Betis 18 4 6 8 17:26 18 19. Depor. 18 4 5 9 16:27 17 20. Levante 18 2 2 14 11:33 8 ÍÞRÓTTAMOLAR VALENCIA KAUPIR RÁNDÝRAN UNGLING Valencia hefurfest kaup á argentíska ungmenninu Ever Banega frá Boca Juniors. Kaupverðið er um 19 milljónir punda eða um 2,3 milljarðar króna. Banegaer19ára og er fyrsti leikmaðurinn sem Ronald Koeman kaupirsíðanhann tókviðsem þjálfari félagsins í nóvember. Hann ermiðjumaðurog er mikill styrkur fýrir Valencia sem hefur verið (miklum vandræðum það sem af er leiktíðar og situr sem stendur í 7. sæti í spænsku deildinni. Með Boca Juniors sigraði hann í Copa Libertadores og margsinnis hefur honum verið likt við samlanda hans Fernando Gago sem leikur með Real Madrid. Hann mun ekki fá tækifæri til að spreyta sig (Evrópukeppni þar sem Valencia datt út úr keppni. YOUZHNY FÓRILLA MEÐ NADAL Rafael Nadal sem er (öðru sæti á heimslistanum tapaði illa fyrir Mikhail Youshzhny sem er í 19. sæti á heimslistan- um 6-0 og 6-1 á Opna Chennai-mótinu ( tennis. Sérstaklega þykir athyglisvert hve stórsigurRússans Youzhny var en þreytu var kennt um hve slappur Nadal var ( úrslitaleiknum. Nadal lékvið Carlos Moya degi áðurl undanúrslitum ( leiksem varnærri þriggja klukkustunda langur og virtist uppgefinn í leiknum við Youzhny. ,Ég vann ekki I dag, en Rafa tapaði. Ég bjóst alls ekki við því að þetta yrði svona auðvelt. Hann gat ekki hreyft sig og spilaö almennilega.„Ég var ekkert meiddur, ég reyndi að komast yfir þreytuna en það tókst ekki," segir Nadal PIENAAR FÉKK ENGA UNDANÞÁGU Nú styttist I Afríkukeppnina (fótbolta og Steven Pienaar, leikmaður Everton, fær ekki undanþágu til þess að vera eiKtið lengur með liðinu eins og hann var búinn að biðja um. Suður-afríska sambandið hafnaði beiðni hansumaðfáað sþila með Everton (undanúrslitum deildarbikarsins gegn Chelsea sem fram fer 8. janúar. Pienaar er (láni hjá Everton frá Dortmund og hann gerir sitt besta til þess að heilla vinnuveitendur slna í von um að enska úrvalsdeildarliðið klári kaupin á kappanum. Lítil batamerki eru á leik Valencia sem um helgina geröi jafntefli viö ná- granna sina Levante. Real Madrid er enn efst. Horfir á björtu hliðarnar Ronaldo Koeman segir hafa vantað meira bit í leik Valencia. VANDRÆÐIÁ MESTALLA Levante náði fyrsta stigi sínu á útivelli þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Valencia. Lítil batamerki eru á leik Valencia, leikmenn liðs- ins virðast rúnir sjálfstrausti og bitið í leik þeirra er ekkert. Leikmenn Le- vante mættu á Mestalla til að verjast og heimamönnum gekk illa að skapa sér færi. Til að bæta rauðu ofan á svart var Nikola Zigic vikið af velli fyrir ljóta tæklingu fimm mínútum fýrir leikslok. Ronaldo Koeman, þjálfari Valenc- ia, sagðist eftir leikinn sjá ljósa punkta í leik liðsins. „Við fengum okkar færi en skortir úthald. Það eru breytingar á leikstíl okkar. Ég sé æ fleiri jákvæða punkta, þrátt fyrir að úrslitin séu það ekki. Við spilum betur. En við verð- um að skapa okkur fleiri færi. Ég get ekki kvartað undan stuðningsmönn- um okkar því þeir studdu liðið allt til enda. Það mátti alveg búast við að þeir bauluðu á okkur í lokin." öruggur sigur Real Madrid Real Madrid er enn efst eftir 2- 0 sigur á Real Zaragoza. Ruud van Nistelrooy og Robinho skoruðu mörkin í síðari hálfleik. Mark Brasilíumannsins var glæsilegt, en hann tók á rás með boltann frá miðju að vítateigsjaðrinum þaðan sem hann skaut í fjærhornið. Gabriel Heinze fór út af meiddur í liði Madrid eftir korter þar sem hann sneri sig. Real var sterkari aðilinn, einkum í seinni hálfleik, en gestirnir fengu ágæt færi. Iker Casillas varði tvisvar vel frá þeim á lokasekúndunum. Espanyol er áfram í baráttunni um meistaradeildarsæti eftir að hafa unnið Villarreal 3-0. Fyrirliðinn Raul Tamudu skoraði tvö mörk og Valdo eitt en Luis Garcia lagði öll mörkin upp. Leikurinn var einstefna að marki gestanna en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Vandræði Deportivo La Coruna aukast enn en liðið hefur ekki unnið nema einn leik frá 4. nóvember. Liðið tapaði um helgina 0-3 fyrir Atíetico Madrid. Diego Forlan kom Atletico yfir skömmu fyrir leikhlé og Kun Aguero átti fallegt einleiksmark í upphafi seinni hálfleiks. Jurado skoraði þriðja markið með skalla. Vondurdagurhjá Abbondaznieri Roberto Abbondaznieri, mark- vörður Getafe, vill eflaust gleyma 0- 3 ósigri liðsins gegn Real Valladolid sem fyrst. Ekki var nóg með að hann skildi markið eftir óvarið þegar Vivar Dorado skoraði fyrsta mark Valladolid, heldur hafði hann áður lagt upp marktækifæri fyrir gestina. Dorado skoraði annaö mark skömmu fyrir leikslok en áður hafði Avaro Rubio skorað. Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Murcia vann Osasuna 2-0. Yfir- burðir heimamanna urðu ekki að mörkum fyrr en í lokin. Henrik Goitom skoraði á 72. mínúm með langskoti og Abel skoraði úr víta- spyrnu í uppbótartíma. Baskarnir í Atíetic Bilbao fóru tómhentir heim frá Santander þar sem þeir töpuðu 1-0. Nýi maðurinn Mohammed Tchite var kominn til að sjá og sigra og gerði það á 43. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri. Leikurinn var fjörugur og bæði lið fengu góð marlrtækifæri. Þakklátur Robinho skoraði fallegt mark (2-0 sigri Real Madrid á Real Zaragoza. Recreativo Huelva og Almeria gerðu 1-1 jafntefli í botnslag. Florent Sinama-Pongolle kom Recreativo yfir á þrettándu mínútu en Mane jafnaði sex mínútum síðar. Eftir það áttu heimamenn mörg fín færi en Diego Alves, markvörður Almeria, varði vel. gg Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona á laugardag þegar liöið heimsótti Mallorca. Eiöur Smári átti ekki sinn besta dag og var tekinn út af í hálfleik: EIÐUR ÁTTISLAKAN DAG Mallorca fékk Barcelona í heimsókn í spænsku deildinni um helgina en síðasti leikur Barcelona var á heimavelli gegn Real Madrid fyrir jól og sá leikur tapaðist. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelonaeftiraðhafaveriðábekknum gegn Real Madrid.Hvorugt liðið kom boltanum í netið í fyrri hálfleik og var Eiður Smári tekinn út af í hálfleik. og í hans stað kom ungstirnið Bojan Krkic. Rafael Marquez kom Barcelona yfir þegar 19 mínútur voru búnar af síðari hálfleik með góðum skalla eftir hornspyrnu frá Xavi. I viðbótarti'ma skoraði Samuel Eto'o frábært mark, Bojan Krkic renndi boltanum í klofið á vamarmanni Mallorca og sendi á Thierry Henry sem lagði boltann út á Eto'o sem hamraði knettinum viðstöðulaust í markið, frábært mark hjá Kamerúnanum gegn sínu gamla félagi. Eiður Smári átti ekki góðan dag og fékk ekki góðan dóm í spænska blaðinu Diario Sport. „Eiður var týndur. íslendingurinn var í engum takti við leikinn. Hann var ósýnilegur inni á miðjunni og tók engan þátt í sóknarleiknum. Hörmuleg frammi- staða," sagði Diario Sport um ffamrni- stöðu Eiðs Smára í leiknum. Eiður Smári hefði þurft á góðri ff ammistöðu aðhaldatilaðsannasigfýrirFrankRijk- aard, stjóra liðsins, sem virðist ekki treysta Eiði fullkomlega miðað við að hann lét Deco sem var nýstiginn upp úr meiðslum byija gegn Real Madrid en ekki Eið Smára sem hafði átt góða leiki þar á undan. hsj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.