Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 Bllar DV -MAÐUR SERHÆFÐ ÞJONUSTA FYRIR Jeep CHRYSLER vV BÍLJÖFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sfmi 544 5151 • biljofur@biljofur.is Stefán Thorarensen fékk nasaþefinn af Mustang þegar hann var unglingur. Áhuginn hefur ekki dofnað síðan og á Stefán nú tværtegundir af glæsikerrunni. Stefán Thorarensen er forfallinn Mustang-áhugamaður. „Mín fyrstu kynni af Mustang var í gegnum föð- ursystur mína þegar ég var ungling- ur. Hún keypti sinn Mustang af sölu varnaliðseigna árið 1966 og á hann enn þá.“ Stefán segir ffænkuna hafa verið mjög góða og leyft honum að taka í stýrið öðru hverju. Það var svo árið 1974 sem Stefán keypti sér sinn eigin Mustang. „Ég átti hann alveg fram til ársins 2002." Mustang Hight Country Special f dag á Stefán tvær tegundir af Mustang. Önnur er árgerð 1966 en hin árgerð 1994. „Báða bílana keypti ég á uppboðssíðunni Ebay með góðum ár- angri. En ég hef svo sem alveg heyrt um kaup sem gengið hafa miður." Eldri gerðin af Mustang sem er í eigu Stefáns er af tegundunni Hight Country Special. Um er að ræða afar sjaldgæfa tegund en aðeins voru fram- leiddir þrjú hundruð þrjátíu og þrír bíl- ar. „Ég var heppinn. Ég er annar eig- andi bílsins sem allur er upprunalegur. Ég hef þó ekki keyrt hann mikið enn sem komið er. Hef verið að dytta að honum af og til f skúmum." Aðspurð- ur segist Stefán ekki eiga í etfiðleikum með að finna varahluti í bílinn. „Það er nóg til af varahlutum í Mustang. Fyrir mörgum í Bandaríkjunum er það að eiga Mustang ákveðinn lífsstíll. Það er allttil." Hræðilegir í akstri Nýrri týpan af Mustang sem Stefán á er af tegundinni Copra sem er einn kraftmesti Mustang sem framleiddur hefur verið. „Ég leyfi bömunum mín- um ekki að keyra hann. Ég yrði allt of hræddur um að þau fæm sér af voða." Almennt segir Stefán þó keyra þenn- an meira en eldri gerðina. Þó er þessi bílategund þannig úr garði gerð að hún eyðir svo miklu bensíni að Stef- án notar þriðja bílinn til að komast á milli staða dagsdaglega. „Svo er líka alveg hræðilegt að keyra þessa bíla." Stofnaði Mustang-klúbb Stefán segist ekki leggja mikið upp úrþví að skreyta bílana sína. Þótt hann glaður vildi. „Hight Country Special er svo upprunalegur að mér finnst ég ekki geta hróflað við neinu. Ég er auðvitað bara annar eigandi bílsins og hann er búinn að varð- veitast alveg óbreyttur í öll þessi ár. Mér fyndist ég því vera að skemma eitthvað. Ég hef því ákveðið að reyna að halda honum eins upprunalegum og mögulegt er.“ Maðurinn sem átti bílinn á undan Stefáni hafði átt hann í tuttugu og fimm ár. Honum þótti því orðið ansi vænt um skrjóðinn og var ekki sama hvað yrði um hann. „Hann fékk upplýsingar um mig og vildi að ég fengi hann." í kaupbæti fékk Stefán upprunalega reikninginn með bílnum og númeraplötuna. Stefán heldur úti heimasíðunni mustang.is sem hann segir þó ekki mjög virka. Stefán hefur auk þess stofnað klúbb í kringum áhugamálið sem heitir einfaldlega Islenski Must- ang klúbburinn. Meðlimir klúbbs- ins eru í kringum þrjú hundruð og fjörtíu. berglind@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.