Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 9
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 23.JANÚAR 2008 9
Árið2006 létust 9,7
milljónir barna undir
fímmáraaldriá
heimsvísu. Þrátt fyrir
þennan mikla fjölda
ungra fórnarlamba
erþetta minnsta
mannfallið síðan
byrjað var að halda
tölur um barnadauða.
sem árangur víða um heim gefur
er það samt sem áður staðreynd
að að meðaltali, deyja fleiri en tut-
tugu og sex þúsund börn undir
fimm ára aldri á hverjum einasta
degi.
Mikill meirihluta þeirra barna
deyr af völdum veikinda sem hægt
er að koma í veg fyrir. Nægir að
nefna blóðkreppusótt, malaríu,
vannæringu, óhæft drykkjarvatn,
skort á hreinlæti og smit eyðni frá
móður til barns. Skýrslan segir að
lausnin á barnadauða sé ekki nýr
sannleikur. í flestum tilfellum sé
um að ræða einfaldar, áreiðanleg-
ar og ódýrar lausnir sem dygðu til
að koma í veg fyrir tvo þriðju hluta
þeirra dauðsfalla sem nú eru stað-
reynd.
Á meðal þeirra leiða sem nú
þegar hafa sannað gildi sitt, eru
brjóstagjöf í stað notkunar þurr-
mjólkur, bólusetning, notkun A-
vítamíns og notkun flugnanets þar
sem þörf er á.
Erfitt við að eiga
Þær hindranir sem oftar en
ekki standa í vegi fyrir þvi að hægt
sé að beita þessum árangursríku
og ódýru leiðum til að draga úr
barnadauða eru fátækt og styrjaldir.
Þau lönd sem koma verst út úr
skýrslu Unicef eiga einmitt við stríð
og mikla fátækt að stríða.Einnig
ber að nefna að í stað almennrar
áherslu á heilsugæslu er einblínt á
einhvern ákveðinn sjúkdóm. Þess
utan skortir víða pólitískan vilja
til að veita aukna fjármuni svo
mögulegt sé að taka á vandamálinu
með raunhæfum aðgerðum.
Afríku til mið-Austurlanda, og Suð-
ur-Asíu. Aðra sögu er að segja í Suð-
ur-Ameríku, frá Karíbahafssvæðinu
og Ausmr-Asíu og Kyrrahafssvæð-
inu. Þar hefur barnadauði dregist
saman um helming og núna deyja
um tuttugu og sjö börn af hverjum
eitt þúsund lifandi fæddum og ef sú
þróun heldur áfram eru þau lönd í
góðum málum með að ná 2015-tak-
markinu.
í þróuðu löndunum deyja að
meðaltali sex af hveijum eitt þús-
und börnum, lifandi fæddum, undir
fimm ára aldri.
Tuttugu og sex þúsund á dag
Þrátt fyrir hin góðu fyrirheit
LOND SEM
KOMU VERST ÚT
Fjöldi dauðsfalla barna afeittþúsund
lifandi fæddum fyrir fimm ára aldur.
Sierra Leone 270 börn
Angóla 260 börn
Afganistan 257 börn
Nígería 253 börn
Ubería 235 börn
Von um betri tío Staðan er slæm en vonir manna standa til
að hægt verði að draga verulega úr barnadauða. Síðustu tæpu
hálfa öldina hefur barnadauði minnkað um 60 prósent.
Bandaríski seölabankinn brást við hruni hlutabréfamarkaða:
Vextirnir lækkaðir
Seðlabanki Bandaríkjanna til-
kynnti í gær um vaxtalækkun. Þetta
gerði hann til að bregðast við bágri
stöðu á hlutabréfamörkuðum.
Hrun á mörkuðum í Asíu og
Evrópu heldur áfram og var gærdag-
urinn, fram að tilkynningu seðla-
bankans, einn sá svartasti á öldinni
með tilliti til fjármálamarkaða að
mati sérfræðinga. Ástæður verð-
hrunsins má að mestum hluta rekja
til ótta vegna ástands efnahags í
Bandaríkjunum.
í Lundúnum féll FTSE-vísitalan
um þrjú prósentustig þegar markaðir
opnuðu en náði sér þó á strik þegar
leið á daginn. Á sama tíma var ástand
enn verra á mörkuðum í Asíu og í
Japan hafði Nikkei-vísitalan í lok dags
fallið um 5,7 prósent og hafði þá fallið
um átján prósent fr á áramótum.
Verðbréfamarkaðir í
Bandaríkjunum voru lokaðir á
mánudaginn þar sem haldinn var
hátíðlegur fæðingardagur blökku-
mannaieiðtogans Martins Lúter
King, en ekki er talið ólíklegt að verð
hlutabréfa í Bandaríkjunum gæti
náð sögulegu hámarki síðan árás-
in var gerð á tvíburaturnana ellefta
september2001.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa
boðað skattalækkanir, með það fyrir
augum að hvetja almenning til að
auka neyslu. Skattalækkanirnar nema
um eitt hundrað fjörutíu og fimm
milljörðum bandaríkjadala og eru
hluti af aðgerðum sem ætlað er að
slá á ótta um kreppu. I ljósi þróunar á
fjármálamörkuöum heims virðist þó
ljóst að aðgerðir Bandaríkjamanna
hrökkva skammt til að slá á óttann við
heimskreppu.
Hrun á mörkuðum Hlutabréfavísitölur
víða um heim halda áfram að lækka.
Netverslun í Danmörku
Danir versluðu fyrir ríflega
tvö hundruð og fimmtíu
milljarða gegnum netið
árið 2007. Með tilliti til
ársins 2006 er um að ræða
þrjátíu og fimm prósenta
aukningu. Netverslun nam
árið 2007 um tíu prósentum
af heildarsmásöluverslun í
Danmörku. Reiknað er með
að netverslun Dana eigi
eftir að aukast enn frekar og
gert er ráð fyrir að verslun
gegnum netið fari yfir þrjú
hundruð milljarða í ár.
Birkiaska
Umboös- og söluaöili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN