Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Síða 5
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 5 KISTU FISCHER LAUMAÐTIL UTFARARI „Sumir okkar eru sáriryfírþví að hafa ekki fengið að vera viðstaddir útförina." SKJOLINÆTUR RJF-hópurinn, sem barðist fyrir komu Bobby Fischers hingað til le klofinn og óánægja ríkir innan hópsins eftir útför Fischers. Hópuri: barðist fyrir hálfopinberri útför hans með tilheyrandi sjónarspili. Á meðan hópurinn fundaði um lagalegan rétt yfir líki Fischers og hvernig staðið yrði að útförinni undirbjó Garðar Sverrisson, einn meðlima hópsins, útför í kyrrþey framhjá félögum sínum. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaöamaöur skrifar: Garðar Sverrisson, einn af meðlimum RJF-hópsins, sem barðist fyrir komu Bobby Fischers til Islands, undirbjó útför skákmeistarans framhjá félög- um sínum í hópnum. Á meðan Garð- ar var að ganga frá öllu funduðu aðrir meðlimir hópsins, án Garðars, og veltu fyrir sér lagalegum rétti fyrir útfararleyfi. Þeir höfðu þá enga hugmynd um aðgerðir Garðars. Robert James Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, lést fimmtudag- inn 17. janúar eftír alvarleg veikindi. Hann var 65 ára og talið er að dán- arorsök hans hafi verið nýrnabilun. Stuðningshópur Fischers, RJF, lýsti fljótlega eftir andlátið vilja sínum að útförin yrði hálfopinber og að jarðn- eskar leifar Fischers yrðu varðveitt- ar á Þingvölium. Á sunnudagskvöld funduðu félagar í RJF lduldcustundum saman vegna málsins í þeirri von að niðurstaða fengist í útfærslu útfarar- innar. Það sem þeir ekki vissu var að á meðan fundurinn stóð yfir var undir- búningur að útför Fischers langt á veg kominn. Kom aldrei til samráðsfundar Skömmu eftir andlátið var beðið komu Miyoko Watai, japanskrar eig- inkonu Fischers, til landsins. Á tíma- bili veltu meðlimir RJF fyrir sér að fá aðstoð dómstóla við að kveða úr um hver hefði lagalegan rétt til útfarar- leyfis. Það var rætt á sunnudagsfundi hópsins. Samkvæmt heimildum DV gekk það fram af Garðari er hann frétti að félagar hans hefðu sett sig í samband við löglærða menn í þeirri von að vefengja rétt Miyoko til útfar- arleyfis. Einar S. Einarsson, formaður RJF- hópsins, staðfestir að meðlimirnir hafi viljað komast að samkomulagi við eiginkonuna um hvernig stað- ið yrði að útförinni og hvar Fischer fengi að hvíla. Hann segir að hópur- inn hafi verið búinn að mæla sér mót við hana á mánudeginum. „Við stóð- um í þeirri trú að Miyoko væri ekki eiginkona hans og vildum einfald- lega ganga úr skugga um hver hefði rétt til útfararleyfis. Við vildum fá úr því skorið hver gæti tekið ákvörðun um útförina. Ákveðinn hafði verið ...i fundur með henni til að ræða útför- ina og tryggja að hann fengi að hvíla í íslenskri mold. Á þeim fundi vild- um við komast til botns í málinu en sá fundur var aldrei haldinn," segir Einar. Mágur stígur fram í skjóli nætur sótti Garðar ekkjuna Miyoko á Keflavíkurflugvöll aðfara- nótt mánudagsins 21. janúar. Strax um morguninn var Fischer jarðsett- ur í Laugardælakirkjugarði, rétt íyrir utan Selfoss. Útförin fór fram í kyrr- þey og án vitneskju flestra vina Fis- chers hér á landi. Það var kaþólski presturinn Jakob Rolland sem jarð- söng. Ekki einu sinni sóknarprestur- inn, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, vissi af útförinni. Staðarvalið réðst af því að tengdaforeldrar Garðars hafa búið á jörðinni og þar hafði Fischer komið nokkrum sinnum og heillast af staðnum. í gær kom í ljós að mágur Fischers, Russel Targ, sem var giftur eldri systur Fischers, er staddur hér á landi til að skoða lagalegan rétt bandarískra ætt- ingja Fischers. Hann ætíaði sjálfur að vera viðstaddur útförina en það mis- fórst þar sem hann hélt að hún færi ffam síðar. Fischer lét eftír sig tölu- verða íjármuni, ef marka má vísi.is var um að ræða 140 milljónir króna sem Miyoko erfir. Mágurinn skoðar nú hvort ættingjar hans í Bandaríkj- unum eiga tílkall til fjármunanna. Vildu vera viðstaddir Aðspurður segist Einar hafa orðið var við óánægju innan hópsins. Sjálf- ur segist hann ekki ósáttur hafi útför- in verið skipulögð eftir fyrirmælum Fischers sjálfs. „Hinn látni meistari lét Garðari eftir trúnaðarfyrirmæli varðandi útförina um algjöra leynd. Einhverjir okkar kunna ekki að vera sáttir og ég hef vissulega heyrt af óánægju. Óánægja hópsins er ekki vegna þess hvernig útför- in fór fram, hins vegar fengum við ekki að vita hvenær hún fór fram. Á fundinum í fyrradag átti að ræða tilhögunina og hafa samráð um þetta," segir Einar. „Sumir eru sárir yfir því að hafa ekki fengið að vera við- staddir útförina. Samráðið var nú eins og það var. Við vildum heldur sjá hálfopinbera útför, ekki í kyrrþey, með aðkomu íslensku ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar þannig að hon- um yrði veitt fyllsta virðing. Ég get hins vegar ekki gert athuga- semdir við þessa meistaralegu leikfléttu ef hún fór fram sam- kvæmt fyrirmælum hins látna." Ekki á forræði hópsins Garðar segir útförina alfarið hafa verið á forræði eiginkonu Fischers en ekki á forræði RJF- hópsins. Hann segir félögum sínum hafa verið kunnugt um afstöðu sína til málsins. „Á fslandi er löng og rík hefð fyrir því að gefa syrgjendum frið til að taka sínar ákvarðanir hér um og sýna í þeim efnum nærgætni. Bobby var Is- lendingur og mikilvægt að um hann, lífs sem liðinn, gildi sama ffiðhelgi og við viljum að um okkur sjálf gildi. Félögum mínum var fullkunnugt um þessa afstöðu mína og fjölskyldu minnar. Einnig þá skoðun að málið væri á forræði Miyoko Watai en ekki okkar. Að Bobby gengnum væri það hennar að mæla fyrir um hvernig að málum yrði staðið, sem hún og gerði," segir Garðar. RIMCr ;.r Bobby og Miyoko Eiginkona Fischers erfir töluverða fjármuni en mágur hans er hér á landi að kanna rétt bandarískra ættingia til arfsins i V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.