Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 Fréttir DV Ökumenn undir áhrifum Afar rólegt var víðast hvar á landsbyggðinni um helgina. Tveir voru teknir fyrir ölvun- arakstur á Akureyri aðfarar- nótt sunnudags auk þess sem fáeinir næturgestir á Hótel Seli í Mývatnssveit stóðu í stappi þegar leið á nóttina. Þeir voru þar vegna snjósleðakeppni sem fram fór í grennd en hún fór afar vel fram að sögn lögreglunnar á Húsavík. Á Selfossi keyrðu tveir ökumenn ölvaðir í fyrrinótt og aðrir tveir í gærmorgun. Þá var einn ökumaður, talinn undir áhrifum fíkniefna, einnig stöðv- aður á Selfossi í gær. Methagnaður Landsvirkjunar „Hagnaðurinn hefði orðið mun minni ef hann hefði verið reiknaður út með gömlu að- ferðinni. Þar var ekki tekið tillit til þeirrar eignar og eignaauka sem eru í stóriðjusamningum," segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, en hagnaður Landsvirkjunar var 28 milljarðar króna árið 2007. „f upphafi árs- ins í fyrra tóku nýjar reglur um reikningsskil gildi. Þær kveða á um að taka þurfi inn í reiknings- skilin virði orkusamninga við stóriðjur. Flestir þeirra eru til fjöl- margra ára en virði þeirra ræðst hvoru tveggja af álverði hvers tíma og gengi íslensku krónunn- ar. Þetta er engu að síður óinn- leystur hagnaður" segir Friðrik. Tannbrotinn á ballinu á NASA Hann þarf óvænt til tann- læknis maðurinn sem ráðist var á inni á skemmtistaðnum NASA aðfaranótt sunnudags. Tennur brotnuðu í mannin- um sem átti sér einskis ills von þegar hann varð fyrir lík- amsárás. Þess utan bókaði lögreglan þrjár minniháttar líkamsárás- ir aðfaranótt sunnudags. Verktakafyrirtækiö Fjalir hefur stefnt husfelagmu að Miðvangi 2 til 8 í Hafnarfirði vegna ógreidds reikn- ings. íbúarnir vilja ekki greiða reikninginn vegna þess að þeir telja ekki hafa j j 1 % verið gengið nægilega vel ' ísM^ ■ 1 Verktakafynrtækið Fjalar hefur stefnt íbúum að Miðvangi 2 til 8 í Hafnar- firði fyrir dómstóla vegna vangoldins reiknings við viðhaldsffamkvæmdir. Fjalir krefja íbúana um 11 milljónir króna. Húsfélagið hefur þegar greitt um 2 til 3 milljónir króna vegna verksins, en telur sig ekki þurfa að greiða meira. fbúar hafa ekki viljað greiða reikninginn að fullu þar sem þeir telja verktakann ekki hafa gengið nægilega ffá framkvæmdinni. Fja- lir voru fengnar til að taka að sér viðhaldsframkvæmdir á húsnæð- inu árið 2006, en fjölbýlið var byggt í byrjun áttunda áratugs síðustu ald- ar. Verktakinn átti að sjá um viðhald á klæðningu á hússins. Ástmar Örn Arnarsson, fyrrver- andi eigandi Fjala og stofnandi, lést skömmu eftir að málið var höfðað í árslok 2006. Árið 2007 var svo fyr- irtækið selt og er það nú í eigu fé- lagsins Fjalir ehf. undir stjórn Kjart- ans Kópssonar. Þegar Ástmar féll frá RÓBERT HLYNUR BALDURSSON bladcimadur skrifar; roberthb@dv.is hafði ekki náðst samkomulag við húsfélagið um verklok og uppgjör. Kjartan segir að málareksturinn nú sé ekki á forræði núverandi eigenda þó málið sé rekið í nafni fyrirtækis- ins. Þá var á honum að skilja að féð renni í dánarbú Ástmars ef það inn- heimtist. Leki í vissum vindáttum Gallarnir á viðhaldsffam- kvæmdinni eru taldir vera margþættir, en í matsgerð sem dómskvaddur mats- maður gerði vegna fram- kvæmdanna kemur fram að húsnæðið leki í vissum vindáttum. Þá hafi ekki verið gengið ffá flísa lögnum á svöl- um á vissum stöðum, svo eitthvað sé neftit. Því gæti svo farið að íbúarn- irtækinu en ekki öfugt. Sigmundur Hannesson, lögmaður húsfélagsins, vonast til þess að sættir náist í mál- inu, en málið var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Málið verður tekið aftur fyrir í þess- ariviku. Lögum verði breytt Sigurður H. Guðjónsson, formað- ur Húseigendafélagsins, segir ljóst að um einstakt mál sé að ræða. Hann segir ávallt slæmt þeg- ar mál sem þessi koma upp milli íbúa og verktaka og bendir á að gallar í nýffam- kvæmdum séu algengir á fslandi. Þá bendir hann á að því meira sem sé að gera í nýbygg- ingariðnað- inum verði færri eft- ir til að ír eigi kröfu á hend- ur fyr- Skelfilegt fyrir eigendurna Sigurður H. Guðjónsson segir mál sem þetta oft geta verið kostnaðarsöm fyrir eigendur. sinna við- halds- fram- LATINNVERKTAKI KREFST MILLJÓNA „Efeinhver tekur að sér verk á hann ekki rétt á fullri greiðslu fyrr en því hefur verið lokið." kvæmdunum. „Ef einhver tekur að sér verk á hann ekki rétt á fullri greiðslu fyrr en því hefur verið lok- ið. Ég mæli með að allir sem eru að huga að viðhaldsframkvæmdum velji sér hagstæðan tíma til samn- inga. Ef möguleiki er á fólk að fá sér eftirlitsmann sem hefur augu og éyru með gangi framkvæmdanna. Þetta getur verið skelfilegt fyrir eig- endurna að eiga við þar sem þessi mál geta oft verið kostnaðarsöm," segir Sigurður. Sigurður bendir á að í Danmörku verði lögum sem þetta varða breytt þann 1. apríl. Eftir breytingarnar munu húseigendur geta snúið sér að tryggingafélagi og fengið úrlausn fljótt ef ágreiningur um framkvæmd- ir kemur upp. „Það er spennandi að kanna hvort þessi kostur sé fær á fs- landi og heftir viðskiptaráðuneytínu verið kynntar hugmyndimar" segir Sigurður. Birkiaska www.birkiaska.is BETUSAN Umboðs- og söLuaöili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is FOSFOSER MEMOR.Y Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Borgaryfirvöld ætla að stofna Skákakademíu Reykjavíkur: Skákhöfuðborg heimsins 2010 „Markmiðið er meðal annars það að gera Reykjavík að skák- höfuðborg heimsins árið 2010," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skákakademía Reykjavíkur verð- ur formlega stofnuð síðar í þessum mánuði. Greint var frá fyrirhugaðri stofnun hennar á minningarsam- komu um Bobby Fischer, fyrrver- andi heimsmeistara, í gær. Vilhjálmur hafði í febrúar í fyrra frumkvæði að stofnun nefndar sem átti að hyggja að eflingu skáklistar- innar. Nefndin, sem var undir forystu Júlíusar Vífils Ingvarssonar, var skipuð mörgum af helstu skákspek- ingum þjóðarinnar. Þeirra á með- al var Guðfríður Lilja Grétarsdótt- ir, forseti Skáksambands íslands, og stórmeistarinn Friðrik Ólafsson auk þess sem Hrafn Jökulsson var verkefnisstjóri. Nefndin skilaði af sér í oktbóber og niðurstaðan var sú að stofna skákakademíu. „Við fslendingar eigum okk- ur mikla skákhefð sem við viljum halda í hávegum. Akademían mun í samstarfi við Skáksamband fs- lands vinna náið með grunnskóla- börnum og öðrum ungmennum að því að efla skákáhuga á landinu," segir Vilhjálmur sem segist tefla af og til sjálfur. „Pabbi minn kenndi mér mannganginn og tefldi við mig þangað til ég fór að vinna hann. Þá minnkaði áhugi hjá honum en ég hef teflt nolckuð reglulega síðan, þótt árangurinn sé æði misjafn," segir Vilhjálmur léttur í bragði. baldur@dv.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- fulltrúi Segirakademíuna stefna að því að Reykjavík verði skákhöfuðborg heimsins árið 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.