Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 5
5KópavogsblaðiðJANÚAR 2007
C M Y CM MY CY CMY K
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Hamraborg 6 A · Kópavogi · Sími 570 0430 · Fax 570 0431 · www.natkop.is
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Natural History Museum of Kópavogur
Sýningarsalir opnir:
Mánudaga – fimmtudaga kl. 10–20
Föstudaga kl. 11–17
Laugardaga og sunnudaga kl. 13–17
Sýningarsalir Fræðsla Rannsóknir Ráðgjöf
Hópum veitt leiðsögn eftir samkomulagi
Pantanir í síma 570 0430
Ókeypis aðgangur
Guðrún Hannesdóttir hlaut
Ljóðstaf Jóns úr Vör
Veitt voru verðlaun í árlegri
ljóðasamkeppni á vegum Lista-
og menningarráðs Kópavogs sl.
sunnudag í Salnum í Kópavogi,
á fæðingardegi Jóns úr Vör. Í
nóvembermánuði sl. var auglýst
eftir ljóðum í ljóðasamkeppnina
„Ljóðstafur Jóns úr Vör” og er
það í sjötta sinn sem Lista- og
menningarráð Kópavogs stendur
fyrir slíkri samkeppni, en hug-
myndin er komin frá félögum
úr Ritlistarhópi Kópavogs. Alls
bárust um 400 ljóð í keppnina
frá skáldum af öllu landinu. Í
dómnefnd eiga sæti þau Hjörtur
Pálsson, ljóðskáld og þýðandi,
Soffía Auður Birgisdóttir, bók-
menntafræðingur, og Sigurjón B.
Sigurðsson (Sjón), rithöfundur,
sem jafnframt er formaður nefnd-
arinnar.
Guðrún Hannesdóttir hlaut Ljóð-
staf Jóns úr Vör 2007 fyrir ljóð
sitt, Offors, en Hjörtur Marteins-
son og Eiríkur Örn Norðdahl við-
urkenningar fyrir sitt ljóðið hvor í
árlegri samkeppni um ljóðstafinn.
Skáldið sem stafinn hlýtur hverju
sinni fær til varðveislu árlangt
einn af göngustöfum Jóns úr Vör
og nafn sitt letrað á stafinn og
minningargrip og auk þess hlýt-
ur Guðrún 500 þúsund króna pen-
ingaverðlaun en þeir Hjörtur og
Eiríkur 100 þúsund krónur hvor.
Þessi verðlaun eru því ein þau
stærstu í bókmenntaheiminum á
Íslandi. Rökstuðningur dómnefnd-
ar fyrir veitingu ljóðstafsins í ár er
svohljóðandi:
“Ljóðið Offors lýsir jurt sem
sumir kalla illgresi, en er þó mat-
jurt sem runnin er upp í fjarlægum
heimshluta nálægt vöggu menning-
arinnar og fylgt hefur Íslendingum
um langan aldur. Mynd þessarar
jurtar í ljóðinu er dregin á list-
rænan hátt sem sækir í íslenska
alþýðuhefð. Jafnframt lýsir Offors
óstýrilátu eðli rabarbarans og
lífsseiglu og býður í lokin upp á
fleiri en eina túlkunarleið að hætti
margra nútímaljóða.”
Guðrún Hannesdóttir er þekkt-
ust fyrir barnabækur sem hún hef-
ur jafnframt myndskreytt, bæði
eigin sögur og vísnabækur með
gömlum barnavísum og þjóðkvæð-
um sem hún hefur safnað. Mynd-
ir hennar hafa víða verið sýndar
bæði heima og erlendis. Fyrir
fyrstu bók sína hlaut hún viður-
kenningu Íslandsdeildar IBBY 1994
og Íslensku barnabókaverðlaunin
ásamt Sigrúnu Helgadóttur1996.
Einnig hlaut hún viðurkenningu
fyrir ljóðið “Þar” í samkeppninni
um Ljóðstaf Jóns úr Vör 2004.
Hjörtur Marteinsson fékk Ljóð-
staf Jóns úr Vör í annað sinn sem
hann var veittur, 2004, fyrir ljóð-
ið “Hvorki þar né...” Nú fær hann
aðra viðurkenninguna fyrir ljóðið
“Gamalt sendibréf frá afa á deild
fimm.” Eftir hann hafa komið út
tvær ljóðabækur og skáldsagan
AM00 sem hann hlaut bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundsson-
ar fyrir árið 2000.
Verðlaunahafinn Guðrún Hannesdóttir sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr
Vör 2007 ásamt Hirti Marteinssyni og Eiríki Erni Norðdahl sem hlutu
sérstakar viðurkenningar.
Þorra vel fagnað
Þorri hófst sl. föstudag. Mán-
uðurinn þorri hefst í 13. viku
vetrar, nú 19. til 25. janúar, en
9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir
1700. Mánaðarnafnið er kunn-
ugt frá 12. öld en uppruni þess
er óviss. Þorri er persónugerður
sem vetrarvættur í sögnum frá
miðöldum. Á fyrsta degi Þorra,
bóndadegi, átti bóndi m.a. að
hlaupa kringum bæ sinn á nær-
klæðum og gera vel við sitt fólk.
Einnig átti að gera vel við hann í
mat og drykk.
Þorrablót hafa verið hafin
að nýju til vegs og virðingar, og
einnig hefur verið verið haldið
upp á þorra með ýmsum hætti í
grunnskólunum.
Digranesskóli í Kópavogi fagn-
aði þorra vel á fyrsta degi hans,
bóndadeginum. Allir nemendur
komu á sal þar sem fram fór eins
konar “brekkusöngur” og voru
þar sungin nokkur lög sem tengj-
ast þorranum, s.s. “Þegar hníg-
ur húm að þorra”. Nemendur
og kennarar voru hvattir til að
mæta í þjóðlegum fatnaði og voru
nokkrir kennarar í þjóðbúningi
og a.m.k. einn nemandi, en marg-
ir komu í lopapeysum. Jafnhliða
var sett upp athyglisverð sýning á
gömlum munum í skólanum fyrir
nemendur. Nemendur 7. bekkjar
fluttu síðan tónverk fyrir foreldra
sína á sal skólans en verkið var
byggt upp með þátttöku flestra
nemenda í árganginum. Í hádeg-
inu var boðið upp á þorramat.
Eftir þorra tekur við Góa (stund-
um er sá mánuður kallaður Gói)
og síðan Einmánuður. Um þessa
mánuði segir í fornu kvæði:
Þorri og Góa grálynd hjú
gátu son og dóttur eina;
Einmánuður sem bætti ei bú
og blíða Hörpu að sjá og reyna.
Hljómsveit 7. bekkjar sem lék fyrir foreldra með miklum glæsibrag.