Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008
Fréttir DV
Sex ár eru síðan Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra,
sagði nauðsynlegt að grafast frekar fyrir um ófrjósemisaðgerðir á ís-
landi. Ekkert var þó gert frekar í málinu. Árið 2002 var kynnt fyrir
alþingismönnum að þroskaheftir og geðfatlaðir eintaklingar höfðu
verið vanaðir án þeirra vitundar en fjöldi þeirra væri ekki ljós. Jón
segir enga rannsóknarnefnd hafa verið skipaða í sinni ráðherratíð
en hann lét af embætti fjórum árum síðar. Ekki var haft fyrir því að
hafa uppi á þeim sem hefðu verið gerðir ófrjósamir líkt og síðar var
gert þegar rannsóknarnefnd var skipuð vegna Breiðavíkurmálsins.
,1
„Eðli málsins samkvæmt tel ég
nauðsynlegt að kafa frekar ofan í til-
tekna þætti skýrslunnar," sagði Jón
Kristjánsson, þáverandi heilbrigð-
isráðherra, á Alþingi vorið 2002 í
umræðum um skýrsluna sem Unn-
ur Birna Karlsdóttir sagnffæðingur
vann fyrir heilbrigðisráðuneytið og
DV sagði ffá um helgina. Þar kom
fram að gerðar voru óffjósemis-
aðgerðir á 120 einstaklingum á ár-
unum 1938 til 1975 af þeirri upp-
gefnu ástæðu að viðkomandi væri
þroskaheftur eða geðfatlaður. í dag,
sex árum eftir að skýrslan var kynnt,
hefur þó ekkert verið unnið frekar í
málinu.
Engin eftirfylgni ráðherra
Þegar DV hafði samband við Jón
Kristjánsson sagði hann að hug-
myndir hafi verið um ffekari rann-
sóknarvinnu innan ráðuneytisins á
sfnum tíma. Aðspurður hvort kom-
ið hefði til tals að ríldð hefði frum-
kvæði að því að hafa uppi á þeim
einstaklingum sem á voru gerð-
ar ólögmætar ófrjósemisaðgerð-
ir fram til ársins 1975 svarar hann:
„Það var ekki niðurstaðan þá að
minnsta kosti að skipa rannsóknar-
nefnd líkt og skipuð var í Breiðavík-
urmálinu. Það er ekki hægt að'úti-
loka að það hafi verið þörf á því en
það var allavega ekki gert á meðan
ég var í ráðuneytinu."
Jón lét af embætti heilbrigðis-
ráðherra árið 2006.
Hann segir að á sínum tíma hafi
hann rætt við Unni Birnu um að
grafa dýpra í söguna. Unnur Birna
staðfestir þetta í samtali við DV en
segir að ekkert hafi orðið úr þeim
hugmyndum hjá ráðuneytinu og
ekki hafi orðið ff amhald á samstarfi
þeirra.
SANNAR
ÍSLENSKAR SÖGUR
VILDI EKKIVÖNUN
„Kona þjáð af geðrænum sjúkdómi
fór fram á fóstureyðingu en var ekki
tilbúin til að vera gerð ófrjó og neitaði
„vönun". Geðlæknir hennar taldi slíka
aðgerð nauðsynlega því hún gæti
ekki annast sjálfa sig eða átt fleiri
börn vegna geðsjúkdóms. Hann mat
það svo að geðsjúkdómur konunnar
væri á svo háu stigi að það væri ekki
rétt að ráðgast við hana um vönun.
Hann mælti því með„vönun án
vitundar sjúklings". Læknirinn sótti
um ófrjósemisaðgerð á konunni án
hennar vitundar en með samþykki
maka. Sá síðamefndi undirritaði
beiðni um aðgerð."
ERLA HLYNSDÓTTIR
bladamadur skrifar: erla@dv.is
„VONUNSKAL
ÞVÍ AÐEINS LEYFA:
a. að gild rök liggi til þess að
viðkomandi beri í sér kynfylgju það,
er mikil Itkindi séu til, að komi fram
á afkvæmi hans sem alvarlegur
vanskapnaður, hættulegur
sjúkdómur, andlegur eða líkamleg-
ur, fávitaháttur eða hneigð til
glæpa, eða að afkvæmi hans sé í
tilsvarandi hættu af öðrum
ástæðum, enda verði þá ekki úr
bætt á annan hátt.
ÓHLÝÐIN OG VERGJÖRN
„Sótt var um aðgerð á stúlku á
sextánda ári. Ástæða umsóknar var
sögð vera andlegur vanþroski,
óhlýðni og„vergirni". Stúlkan var ekki
upplýst um eðli og afleiðingar
aðgerðar og tók læknir fram að hann
teldi hana ekki mundu skilja málið
þótt reynt yrði að útskýra það. í
vottorði var stúlkan sögð seinþroska
en á mörkum þess að vera greindar-
skert. Beiðni um aðgerð var
undirrituð af foreldri."
3 P*
b. að viðkomandi sé fáviti eða
varanlega geðveikur eða haldinn
öðrum alvarlegum sjúkdómi og gild rök
liggi til þess að hann geti ekki með
eigin vinnu alið önn fyrir sjálfum sér og
afkvæmi sínu."
m 1 5
Íf
SMÁ AÐGERÐ
„Hlutaðeigandi vartjáð að gera þyrfti
„smá aðgerð". Þessi skýring var
rökstudd með því að viðkomandi
gæti hvort eð er ekki skilið hvað fram
átti að fara sökum andlegs vanþroska.
Beiðni um aðgerð var undirrituð af
framfæranda sem jafnframt var
skipaður tilsjónarmaður."
HEIMILD: SKÝRSLA UNNAR BIRNU KARLSDÓTTUR SEM
HÚN VANN FYRIR HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ 2002.