Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Qupperneq 21
DV Sport MÁNUDAGUR 10.MARS2008 21 Guðmundur Eggert Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi, urðu í gær ís- landsmeistarar í einliðaleik í borðtennis. Guðmundur vann sinn fimmtánda titil en Lilja hafði ekki keppt í fjögur ár. Óstöðvandi Guðmundur Stephensen vann sinn fimmtánda Islandsmeistaratitil í einiiðaieik borðtennis í röð. k' l. Guðmundur Stephensen varð þre- faldur fslandsmeistari í borðtennis um helgina. Auk þess að verða meist- ari í einliðaleik varð hann íslands- meistari í tvíliðaleik ásamt Magnúsi K. Magnússyni og tvenndarleik ásamt Magneu J. Ólafsdóttur. Mótið fór fram í KR-heimilinu við Frostaskjól. Guðmundur var ánægðastur með að vinna aftur íslandsmeistaratitílinn í tvíliðaleik. „Þettavarmjögskemmtí- legt mót og gaman að fara í nýja höll. Ég vann aftur meistaraititilinn í tví- liðaleik sem ég tapaði í fyrra. Þetta er kannski ekki eins gaman og þegar ég rétt marði úrslitaleikina. Það var gaman að vinna tvíliða- og tvennd- arleik. Það er ekki eins öruggt. Það skiptir mestu máli að vinna fyrir fé- lagið mitt, Víking." í úrslitum í einliðaleik vann hann Kjartan Briem, KR. „Úrslitaleikurinn gekk eins og í sögu. Gamli karlinn gat ekki neitt." Flakkar milli íslands og Svíþjóðar Guðmundur hefur í vetur búið og æft á fslandi og stundað flugnám, en spilað með sænska félaginu Eslövs í deildarkeppninni þar og Meistarara- deildinni. „Þetta gengur einn vetur en tæp- lega tvo í röð. Þetta hefur samt verið mjög gaman og fínt fyrir hina strák- ana. Ég hef æft með þeim, þeir hafa æft oftar en undanfarin ár og farið ffam. Úrslitakeppnin í Svíþjóð er að byrja. Ég fer út í næstu viku og verð í mánuð. Ég mun æfa og spila á fullu tíl að gera liðið mitt að meistur- um, eins og í fyrra. Það er aðalatrið- ið. Okkur hefur gengið mjög vel og komust í fjórðungsúrslit Meistara- deildarinnar. Tímabilinu í Svíþjóð lýkur um miðjan apríl. Þá þarf ég að ákveða hvað ég geri fyrir næsta ár, hvort ég sem við nýtt lið eða það sama aftur. Það er ekkert borðleggjandi í þeim efnum. Ég var eiginlega búinn að ákveða að fara til Þýskalands í fyrra en hætti við og ákvað frekar að fljúga á milli." Lokatilraun við Ólympíuleika Guðmundur keppir líka að því að komast á Ólympíuleikana í Kína. Það er honum ertíðra því hann hefur ekki tekið þátt í einstaklingskeppninni sem vegur þungt á heimslistanum. „Það er undankeppni fyrir Ól- ympíuleikana 10. apríl og þar eru tvö sæti laus. Ég tek þátt í mótinu til að reyna að komast áfram. Það er erf- itt fyrir mig að komast á leikana því ég spila ekki mikið á einstaklings- mótunum. Það er dýrt, maður býr á hóteli og flakkar á milli landa. Mér finnst það ekki voðalega spennandi. Ég hef oft íhugað það tíl að ná í stíg fyrir heimslistann sem menn horfa á hér heima." Meistari eftir fjögurra ára fjarveru I kvennaflokki varð Lilja Rós Jó- hannesdóttir íslandsmeistari eftir að hafa unnið Guðrúnu G. Björns- dóttur, KR, meistara seinustu þriggja ára. Lilja Rós keppti sein- ast á fslandsmótinu árið 2004. Síð- an lagði hún spaðann á hilluna en tók hann fram aftur fyrir íslands- mótið. „Þetta var voðalega gaman eins og alltaf. Það var hringt í mig og ég beðin um að koma. Eg sló til fyrir ánægjuna. Ég bjóst ekki við neinu og það var engin pressa á mér." Lilja hafði yfirburði í úrslita- leiknum. „Það hentaði mér mjög vel hvernig hún spilaði. Það gekk allt upp. Reynslan segir oft mikið og ég hef hana. Þetta var gríðarlega erfitt, ég er alveg búin." í tvíliðaleik varð Guðrún fs- landsmeistari ásamt Ragnhildi Sig- urðardóttur, Víkingi. GUNNAR GUNNARSSON bladamadur skrifar: sport&dv.is Haukar eru með íjögurra stiga forystu í Nl-deild karla: HUGSA UM MÖGULEIKA EKKITAKMARKANIR „Þetta var virkilega góður og sæt- ur sigur" sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, við DV um 32-28 sig- ur þeirra á Stjörnunni á laugardaginn. Haukar hafa nú fjögurra stíga forskot á Fram þegar níu umferðir eru eftír. „Ég gerði ráð fyrir mjög erfiðum leik en við komum virkilega ákveðnir inn í síðari hálfleikinn. Þar náum við góðu forskotí og klárum leikinn," bættí Aron við. Haukar fóm hægt af stað og skor- uðu ekki fyrstu fimm mínútur leiksins. Aron sagðist ekki hafa verið smeykur við slaka byrjun sinna manna. „Það var góður andi í liðinu þannig þetta var aldrei neitt vandamál. Varnarleik- urinn var góður og markvarslan líka. Fyrstu skotín vom einfaldlega ekki að detta inn og við áttum þrjár léleg- ar sóknir. Eftír það fómm við svona að spila það sem við höfðum lagt upp með." Haukar hafa verið án vinstrihand- Halldór Ingólfsson og Arnar Jón Agn- arskyttu mestmegnis undanfarið. arsson em báðir frá og hefur Gunnar Berg Viktorsson verið að sveifla hægri hendinni í vinstri skyttustöðunni. „Við höfum verið í gífurlegum vandræð- um með vinstrihandarskyttu stöðuna vegna meiðsla en Gunnar Berg hefur verið að leysa hana mjög vel. Gunn- ar er heldur ekkert óvanur því að spila þarna og ég hef verið mjög ánægður með hann. Þegar svona gerist að maður miss- ir út eina stöðu þarf maður að leggja öðruvísi áheyrslur á sóknarleikinn. Það hefur líka gengið því við emm að skora yfir þrjátíu mörk gegn sterkum liðum. Þar hefur vörnin hjálpað okk- ur mikið og við erum effir út af góð- um varnarleik. Gunnar Berg og Arnar Pétursson hafa verið að leika ffábær- lega í miðju varnarinnar. Þetta er svona með mig að ég vil frekar hugsa um möguleika í stöðunni heldur ein- hvervandamál," segir Aron. tomas@dv.is ÍÞRÓTTAMOLAR. HÖRÐUR ENDURKJÖRINN Hörður Oddfríðarson var endurkjörinn formaður Sundsambands (slands án mótframboðs á nýafstöðnu Sund- þingi. Miklar breytingar urðu á stjórn sambandsins, fjórir gáfu ekki kost á sér áfram og nýir einstaklingar voru kosnir í þeirra stað. Stjórnin hefur ráðið Hildi Karen Aðalsteinsdóttur sem framkvæmdastjórafrá f.júní 2008. Jana Sturlaugsdóttir lét af starfinu í lok janúar og hinn framvæmdastjórinn, Brian Marshall sem fór (barneignarleyfi um áramót, hefur óskað eftir starfslokum. GRINDAVfK f ANNAÐ SÆTIÐ Bikarmeistarar Grindavíkur náðu öðru sæti lceland Express deildar kvenna í körfuknattleik í lokaumferðinni þegarliðið vann KR 80-68. Tiffany Roberson skoraði fjörtíu stig fyrir Grindavík og Joanna Skiba 24 en Candace Futrell var stigahæstKR-inga með 33 stig. Sigurinn tryggir Grindavik heimaleikjarétt í úrslita- keppninni. Keflavík varð deildarmeistari en liðið vann Hamar í 97-74. TaKesha Watson skoraði 42 stig fyrir Keflavfk. Fjölnir féll úr deildinni með tvö stig. Liðið tapaði í lokaumferðinni fyrirVal, 81-59. Molly Petermanskoraði37stigfyrirVal. * TILEINKUÐU JAKOB ERNISIGURINN Kvennalið Gerplu, sem um helgina varð (slandsmeist- ari í hópfimleik- um, tileinkaði sigurinn Jakob Erni Sigurðssyni. Jakob, 11 ára, veiktist alvarlega á æfingu hjá félaginu í seinustu viku og liggurá gjörgæsludeild Landspítalans. Ármann vann í karlaflokki í flokki « blandaðra liða Grámann, sameiginlegt lið Ármanns og Stjörnunnar. Á laugardag vartekin fyrst skóflustung- an að nýju fimleikahúsi sem rísa á í Garðabæ og áætlað er að taka í notkun haustið 2009 ÞRJAR f KAUPMANNAHAFNARBIK- ARNUM Þrír íslenskir skautarar tóku þátt í Kaupmannahafnarbikarnum [ listdansi á skautum sem fram fór í Óðinsvéum um helgina. íris Klara Heiðarsdóttir keppti í ungmennaflokki og Dana Rut Gunnarsdóttirog Helga Jóhanns- dóttir í byrjenda- flokki. Guðbjört Erlendsdóttir var meðal dómara á mótinu en þetta var í annað sinn sem hún dæmir á alþjóðlegu móti. Arni brunaði í brekkunum Árni Þorvaldsson, Ármanni, náði góðum árangri á alþjóðlegum skíðamótum sem fram fóri í Innerkrems í Austurríki um helgina. Á sínu fyrsta alþjóðlega brunmóti varð hann í 21. sæti. Árni varð fimmtándi þegar aftur var keppt I bruni í gær. Stefán Jón Sigurgeirsson, * Skíðafélagi Akureyrar, náði einnig góðum árangri í bruninu og varð átjándi. Árnivarð sautjándi í risasvigi. Gísli Rafn Guðmunds- son, Ármanni, og Sigurgeir Halldórs- son, Skíðafélagi Akureyrar, tóku einnig þátt f mótunum í Innerkrems og stóðu sig vel. VALURTAPAÐI Kvennalið Vals tapaði 36-30 fyrir Merignac í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik f gær. Góður kafli Frakkanna í lok fyrri hálfleiks lagði grunninnaðsigrinum, enþærleiddu „ 21-141 hálfleik. Eva Barna skoraði níu mörkfyrirfram og Kristín Guðmunds- dóttir sex. Berglind Hansdóttir varði ellefu skot. Seinni leikurinn ferfram að Hllðarenda um næstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.