Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Page 22
32 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 Fókus DV TÓNLIST OG VITSMUNAÞROSKI HELGA RUT GUÐMUNDSDÓTTIR fjallar um það hvernig tónlist getur varpað Ijósi á vitsmunaþroska ungbarna í fyrsta miðvikudagsfyrirlestri KHl á þessu ári. í fyrirlestrinum mun Helga kynna erlendar rannsóknir á ungbörnum með sérstaka áherslu á þær sem hafa tónlist að viðfangsefni. Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Kennnaraháskólans við Stakkahlíð og hefst klukkan 16. Munimir heim Þjóðminjasafnið fékk í gær form- lega afhenta 800 íslenska muni ffá Nordiska museet í Stokkhólmi. Það var Christina Mattsson, for- stöðumaður Nordiska museet, sem afhenti menntamálaráð- herra, Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur og Margréti Hallgrímsdótt- urþjóðminjaverði munina. Meðal gripanna er ýmislegt sem tengist íslenska hestínum, tíl dæmis söðlar og söðuláklæði, ldstlar, rúmfjalir, búningar og búninga- skart, að ógleymdum prentuðum bókum og handritum. Samning- urinn milli Nordiska museet og Þjóðminjasafns íslands kveður á um að Þjóðminjasafnið annast varðveislu munanna tíl allrar framtíðar. Sýning á mununum Manga- sýning Sýning á manga-teikningum ís- lenskra bama og unglinga var opnuð í Borgarbókasafni Reykja- víkur um síðustu helgi. Sýningin er í samstarfi við sendiráð lapans á íslandi en samkeppni um manga- teikningar var haldin á vegum þess á síðasta ári í tílefni af komu Nobuyukis Tsugata, sérfræðings í japönskum teiknimyndum (an- ime). Manga, eða japanskar mynda- sögur, hafa notíð vaxandi hylli á Vesturlöndum á undanfömum árum og eru sérlega vinsælt efni á bókasöfnum. Á sýningunni má sjá tæplega fjörutíu myndir eftír sautján börn og unglinga á aldrin- um ellefu tíl tuttugu ára. Sýningin stendur tíl 6. febrúar. Styrkja Óperuna Nýlega veitti Vinafélag íslensku óperunnar Ópemnni veglegan styrk tíl kaupa á ljósabúnaði að andvirði 1,5 milljóna króna. Ljós- kastararnir sem keyptír voru auð- velda leiklýsingu til mikilla muna og spara bæði tíma og mannskap við óperusýningamar. Vinafé- lag íslensku óperunnar er félag áhugamanna um óperutónlist. Megintílgangur þess er að styðja og styrkja starf Operunnar, meðal annars með fræðslu og kynningu á óperulist með hliðsjón af verk- efnum Óperunnar og í samstartí ,við hana. Jónína Leósdóttir hlaut Ljóöstaf Jóns úr Vör í fyrradag fyrir ljóð sitt „Miðbæjarmynd“ í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Jónína er sjötti handhafi verðlaunanna frá stofnun samkeppninnar árið 2002. „Þetta kom mjög skemmtílega á óvart. Ég átti alls ekki von á þessu," segir Jónína Leósdóttir, rit- höfundur og fyrrverandi ritstjóri, sem í fýrradag hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í árlegri ljóðasamkeppni Usta- og menningarráðs Kópavogs. Jónína er sjöttí handhafí verðlaunanna ffá stofnun samkeppn- innar árið 2002 og hlaut að launum 500 þúsund krónur, eignargrip og sjálfan Ljóðstafinn, áletrað- an með nafni hennar, til varðveislu í eitt ár. Rusl verður verðmæti Heiðurinn hlaut Jónína fyrir ljóðið „Miðbæjar- mynd" en hún segir að kveikjan að því sé kona frá Austurlöndum sem Reykvíkingar kannist örugg- lega margir við því hún hafi á undanförnum árum verið mikið á ferli í miðbænum að tína flöskur úr ruslatunnum. „Ég svona ímynda mér hvernig líf hennar var áður en hún kom til Islands. Hún kemur frá allt öðrum veruleika, úr allt öðruvísi aðstæðum, og er komin hingað í ffamandi umhverfi. Svo er þetta líka kannski áminning um að hún er að bogra eftir hlutum sem við hendum frá okkur. Hlutum sem eru verðmætí fýrir hana en við hirðum ekki um. Ljóðið kallast líka aðeins á við ljóð eftír Tómas Guðmundsson um Austurstrætisdætur á rauðum Jónína Leósdóttir rithöf- undur „Mér fannst Ijóðlistin svo hátiðleg og alvarleg. Og kannski fannst mér ég ekki orðin nógu þroskuð og fullorðin til að yrkja fyrr en á allra síðustu árum." skóm. Þær konur sem núna trítía í Austurstrætinu eru ekki alveg eins og þær voru á tímum Tómas- ar," segir Jónína og bætir við aðspurð að hún hafi aldrei haft samskipti við umrædda konu. Ljóðið er tólf línur og hefur Morgunblaðið réttínn á „frum- sýningu" þess sem Jónínu sldlst að verði um næstu helgi. Kannski ekki nógu þroskuð Jónína hefur einu sinni áður sent ljóð í keppn- ina, þá tvö eða þrjú stykki, en að þessu sinni kveðst hún einungis hafa sent eitt ljóð. „Þetta er reyndar innan úr handrití sem ég er að vinna með. Ég valdi þetta úr og prófaði að skella því í póst, og svo bara gleymdi ég því," segir Jónína. Hún hefur aðallega skrifað leikverk í gegnum tíðina, ýmist fyrir leilcsvið, útvarp eða sjónvarp, og segist Jóm'na ekki hafa telcið upp á ljóðayrkingum svo einhverju nemi fýrr en á allra síðustu árum. „Þetta hefur haft langan aðdraganda. Mér fannst ljóðlistin svo hátíðleg og alvarleg. Og kannski fannst mér ég e]dd orðin nógu þroskuð og fullorð- in tíl að yrkja fýrr en á allra síðustu árum." Jónína veit ekki hvað verður með handritið sem hún hefur nú í fórtim sínum. „Ég er með fullkomn- unaráráttu og er því aldrei ánægð. Ég veit ekldhvað verður því mér finnst endalaust hægt að breyta og bæta." kristjanh@dv.is ÍAFGREIÐSLATÍL EFTIRBREYTNI ISKYNDI Þau voru blómleg viðskiptin á Subway þegar við Jcollegi minn gengum inn í verslun N1 í byrjun vikunnar. Röðin við afgreiðsluborð- ið lá nærri því út að dyr- um, á meðan ekJd var sálu að sjá hjá nágrönnum þeirra á Burger King. Raunar sá ég ekki einn einasta kúnna skipta við þá ágætu skvndibitakeðju allan tímann sem ég var á staðnum. En aftur að Subway, eftír að hafa beðið . í um 10 mínútur í röðinni var kom- ið að okkur. Afgreiðsludömurnar voru þrjár röskar stúllcur sem vissu svo sannarlega hvað klukkan sló. Til að gera stutta sögu styttri afgreiddu þær okkur félagana á mettíma þar sem skipulag og hröð handtök voru allsráðandi. Ég settist 858 krónum fátækari með 12" pizzabát og litla gos, and- spænis félaganum, við hreint borð ÍNI. Við vorum sammála um það að maturinn smakkaðist afbragðsvel, hráefnið var ferskt og í hæfilegu magni þannig að ylvolgur bátur- inn rann ljúflega niður kverkarn- ar. Umhverfið var hreinlegt, ef frá er talinn stóllinn sem ég ætlaði að setjast í, en á honum var hörðnuð tómatsósa, að því er virtist. Annars var ferðin í alla staði hin ánægju- legasta, ólíkt þeirri upplifun sem ég varð fyrir í desember en þá beið ég í 10 mínútur án þess að starfsmað- ur sæist á vettvangi á Subway við Hringbraut. Stelpurnar á Subway á Ártúnshöfða fá fullt hús stíga. Þangað fer ég aftur. BALDUR GUÐMUNDSSON fór á Subway á Ártúnshöfða HRAÐI: ★ ★ VEITINGAR: VIÐMÓT: UMHVERFI: VERÐ: -k-k-t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.