Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 2
Sótt um lóð undir
bensínstöð á
Vatnsenda
Bæjarráð tók fyrir á fundi 11.
janúar sl. erindi frá Skeljungi hf.
sem felur í sér umsókn um lóð
á mörkum Vatnsendavegar og
fyrirhugaðs Arnarnesvegar. Bæj-
arráð óskaði eftir umsögn skipu-
lagsstjóra. Einnig var fjallað um
umsókn frá Hans Petersen hf., en
félagið óskar eftir 3.000m2 lóð fyr-
ir vöruhús ásamt aðstöðu fyrir
aðra starfsemi sína. Því erindi vís-
aði bæjarráð einnig til skipulags-
stjóra til afgreiðslu. Ljóst er að
vaxandi áhugi er hjá fyrirtækjum
að setja niður starfsemi upp við
Elliðavatn nú þegar byggð er að
þéttast á þessu svæði og ýmiss
önnur starfsemi að aukast, eins
og á hesthúsasvæðinu.
Of fáir
Kópavogsbúar?
Bæjarráð Kópavogs hefur fjall-
að um starfsemi Kvöldskóla Kópa-
vogs og farið yfir samantekt varð-
andi starfsemi skólans á haust-
önn 2006. Bæjarráð hefur óskað
eftir því að samantektin verði
send bæjarfulltrúum. Bæjarráð
óskar einnig eftir því við Kvöld-
skóla Kópavogs að hann upplýsi
bæjarráð um búsetu nemenda á
fyrrgreindu tímabili. Líklegt er að
beiðnin sé send vegna þess að
bæjarráð telji að hlutfall nemenda
frá Kópavogi sé of lágt.
Einnig voru lagðar fram upp-
lýsingar um starfsemi Myndlist-
arskóla Kópavogs sem bæjarráð
óskaði eftir í nóvembermánuði sl.
Varðandi erindi Myndlistarskól-
ans um rekstrarstyrk fyrir árið
2007 vísaði bæjarráð til nýsam-
þykktrar fjárhagsáætlunar. Bæjar-
ráð beindi því til Myndlistarskól-
ans að send verði greinargerð um
starfsemina til fjárlaganefndar
Alþingis.
Óskað stækkunar
á íþróttahúsi Knatt-
spyrnuakademíunnar
Lagt var fram erindi frá fram-
kvæmdastjóra framkvæmda- og
tæknisviðs og íþróttafulltrúa
á fundi bæjarráðs varðandi Vall-
arkór 12, stækkun íþróttahúss
KAÍ. Talið er mjög æskilegt að
stækka húsið í 45 x 46 m. Bæjar-
ráð samþykkti umsögnina fyrir
sitt leyti og fól framkvæmdastjóra
framkvæmda- og tæknisviðs og
íþróttafulltrúa að ganga til við-
ræðna við Knattspyrnuakademíu
Íslands og leggja umsögn sína að
nýju fyrir bæjarráð ásamt mati á
áhrifum þessara breytinga á önn-
ur íþróttahús í Kópavogi.
Rush í Mekka
sigurvegari
Þann 17. janúar sl. var haldin
söngkeppni félagsmiðstöðva ÍTK
í Salnum. Allar níu félagsmið-
stöðva áttu fulltrúa á keppninni
en Kópavogur sendir lið þeirra
félagsmiðstöðva sem lentu í þrem-
ur fyrstu sætunum til keppni á
söngkeppni Samfés sem fer fram
í mars nk. Félagsmiðstöðin Mekka
bar sigur úr býtum, í 2. sæti varð
Þeba og í 3. sæti Hóllinn. Einnig
hefur Félagsmiðstöðin Ekkó unnið
sér þátttökurétt á Samfés því full-
trúar hennar unnu á síðasta ári.
Frá félagsmiðstöðinni Mekka í
Hjallaskóla kemur kemur hljóm-
sveitin RUSH, en hana skipa Kol-
beinn Tumi Baldursson- söngvari
og gítar, Bjarki Freyr Júlíusson
- gítar, Samúel Örn Böðvarsson
- bassi, Hjalti Þór Kristjánsson -
trommur og Snæbjörn Gauti Snæ-
björnsson - saxófónn. Lagið er
Hound Dog.
Lóðum hafnað
Er misjafnlega gott að búa í
Kópavogi eða vera þar með fyrir-
tækjarekstur? Á fundi bæjarráðs
var lagt fram bréf frá RARIK þar
sem afþakkað er boð Kópavogs
um byggingarrétt fyrir starfsemi
RARIK í Kópavogslandi. Á sama
veg er svar frá Bílabúð Benna sem
afþakkaði boð Kópavogs um lóð
fyrir starfsemi fyrirtækisins.
Austurkór 159
Á fundi bæjarstjórnar 9. janúar
sl. lagði Ólafur Þór Gunnarsson,
bæjarfulltrúi VG, fram eftirfarandi
tillögu: “Bæjarstjórn Kópavogs
beinir því til Skipulagsstjóra að
fresta allri vinnu vegna stofnunar
lóðar norðvestan Austurkórs 159.
Þess í stað beinir bæjarstjórn því
til skipulagsstjóra að gera athug-
un á afstöðu nærliggjandi lóðar-
hafa til lóðarstofnunar á þessum
stað. Að lokinni slíkri athugun
meti bæjarráð að nýju hvort for-
sendur séu til stofnunar lóðarinn-
ar. Einnig beinir bæjarstjórn því til
skipulagsstjóra og bæjarlögmanns
að kanna fordæmi í slíkum málum
hjá nágrannasveitarfélögum, m.a.
m.t.t. réttinda lóðarhafa og mögu-
legrar bótaskyldu sveitarfélaga.
Tillagan var felld með 9 atkvæð-
um gegn 1, einn sat hjá. Skipu-
lagsstjóri mun því áfram vinna að
því að kynna breytt deiliskipulag
vegna lóðar norðvestan Austur-
kórs 159, en sem kunnugt er sótti
Þorsteinn Vilhelmsson, athafna-
maður og skipstjóri, nýlega um þá
lóð þó hún væri ekki á skipulags-
skrá. Þorsteinn var umsækjandi
um lóðina að Austurkór 159, en
við útdrátt kom lóðin í hlut Lindu
Bentsdóttur, sem skipaði 4. sætið
á lista Framsóknarflokksins við
síðustu bæjarstjórnarkosningar.
Aðalskipulag Rjúpna-
hæðar - vesturhluta
samþykkt
Á síðasta fundi bæjarstjórnar
var lögð fram tillaga frá Smára
Smárasyni, skipulagsstjóra, að
breyttu aðalskipulagi Rjúpnahæð-
ar - vesturhluta 2000 - 2012.
Bæjarstjórn samþykkti fram-
lagða tillögu með 11 samhljóða
atkvæðum. Breytingin nær til
svæðis sem afmarkast af lögsögu-
mörkum Kópavogs og Garðabæj-
ar í suður, opnu svæði sem liggur
að lögsögumörkum Kópavogs og
Garðabæjar í vestur, skógræktar-
svæði í Smalaholti og Rjúpnahæð í
norður og af opnu svæði meðfram
fyrirhugaðri byggð við Austurkór
og Auðnukór í austur. Í tillögunni
felst að opið svæði, sem er að
hluta auðkennt til skógræktar er
breytt í íbúðarsvæði. Gönguleið-
ir á svæðinu verða óbreyttar, en
reiðleiðir breytast lítillega. Skipu-
lagssvæðið nær til 13,5 ha lands
og er áætlað að byggðar verði á
því 120 íbúðir í sérbýli og fjölbýli.
Þéttleiki byggðarinnar er áætl-
aður 9 íbúðir á hektara og fjöldi
íbúa um 360 miðað við 3 í íbúð.
Tillagan var auglýst frá 8. ágúst
2006 til 5. september 2006 með
athugasemdarfrest til 19. septem-
ber 2006. Athugasemdir og ábend-
ingar bárust frá hestamannafélög-
unum Gusti og Andvara. Tillagan
var lögð fram að nýju í skipulags-
nefnd 19. september 2006 ásamt
umsögn Bæjarskipulags þar sem
komið var til móts við framkomn-
ar athugasemdir um staðsetningu
boltavallar og vísað til bæjarráðs
sem samþykkti tillöguna.
2 Kópavogsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík
Sími: 511 1188 • 561 1594
Fax: 561 1594
Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933
Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is
Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298
Netfang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson
Umbrot: Valur Kristjánsson
Prentun: Prentsmiðja Morgunbla›sins
Dreifing: Íslandspóstur
1. tbl. 3. árgangur
Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi.
S T U T T A R
B Æ J A R F R É T T I R
Á rið 2006 var um margt merkilegt ár og jafnvel afdrifaríkt fyrir suma. Bæjarstjórnarkosningar voru að vori, og þar tryggðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur áframhaldandi meiri-
hlutasamstarf, jafnvel þótt Framsóknarflokkurinn byði visst afhroð,
missti tvo af þremur bæjarfulltrúum. Sjálfstæðisflokki tókst ekki það
ætlunarverk sitt að ná hreinum meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs
sem margir frambjóðendur flokksins, sem og aðrir flokksmenn, höfðu
gert sér vonir um en skoðanakannanir bentu til þess um tíma. Meiri-
hlutasamstarfið virðist hafa gengið nokkuð vel, eða svipað og á síðasta
kjörtímabili, áfram verður mikið um framkvæmdir í Kópavogi og því til
staðfestingar hefur mátt sjá deiliskipulag á ýmsum stöðum auglýst.
Góð lending um Gustssvæðið
D eilum um framtíðarskipulag svokallaðs Gustssvæðis í Kópa-vogi hefur væntanlega lokið þegar Kópavogsbær seldi fyrirtæk-inu Smáratorgi um 34% byggingaréttar svæðisins sem tilheyrir
Glaðheimavegi undir mannvirki fyrir verslun og þjónustu en þar má
á einni lóðinni rísa allt að 8 hæða mannvirki sem getur verið allt að
19.000 fm. Söluverð er 2,16 milljarðar króna en lóðirnar verða bygg-
ingahæfar vorið 2008 og um mitt ár 2009. Framkvæmdum skal að fullu
lokið fyrir árslok 2012. Fyrirtækinu Kaupangi var seldur 66% bygginga-
réttarins sem tilheyrir Glaðheimavegi og Álalind undir mannvirki fyrir
verslun og þjónustu fyrir 4,33 milljarða króna, en á einni lóðinni má
rísa allt að 12 hæða mannvirki sem getur verið allt að 35.000 fm. Lóðir
við Glaðheimaveg verða byggingahæfar haustið 2008 en við Álalind í
desember 2008, en á lóðinni Álalind 1 stendur nú áhaldahús bæjarins.
Framkvæmdum skal að fullu lokið í árslok 2014. Kópavogsbær keypti
þetta svæði fyrir 3,2 milljarða króna en greiddi hestamönnum upp í
kostnað vegna flutnings hesthúsahverfisins auk þess að fjármagna
uppbyggingu nýs svæðis og gerð reiðhalla og reiðvega fyrir um 2 millj-
arða króna. Söluhagnaður er því um 1,5 milljarður króna auk þess sem
telja má að framtíðartekjur bæjarins af landinu geti numið um 500 millj-
ónum króna þegar það verður fullbyggt. Ljóst má vera að þarna hefur
Kópavogsbær gert góða samninga, tryggt hestamönnum framtíðarat-
hvarf og stuðlað að hraðri uppbyggingu þessa svæðis. Það má ljóst
vera þegar kaupsamningarnir við Smáratorg og Kaupang eru skoðaðir.
Þingkosningar og fleiri kosningar
E n hvað er framundan? Alþingiskosningar verða á vordögum og að venju fá færri þingsæti en vilja. Framboðslistar annara en Frjálslyndra hafa verið birtir og þar virðist hlutur Kópavogsbúa
vera harla góður. Hjá Sjálfstæðisflokki eru Kópavogsbúar í 3. og 4.
sæti og eiga nokkuð víst þingsæti, þeir Ármann Kr. Ólafsson og Jón
Gunnarsson; hjá Samfylkingunni er Kópavogsbúi í 2. sæti, Katrín Júlíus-
dóttir þingmaður skipar það sæti; hjá Framsóknarflokki skipar Samúel
Örn Erlingsson 2. sætið en á alls ekki víst þingsæti samkvæmt skoð-
anakönnunum; hjá Vinstri grænum skipar Mireya Samper væntanlega
4. sætið sem er alls ekki þingsæti samkvæmt skoðanakönnunun. Listi
Frjálslynda flokksins hefur ekki verið birtur, og það gerist sennilega
ekki fyrr en eftir flokkþingið 26. janúar nk. Þar á bæ hefur verið rætt
um að Reykvíkingurinn Jón Magnússon leiddi framboðslistann.
Það getur verið fróðlegt að velta fyrir sér um hvað Kópavogsbúar
mundu vilja kjósa um samhliða þingkosningum, ættu þeir þess kost.
Sannarlega ekki um ál eins og Hafnfirðingar, en kannski um framtíðar
byggðar á Kársnesinu og bryggjuhverfi þar, um gatnagerð og tengingu
gatnakerfis milli hverfa eða um framtíð byggðar og útivistarsvæðis
næst Elliðavatni. En kannski væri rétt að einskorða kosningar um
síðastnefnda atriðið ekki við Kópavogsbúa eina. Umhverfissinnar í
nágrannasveitarfélögum Kópavogs mundu líklega ekki sætta sig við að
verða settir hjá í þeirri ákvarðanatöku.
Geir A. Guðsteinsson
Gleðilegt ár!
JANÚAR 2007
Meira fjör, styttri
tími og skemmti-
legur félags-
skapur.
Hjá okkur færðu,
aðhald og stuðning
hvort sem þú þarft
að grennast eða
styrkjast. Regluleg-
ar líkamsmælingar
svo þú getir fylgst
með árangrinum.
Líkamsrækt fyrir konur
Betri heilsa á 30 mínútum
Hringdu og pantaðu
prufutíma og líkamsmælingu
50% afsláttur af þjónustugjaldi
Fyrir a
llar
konur
Curves, Bæjarlind 12 - Sími 566 6161 - curves@simnet.is