Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 11

Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 11
11KópavogsblaðiðJANÚAR 2007 Nú í byrjun árs 2007 leitaði KÓPA- VOGSBLAÐIÐ svara hjá tveimur bæjarfulltrúum í Kópavogi sem tóku sæti í fyrsta sinn í Bæjarstjórn Kópavogs eftir bæjarstjórnarkosn- ingar á sl.vori. Þeir eiga báðir sæti í minnihluta bæjarstjórnar. Þau voru spurð að: 1. Þú tókst sæti í bæjarstjórn Kópa- vogs eftir kosningarnar vorið 2006. Hafa störf þín í bæjarstjórn Kópa- vogs verið með þeim hætti á sl. ári sem þú áttir von á? 2. Hvað kom mest á óvart? 3. Fyrir hvaða málum muntu helst beita þér á árinu 2007? 4. Hvað ætti bæjarstjórn helst að gera á árinu 2007 til þess að bæta hag íbúa og gera búsetu í Kópavogi enn betri en hún er í dag? Guðríður Arnardóttir bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar: 1. Já að mörgu leyti. Ég hef alla tíð fylgst vel með bæði bæjarmál- um og landsmálum og gerði mér svo sem alveg grein fyrir því hvern- ig vinnu bæjarfulltrúa er háttað. Þó eru ýmis atriði sem ég kannski geri mér betur grein fyrir þegar ég stend sjálf í framlínunni. Það verða örlög þeirra hvers hlutskipti er að vera í minnihluta að veita meirihlut- anum aðhald í öllum málum. Við erum gjarnan gagnrýnisröddin þeg- ar menn fara of geyst eða við telj- um menn ekki vinna af fullum heil- indum að tilteknum málum. Þótt við vissulega leggjum oft fram góð- ar tillögur reynist það erfitt að fá meirihlutann til að samþykkja þær. Oft eigum við þó góðar hugmyndir sem meirihlutinn hafnar í fyrstu en tekur svo upp og gerir að sínum og þá gildir “það er sama hvaðan gott kemur” Sú hugsun hefur þó sótt á mig undanfarna mánuði að í bæj- arstjórn sitja 11 fulltrúar kjörnir af bæjarbúum. Þegar menn mynda svo meirihluta með 6 bæjarfull- trúum má kannski segja að 5 séu vængstífðir. Ef raunin væri sú að allir þessir 11 fulltrúar legðu saman krafta sína og ynnu að góðum mál- um í sameiningu held ég að okkur tækist betur til. Auðvitað væri það lýðræðislegasta leiðin, að virkja alla og fagna öllum góðum hugmyndum sama hvaðan þær koma. 2. Það er kannski ekki eitthvað eitt sem kom mér mest á óvart. Þó er ýmislegt sem maður verður að temja sér þegar maður tekur þátt í hinum pólitíska dansi meirihluta og minnihluta þar sem menn takast jafnvel harkalega á. Í fyrstu held ég að mér sé óhætt að viðurkenna að ég tók það talsvert nærri mér þegar ráðist er gegn mér og minni persónu í málflutningi meirihlutans í bæjarstjórn. Eftir bæjarstjórnar- fundi setjast menn niður og borða saman og fara þá gjarnan að ræða fótbolta eða eitthvað sem er haf- ið yfir dægurþrasið. Það tók mig tíma að átta mig á að þótt tekist sé harkalega á verða menn að geta sest niður og látið sér renna reið- ina því oft hitnar í kolunum þegar menn eru ekki sammála. Ég er nú búin að ná tökum á þessu, held ég, og bít bara á jaxlinn ef ég móðgast eða ef mér er misboðið og reyni að halda pólitísku þrasi til hliðar við þau mannlegu samskipti sem við þurfum öll að eiga sem sitjum í bæj- arstjórn og sem betur fer eru þau oftast góð. 3. Ég mun að sjálfsögðu vinna samkvæmt stefnu Samfylkingarinn- ar og vinna að þeim málum sem við lögðum upp með í kosningunum í vor. Þar höfum við sérstaklega lagt áherslu á málefni fjölskyldunnar, bæði barna og eldri borgara. En það er á brattann að sækja fyrir okkur sem sitjum í minnihluta að koma einstaka stefnumálum okk- ar í framkvæmd en þess mikilvæg- ara að veita meirihlutanum strangt aðhald. Ég vil t.d. meina að bætt vinnubrögð við lóðaúthlutanir sé okkur að þakka, við höfum gagn- rýnt þessi vinnubrögð harkalega og menn eru farnir að vanda sig í kjölfarið. Hvað mig varðar reikna ég með að alþingiskosningarnar framundan muni taka töluvert af tíma mínum til vors. Ég mun vinna af kappi við hlið félaga minna og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja Samfylkingunni sigur í vor. Ég hef óbilandi trú á málstaðnum sem við stöndum fyrir og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að koma jafnaðarmönnum í ríkisstjórn. Við þurfum að skapa nýtt jafnvægi á Íslandi og engum treysti ég betur til þess en Samfylkingunni. 4. Við í Samfylkingunni teljum bæjarsjóð Kópavogs hafa borð fyr- ir báru til að hlúa að innviðum bæj- arins. Það virðist enn ekki hafa tek- ist að tryggja stöðugt starfsmanna- hald leikskólanna og enn á ný er verið að loka deildum og senda börn heim. Við þurfum að leysa þetta til framtíðar í stað þess að stinga hausnum í sandinn í hvert sinn sem þessi staða kemur upp. Málefni eldri borgara eru afar brýn, það þarf að efla heimaþjónustuna og þrýsta á ríkisvaldið til að fjölga hér hjúkrunarrýmum. Reyndar hef- ur nú þokast í rétta átt hvað það varðar en betur má ef duga skal. Skipulagsmálin munu verða ofar- lega á baugi á árinu. Uppbygging í Kópavogi er gríðarlega hröð og framundan eru miklar skipulags- breytingar á Kársnesinu og upp- bygging í Smáranum og nýja Glað- heimahverfinu. Það er mikilvægt að vinna að þessum verkefnum af skynsemi og brýnt að tryggja greið- ar samgöngur samfara þessari upp- byggingu. Skipulagsmál eru nefnilega mjög fyrirferðarmikil hér í Kópavogi og sé illa staðið að verki getur það vissulega haft áhrif á hag bæjar- búa. Ólafur Þór Gunnarsson, bæjar- fulltrúi VG: 1. Að mörgu leiti er starf bæjarfull- trúa svipað þeim væntingum sem ég hafði um starfið. Vissulega er það erilsamt, en mjög skemmtilegt. Ég hefði jafnvel haldið að ég ætti í meiri beinum samskiptum við kjósendur, væri oftar stoppaður úti í búð og spurður e.þ.h.. Hins vegar eru þau stopp að aukast, og vafalítið koma bæjarbúar meira að máli við mann þegar þeir fá á tilfinninguna að mað- ur sé að komast inn í málin. 2. Þrasgirni manna kemur mér nokkuð á óvart, en þó ekki mikið. Viljaleysi manna til að miðla mál- um sem mér finnst vera augljósar lausnir á kemur mér líka á óvart. Það sem kemur mér þó þægilega á óvart er að þrátt fyrir að hafa lítil eiginleg völd, verandi í minnihluta, getur skynsemdarrödd haft heilmik- il áhrif. 3. Hlutverk minnihlutaflokka eins og okkar hlýtur alltaf að vera að hluta til að veita meirihlutanum aðhald. VG mun á árinu beita sér í þeim málum er snúa að þjónustu við bæjarbúa. Strax í upphafi árs hafa komið upp slík mál, og VG beitt sér í þeim (leikskólamál, mál- efni félagsþjónustunnar, skólamál). Við munum standa vaktina fyrir málefnum eldra fólks, og öryrkja, líkt og við höfum gert í haust er leið. VG mun halda áfram að leggja fram mál sem varða lækkun þjón- ustugjalda á leikskólum, í grunn- skólum og á þjónustu við eldri borg- ara. Við munum leggja til að bættur fjárhagur bæjarins verði í meira mæli notaður til að lækka gjöld bæj- arbúa, frekar en halda sífellt áfram á þeirri þenslubraut sem farin er nú. Ég mun beita mér sérstaklega til að hægt verði að ná góðri lendingu í málefnum Kársnessins, en það er gríðarlega mikilvægt að þar tak- ist vel til. Þá mun VG halda áfram þeirri baráttu sinni að fá áheyrnar- fulltrúa í nefndir bæjarins. 4. Eitt af því sem bærinn gæti gert er að halda áfram á þeirri braut að lækka leikskólagjöldin. Bærinn verður að hugsa um þá íbúa sem eru hér nú áður en hann veltir fyrir sér hvernig hann geti laðað til sín fleiri. Bæjarstjórn ætti einnig í meira mæli að leita sjónar- miða bæjarbúa á stórum málum. Hafa störfin í bæjarstjórn verið samkvæmt væntingum? Guðríður Arnardóttir Ólafur Þór Gunnarsson

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.