Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 7

Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 7
Nýr lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, Stefán Eiríksson, boð- ar að lögreglan verði sýnilegri meðal fólks bæði á götum úti og hverfum borgarinnar. Hún muni reglulega heimsækja skóla og verustaði ungs fólks og reyndar hafa samband við alla sem hún geti veitt liðsinni. Þetta eru góð fyrirheit sem vonir standa til að lögreglan sinni með ágætum. Það sem auðvitað skiptir mestu máli er hvers konar trúnðarsam- bandi lögreglan nær við foreldra og ungmenni sem nýtist báðum aðilum sem best. Fólk finnur til öryggiskenndar þar sem lög- regan er og það á ávallt að líta á hana sem vini sína sem hægt er að treysta. Undir þessu trún- aðartrausti verður lögreglan að sjálfsögðu að standa, en hnökrar á því í upphafi geta skaðað góðan vilja. Eins og allir löggæslumenn vita eru hvers konar upplýsing- ar sem þeim eru veittar, hvort heldur sem um trúnaðarmál er að ræða eða ekki, mjög vandmeð- farnar svo þær valdi ekki trúnað- araðilum vandræðum eða tjóni þeim sem þær beinast að.Til eru ýmsar öruggar leiðir til að koma áríðandi og trúverðugum upplýs- ingum til lögreglu. Þá eru þekkt upplýsingakerfi lögreglu þar sem leitað er aðstoðar almennings við upplýsingaöflun án þess að hann þurfi að eiga neitt á hættu þeg- ar kemur að úrvinnslu mála. Að láta lögregluna vita um grunsam- leg og meint afbrot er reyndar skylda hvers borgara, en það þarf að mynda nýjan og ekki síst rétt- an farveg fyrir slíka samvinnu. Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra fygja frá KÓPAVOGSBLAÐINU bestu óskir um gott gengi. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi lögreglunnar á þessum vettvangi. Eini dómurinn í því er dómur almennings. 7KópavogsblaðiðJANÚAR 2007 borgarblod.is Nýr lögreglustjóri vill auka tiltrúna á lögregluna Lögreglan verður nú stöðugt sýnilegri, einnig í Kópavogi. Sl. mánu- dag gekk nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins um Kópavog ásamt Gylfa Sigurðssyni, svæðisstjóra í Kópavogi. Einkum var gengið um Hamraborgarsvæðið. Hér er lögreglan stödd á Digranesvegi. SÍMI 530 5100 FAX 530 5109 INFO@FLUGSKOLI.IS WWW.FLUGSKOLI.ISHÁTEIGSVEGI 105 REYKJAVÍK SÍMI 522 3300 FAX 522 3301 FTI@FTI.IS WWW.FTI.IS NÁM Í BOÐI Nám í Fjöltækniskóla Íslands er fyrir þá sem vilja verða; vélstjórar, vélfræðingar hjá orkufyrirtækjum, flugmenn, skipstjórar eða vilja undirbúa sig fyrir háskólanám á tæknisviði. Náttúrufræðibraut. Stúdentspróf og veitir einnig vélstjórnar-, skipstjórnar- eða einkaflugmannspróf. Vélstjórnarbraut 1.-4. stig. Stúdentspróf og alþjóðleg vélstjórnarréttindi. Skipstjórnarbraut 1.-3. stig. Alþjóðleg skipstjórnarréttindi. Flugnám við Flugskóla Íslands. Varðskipadeild 4. stig skipstjórnar. Nám í rekstri og stjórnun. Diplómanám. LÁTTU DRAUMINN RÆTAST Framtíð flugsins er björt og mikil eftirspurn eftir atvinnu- flugmönnum víða um heim. Nú er því rétti tíminn til að láta drauminn rætast og læra flug! Einkaflugmannsnámskeið Atvinnuflugmannsnám MCC Flugkennaraáritun Upprifjun fyrir flugkennara Tegundarkennari TRI (MPA) Flugumsjónarnám Tegundarréttindi á Boeing, Airbus og fleira Nánari upplýsingar að finna á www.flugskoli.is. Umsókn má fylla út á www.fti.is Nánari upplýsingar á heimasíðunni eða í síma 522 3300 FTÍ býður upp á 140 eininga stúdentspróf af náttúrufræðibraut þar sem einkaflugmannspróf er innifalið. FLUGNÁM Nýtt skjala- og mála- kerfi hjá Kópavogs- bæ eykur þjónustuna Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Kópavogsbæjar og One Systems um kaup á skjala- og málakerfi. Kerfinu er ætlað að bæta meðferð og afgreiðslu mála hjá Kópavogsbæ auk þess sem rafrænn íbúavefur verður settur upp. Með því er fyrirhugað að auka þjónustu bæjarfélagsins við íbúa bæjarins sem geta þá fylgst með eigin málum á rafrænan hátt. Samskipta- og skjalakerfi Kjarninn í hugbúnaði OneSy- stems er svonefnt OneCRM, sem er samskipta- og skjalakerfi. Kerf- ið kemur skipulagi á öll óform- uð skjöl, svo sem Word, Excel, tölvupóst, skönnuð skjöl, myndir o.s.frv. Þá tekur Kópavogsbær í notkun málakerfi, OneRecords, sem gerir Kópavogsbæ kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. Öll erindi sem til bæjarins koma verða sett í rafrænt form, t.d. bréf og umsóknir, og mál verða sett í fast og öruggt vinnslu- ferli. Auk skjala- og málakerfis hefur Kópavogsbær keypt fundarbók- unarkerfi, OneMeeting. Það ger- ir Kópavogsbæ kleift að búa til fundarbókanir og senda þær út til fundarmanna á einfaldan og þægi- legan hátt í föstu þægilegu verk- ferli. OneMeeting mun halda utan um allar nefndir bæjarins. Í samningi Kópavogsbæjar og OneSystems er gert ráð fyrir að unnið verði að því að opna þjón- ustugátt, OnePortal, fyrir íbúa bæjarins. Um er að ræða rafræn- an aðgang íbúa, fyrirtækja og fulltrúa í nefndum bæjarins, sem gerir kleift að senda inn erindi og fylgjast með eigin málum inn- an stjórnsýslunnar. Þjónustugátt og sjálfvirkir ferlar geta sparað mikinn tíma við skráningu mála og erinda og tryggja rétta skrán- ingu og flokkun mála með fyrir- fram ákveðnum hætti. Stefnt er að því að þjónustugáttin opni fyr- ir almenning síðla árs 2007. Auk ofangreindra kerfa frá OneSystems var samið við fyrir- tækið um samþættingu, þróun og aðlögun ýmissa upplýsingakerfa, sem eru í notkun hjá Kópavogs- bæ, að One kerfunum í eitt sam- fellt viðmót. Öll kerfin byggja á Microsoft stýrikerfi og vef viðmóti og uppfylla kröfur um skjalaör- yggi. Það er von Kópavogsbæjar að eftir innleiðingu þessara nýju hug- búnaðarkerfa muni öll stjórnsýsla hjá Kópavogsbæ taka jákvæðum breytingum, þar sem allt öryggi í meðferð og vinnslu erinda frá við- skiptavinum bæjarskrifstofanna muni aukast verulega.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.