Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 1

Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 1
Um miðjan desembermánuð sl. boðaði skipulagsnefnd Kópavogs- bæjar til kynningarfundar fyrir Kópavogsbúa í Salnum í Kópavogi þar sem kynntar voru hugmyndir um uppbyggingu á Kársnesinu á næstu 15 til 20 árum. M.a. er fyr- irhugað er að byggja höfn á nýrri landfyllingu, 230 íbúðir við Kárs- neshæli og 240 íbúðir í bryggju- hverfi á næstu 5 árum. Verið er að skoða að taka hluta Kársnesbraut- arinnar í stokk frá Urðarbraut og tengingu um jarðgöng yfir á hlíðar- fótinn til að létta á umferðinni. Stórskipahöfn á nýrri landfyllingu og helmings fjölgun íbúa Íbúasamtök Vesturbæjar í Kópa- vogi segja bæjaryfirvöld í Kópa- vogi hafa unnið nýtt rammaskipu- lag fyrir Kársnes þar sem gert er ráð fyrir stórskipahöfn á nýrri, nærri 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á Kársnesi í Kópavogi. Íbúasamtökin segja mikinn titr- ingur vera meðal margra íbúa á Kársnesinu þar sem þessar skipu- lagstillögur muni þýða grundvall- arbreytingu á því umhverfi og samfélagi sem þróast hafi á Kárs- nesinu. Hverfið hafi byggst upp á hálfri öld sem gróin, lágreist íbúðabyggð með þröngum göt- um og rólegu yfirbragði. Miklar breytingar hafi þegar verið sam- þykktar og eru hafnar með mikilli uppbyggingu á landfyllingu Foss- vogsmegin á nesinu, og á Kópa- vogstúni við Sunnuhlíð og Lands- spítalann í Kópavogi. Þetta muni hafa veruleg áhrif á umhverfi og líf íbúa á Kársnesi, umferð einkabíla og atvinnufarartækja mun aukast gríðarlega um þröngar götur þar sem skólabörn eru mikið á ferð, íbúum í Vesturbæ fjölgi um 2500 - 3000 en nú búi um 4300 manns á Kársnesinu. Pétur Eysteinsson, for- maður Íbúasamtaka Vesturbæjar, sagði m.a. á áðurnefndum fundi að þessi fjölgun til viðbótar þeirri fjölgun íbúa sem verður með upp- byggingu Bryggjuhverfis og Kópa- vogstúns muni tvöfalda íbúafjölda í vesturbæ Kópavogs auk atvinnu- húsnæðis. Bæjarstjóri hefur sagt þær tölur fjarri lagi. 1. tbl. 3. árg. JANÚAR 2007Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum - bls. 14-15 Íþróttir Lyfjaval.is Sími 577 1160 OPI‹ 10-23 Mikill áhugi á framtíðar- skipulagi Kársnessins Þannig mun Kársnesið líta út í framtíðinni ef áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs ganga eftir. ������������������������ ���������������

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.