Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 9 MÆLINN Eftirmál kosninganna í Kenía koma nú sífellt betur í ljós. í kjölfar skálm- aldarinnar sem kostaði aö minnsta kosti á fjórða hundrað manns lífið fylgir hungursneyð og íjöldi fólks hefur flúið heimili sín og liggur straumurinn yfir landamærin til Úg- anda. Á sama tíma og ættbálkar ber- ast á banaspjót reyna Sameinuðu þjóðirnar að koma matvælum til svelt- andi fólks. Kenía þjóðernishreinsanir SÚDAN Lodwar ÚGANDA Þúsundir hafa flúiá_ yfir landamærin frá Eldoret. Marsabit Kakamega Garissa Kisumu Viktoríu- vátn ' A Masai-Mara ÁQórða hundrað manns hafa misst lífið og á þriðja hundrað þúsunda hafa fluið öldu ættbálkaofbeldis vegna umdeildra kosninga þar sem Mwai Kibaki hafði sigur. Forsetinn fullyrðir að Luo-ættbálkurinn undirforystu Raila Odinga standi að þjóðernishreinsunum gagnvart Kikuyu-ættbálknum. Þjóðernis- Þjóðgarður •. ofbeldi ___ Ferðamannaiðnaður 56 millj. ískr. i ári llemi þrihyrningurinn ^Tfundirstjórn Kenía) H EÞÍÓPÍA lOOmilur 160km Wajir ® RIFT- DALUR _ Eldoret ,|NakUrU _í%. ® ®Embu ^ uí • Li. Naíróbí MJÐBAUGUjjj Lamu ® ®@ Garsen 7 INDLi L r- TANSANÍA TX. *■ ' fiUANDA Masai- /IBÚRUNDI Amboseli Kikuyu er stærstur af fleiri en 40 ætbálkum í Kenía ■ Kikuyu ■ l-uo INÐliANDS-: HAF ii_ Mombasa Tsavo © GRAPHIC NEWS Heimild: Alþjóðlegi Rauði krossinn Hungur sverfur að Smákökum dreift til hungraðra barna í höfuðborg landsins. ir þar engu minna kynþáttahat- urs en í nágrannaríkjunum. Án þess að of fast sé kveðið að orði er óhætt að segja að ættbálkum landsins komi illa saman og öll- um ættbálkum er illa við Kikuyu- ættbálkinn. í Kenía eru til lýsingar yfir næstum alla ættbálka. Einn helsti andstæðingur Kibakis forseta er Raila Odinga, en hann er af Luo- ættbálki og er miðpunktur allra brandara sem fjalla um kynferð- isleg afbrigðilegheit. Masai- og Kalenjin-ættbálkarnir eru „fá- fróðir og latir" og hinn dæmi- gerði Kikuyu-maður er „brögð- óttur og óheiðarlegur". Tortryggni vegna kosning- anna nægði til að breyta óánægju í ofbeldi. Kalenjin-menn, sem hafa viðurkennt að hafa staðið að kirkjubrunanum í Eldoret, segja ekkert athugavert við ódæðis- verk sín. Það er ekki stuðningur við stjórnarandstöðuna eða Raila Odinga sem rekur þá áfram held- ur hatur á Kibaki forseta og ætt- bálki hans. Á sama tíma og þjóðin er í sár- um, efnahag landsins er ógnað og hálf milljón manna líður skort leggjast aðrir Afríkuleiðtogar á eitt og hvetja til nýrra kosninga, samvinnu pólitíslaa andstæð- inga eða annarrar friðsamlegrar lausnar. En óreiðan sem ríkir, hatrið og skortur á vilja til samvinnu og friðsamlegrar lausnar eru eldsneyti á ættbálkaátökin sem lúra handan við homið. Tata-bifreið Stefntað sölu einnar milljónar á ári. Nýr bíll verður afhjúpaður á Indlandi í vikunni. Þar er um að ræða ódýrasta bíl í heimi og ekki eru allir sannfærðir um ágæti þess. Umhverfissinnar eru uggandi Eftir áralangan undirbúning er loksins komið að því að ódýrasti bíll í heimi verði afhjúpaður. Það mun verða gert í þessari viku í Nýju-Delí á Indiandi. Bfli fólksins var hannaður og framleiddur af Tata, sem er fjölskyldufyrirtæki undir stjóm Ratans Tata sem er sjö- tugur að aldri. Verð bflsins verður eitt hundrað þúsund rúpíur sem sam- svarar um eitt hundrað og sextíu þús- undum íslenskum krónum. Bfllinn verður markaðssettur sem ömggur kostur þeirra sem hingað tfl hafa ferðast með fjölskylduna hang- andi utan á mótorhjóli. Ratan Tata sagði að einmitt sú sýn hefði verið honum hvatning við hönnun bflsins: „Maður á mótorhjóli með bam standandi fyrir framan og eiginkonuna sitjandi fyrir aftan, bættu við myndina blautum vegi og þú hefur fjölskyldu í mögulegri hættu." Tata vonast til að ná til sístækkandi hóps velmegandi Indverja og sam- kvæmt spá ráðgjafarfýrirtækisins Mc- Kinsey mun fjöldi Indverja í miðstétt aukast úr fimmtíu milljónum nú í fimm hundmð áttatíu og þijár millj- ónir árið 2025. Á síðasta ári var seld yfir ein milljón bfla og mótorhjóla á Indlandi og markhópur Tata er ein- mitt sá hópur lansmanna sem ekur um á mótórhjólum og hefur hann fúlla trú á því að hann geti selt allt að milljón bfla á ári. Þeir sem þekkja til bif- Hótað sprengjuárásum Fyrirhuguð er heimsókn George W. Bush Bandaríkjaforseta til Mið-Austurlanda í þessari viku. Ef eitthvað er að marka fullyrðing- ar Adams Gadahn, bandarísks al- Kaída-liða, mun Bush fá allt annað en innilegar móttökur við kom- una. f myndbandi sem sett var á netið í gær segir Adam að herskáir íslamstrúarmenn búi sig nú und- ir að bjóða Bush velkominn með sprengjum. í myndbandinu, sem er rúmlega fimmtíu mínútna langt, segir Adam Gadahn meðal annars: „Takið ekki á móti honum með blómum og lófataki, heldur með sprengjum og gildrum." reiðamarkaðarins telja ekki loku fyrir það skotið að framtak Tatas geti um- bylt verði á bifreiðum, ekki aðeins á Indlandi heldur á alþjóðavísu, og aðrir framleiðendur hafa svipaðar áherslur á pijónunum. Umhverfissinnum líst ekki á blikuna Framtak Tatas er ekki öllum fagn- aðarefrii. Umhverfissinnar hafa nú þegar miklar áhyggjur af mengun í indverskum borgum sem margar hveijar em of mannmargar. Þar sem verð Tata-bflsins verður ekki nema nokkrum tugum þúsunda hærra en verð vinsælla mótórhjóla og helmingi lægra en á þeim bfl sem nú nýtur mestra vinsælda er næsta ömggt að hann mun rokseljast. Umhverfissinnar em því uggandi og telja að svo gífurleg verðlækkun muni haífa í för með sér afar slæmar afleiðingar. Mfldl leynd hefur hvflt yfir bflnum en einhveijar upplýsingar hafa þó lekið út. Líkt og upprunalegi bfll fólksins, Volkswagen-bjalla Adolfs Hitler, er Tata-bfllinn með vélina í skottinu, bfll- inn er femra dyra og vélarstærðin er 600 kúbfksentimetrar og boddíið er að miklu leyti úr plasti. Murad Ali Baig, einn helsti bfl- greinafræðingurlndlands, er jákvæður í gagnrýni sinni. „Þeir sem ekið hafa bflnum emhrifnir. Hönnuðirhafareynt Líkt og upprunalegi bíll fólksins, Volkswagen- bjalla Adolfs Hitler, er Tata-bíllinn með vélina í skottinu, bíllinn er fernra dyra og vélarstærðin er 600 kúbíksentimetrar og boddíið er að miklu leyti úrplasti. að hafa hann eins lítinn og mögulegt er til að draga úr kostnaði, en innanrými er gott og bíllinn er reyndar þokkalega fallegur," sagði Murad Ali Baig. Enn er þó nokkrum spumingum ósvarað og bflgreinasérfræðingar bíða í ofvæni eftir að sjá hvernig bfllinn kemur út gagnvart öryggis- og umhverfisstöðlum. Tata fullyrti að bfllinn myndi ekki menga meira en mótorhjól og að framleiðslan hefði dregist vegna þess að unnið var að því að draga úr útblæstri vélarinnar. En reglugerðir þar að lútandi em mun rýmri en tíðkast í Evrópu og hönnun bifreiða á Indlandi lýtur engum reglugerðum sem lúta að öryggi við árekstur. Þær milljónir Indveija sem langar að eignast bfl láta sig þessar spumingar litlu varða og telja eflaust öryggi sínu í umferðinni betur borgið í hvaða bfl sem er heldur en á mótorhjóli. Birkiaska Umboðs- og söluaöili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Minnistöflur Umboðs- og söLuaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 - 'Á.AHVa www.birkiaska.is rt FOSFOSER MEMORY # ( Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.