Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Side 2
Fréttir DV 2 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 A . DV FRÉTTIR Barinn og rændur á heimleið Maður sem var á leið heim úr miðbænum í gærmorgun varð fyrir heldur óskemmtilegri lífs- reynslu. Á leið sinni um Hring- braut um sexleytið veittust að honum þrír menn sem börðu hann og rændu. Hann slasað- ist ekki alvarlega en mennirnir höfðu af honum forláta iPod og fimmtán þúsund krónur í reiðu- fé. Þegar íögreglan kom á staðinn höfðu ræningjarnir flúið af vett- vangi en því miður fyrir mann- inn voru engin vitni að árásinni. Hann gat ekki gefið lýsingu á árásarmönnunum og því hafa þeir ekki fundist. Vilja sækja um ESB-aðild Þingmennirnir Guðfinna Baldursdóttir og Jón Magnús- son tóku bæði undir með það í Silfri Egils í gær að Islend- ingar sæktu um aðild að Evr- ópusambandinu til að kanna hvaða kostir bjóðast. „Ég er Evrópusinni. Ég vil að Islendingar sæki um aðild en á sama tíma hef ég sagt að ég er ekki viss um að ég myndi greiða með því atkvæði," sagði Jón Magnús- son, þingmaður Frjálslynda floklcsins. Guðfinna Bjarnadótt- ir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði hugsanlegt að Islendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu. „Ég er ein af þeim í Sjálfstæðis- flokknum sem er frekar inn á því að skoða möguleikana sem felast í því og ég vil sjá okkur gera það án þess að vera fyrirfram búin að setja okkur í einn hóp eða annan." Lyftari skall ájeppa Smávægilegar skemmdir urðu þegar lyftari rann til í hálku við höfnina á Isafirði í gær. Ekki fór betur en svo að hann rakst á jeppa sem var við höfnina með þeim afleiðingum að jeppinn skemmdist lítiilega. Engin slys urðu sem betur fer á fólki. Helg- in var annars afar tíðindalítil á Vestfjörðum enda veður gott og akstursskilyrði víðast ágæt, ef frá er talin höfnin í höfuðstað lands- fjórðungsins. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamadur skrifar: íslenskur huldumaður kom að föls- un bókar hins látna skákmeistara Bobbys Fischers, My 60 Memorable Games, sem hann gaf út árið 1969. í lok síðasta árs var boðin tíl sölu á E- bay bókin My 61 Memörable Games og var hún sögð vera eftir Fischer enda var formáli bókarinnar í hans nafni. Ekki leið langur tími þar til bókinni var kippt út sölu á netinu og fullyrðingar um fölsun fóru á stjá. Fullyrt er að formálinn sé fals- aður og að bóldn hafi verið gefin út án samþykkis skákmeistarans sjálfs. Þá var ljósmyndin á kápu bókar- innar telcin af meðlimi í RJF-hópn- um, stuðningshópi Fischers. Sam- höfundur upprunalegu bókarinnar, skákmeistarinn Larry Evans, hef- ur reynt að rekja slóð falsaranna og hefur komist að þeirri niðurstöðu að einhver hér á landi íhlutaðist um útgáfuna. Sá kallaði sig Helga í sam- skiptum við þann sem kom bóldnni í umferð og hefur Evans ýjað að því að Helgi Olafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla íslands, sé hinn seki. Gjörsamlega út í hött Helgi hafnar því algjörlega að vera á nokkurn hátt viðriðinn útgáfu bók- arinnar. „Þetta mál er algjört rugl frá upphafi til enda. Þarna eru á ferðinni algjörar getgátur og verið að búa til einhverjar samsæriskenningar. Mér þótti vænt um Fischer og bar virð- ingu fyrir hans verkum, ég myndi aldrei láta mér detta í hug að reyna að græða á honum peninga. Það er gjörsamlega út í hött. Getgátur um að ég tengist þessu eru eiginlega ekki svaraverðar. Ég hef aldrei séð þessa bók," segir Helgi. Torfi Stefánsson skákáhuga- maður hefur mikinn áhuga á því að huldumaðurinn íslenski finnist. Sjálfur hefur hann reynt að komast á síóð falsarans. „Mér sýnist allt benda til þess að Evans hafi rétt fyrir sér og að umrædd persóna geti varla verið önnur en Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla íslands. Ef svo er þá er þetta ffamferði Helga bæði siðlaust og lögleysa, nema þá auðvitað að Fischer hafi verið þessu samþykkur allan tímann. Það síðasta getur varla staðist ef samband Helga og Fischers Helgl Ólafsson, stórmeistari í skák, er bendlaður við fölsun á bók skákmeistarans Bobbys Fischers sem boðin var til sölu á E-bay í haust. Samhöfundur Fischers á hinni upprunalegu bók, skákmeistarinn Larry Evans, er á slóð falsaranna og hefur nefnt Helga sem hugsanlegan sökudólg. Helgi sver af sér alla aðild að fölsuninni sem hann segir vera stóralvarlegt mál. LEITA ÍSLENSk HULDUMANNS „Mér þótti vænt um Fischer og bar virðingu fyrir hans verkum, ég myndi aldrei láta mér detta i hug að reyna að græða á honum pen- inga." fyrir mig og fullyrði að ég kom ekkert nálægt þessu, það er algjört rugl," segir Helgi. My 61 Memorable Games Fölsuð bók I nafni Bobbys Fischers birtist á E-bay siðla árs f fyrra og var formáli hennar merktur skáksnillingnum sjálfum. hefur verið lítið sem ekkert síðastlið- ið ár eins og fullyrt er. Þá er Helgi í vondum málum," segir Torfi. Nafninu stolið „Ég vona svo sannarlega að þetta sé allt ein stór vitleysa og að það liggi allt öðruvísi í málinu en virð- ist í fyrstu. En þá verða viðkomandi menn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ef vinir Fischers báru í raun hag hans fyrir brjósti og bera ein- hverja lágmarksvirðingu fyrir sjálf- um sér, hljóta þeir að láta heyra ffá sér og þvo hendur sínar af þessum alvarlegu ásökunum. En eftir því sem þögnin verður lengri því líklegra er að tilgátur Larrys Evans, um hver standi að baki fölsuninni, séu réttar," bætir Torfi við. Hann segir það einn- ig athyglivert að félagi Helga úr RJF- stuðningshópi Fischers, Einar S. Ein- arsson, tók ljósmyndina sem prýðir forsíðu hinnar fölsuðu bókar. Aðspurður segir Helgi það liggja ljóst fyrir að bókin sem kom fram á sfðasta ári hafi verið fölsuð. Hann segist ekld hafa hugmynd um hverj- ir stóðu að baki útgáfunni en telur líklegt að það verði rakið á endan- um. „Það er ótrúlegt að mitt nafn sé bendlað við þetta. Það er ekkert mál að nota hvað nafn sem er í svona slæmum tilgangi og þarna hefur mitt nafn verið notað sem einkennisnafn. Það er hægt að stela öllu í dag og það hefur hugsanlega verið gert til að koma sökinni á mig. Ég svara bara Ritverk eru heilög „Það er talað um að for- málinn sé alls ekkert eftir Fischer og bókin var gef- in út í óþökk hans. Bók- in var náttúrlega bara mjög ómerkilegt svindl og algjörlega ósiðlegt að reyna koma svona- löguðu á markað," segir Helgi. „Eina tengingin sem ég þekki í þessu er að á bókarkápunni er mynd sem Ein- ar tók. Hvernig það kom til hef ég ekki hugmynd um og hann sjálfur verður að svara því. Ég hef ákveðnar skoðan- ir á því hver fals- arinn er en það er ekki mitt mál að eiga við það. Það er stóralvar- legt mál að stela ritverki með þess- um hætti. Það eru sumir hlutir heilagir og mað- ur ræðst ekld í það að stela verkum annarra. Ég myndi aldrei leggjast svo lágt. Ef það gengur eitt- hvað lengra að ég sé tengd- ur við þessa bók þá neyðist ég til að skoða mína réttar- stöðu," bætir Helgi við. Bobby Fischer Skákmeist- arinn skrifaði bók árið 1969 um eftirminnilegustu viðureignirsínarog samhöfundurhans, skákmeistarinn Larry Evans, erá höttunum eftirfölsurum bókarinnar. I U' _ / rinn ★ SuÓunveri* . Alltar c\6o\/tr! Fangelsismálastjóri útilokar að mistök tengist andláti fanga: Við erum ekki í neinum feluleik „Ég get ekki rætt þetta einstaka mál," segir Páll Winkel fangelsismála- stjóri. Faðir og tvíburabróður Sigurð- ar Júlíusar Hálfdánarsonar, sem lést af völdum meþadoneitrunar á Litla- Hrauni 22. september síðastliðinn, segja mistök starfsmanna fangelsis- ins hafa leitt Sigurð til dauða. Báðir eru þeir reiðir út í fangelsismálayfir- völd fyrir aðskiptaleysi eftir atburð- inn og saka þau vísvitandi um að reyna að fela hvað raunverulega gerðist. Feðgamir skilja ekkert í því hvers vegna yfirvöld hafi ektó viður- kennt mistök sín og hafa ráðið lög- fræðing til að lögsækja íslenska ríldð Aðspurður segist Páll ekki kann- ast við að handvömm starfsfólks hafi Lést í klefa sínum Sigurður Júlíus fannst látinn I klefa sínum eftir að hafa fengið stóran meþadonskammt. kostað Sigurð lífið. Hann segir mál- ið mannlegan harmleik. „Við vísum því algjörlega á bug að við séum að fela eitthvað. Ég veit ekld hvað þeir em að vísa til þegar feðgarnir segja okkur ekki koma hreint fram. Málið er ekkert inni á okkar borði og emm því ekld í neinum feluleik. Við höfum ekkert yfir læknunum að segja þar sem heilbrigðisþjónustan er á veg- um heilbrigðisráðuneytis og sjúlcra- stofnunarinnar," segir Páll. „Það er svo langur vegur frá að við hefðum átt að vera í sambandi við fjölskylduna og viðurkenna ein- hverja sök. Sjái þeir sig knúna til að höfða mál þá er það þeirra leið, telji menn á sér brotið þá er það rétta leiðin." Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir feng- ust ekki svör ffá Magnúsi Skúlasyni, lækningaforstjóra Heilbrigðisstofn- unnar Suðurlands, við vinnslu frétta- rinnar. trausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.