Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 12
Í upphafi þessa pistils vil ég
nota tækifærið og óska öllum
Kópavogsbúum góðs og gæfuríks
árs.
Já, Samfylkingin er fjölskyldu-
og jafnréttisflokkur sem stend-
ur vörð um heimilin. Mig langar
til að nefna þrjú málefni þar sem
Samfylkingin hefur verið mikill
áhrifavaldur og beinlínis orðið til
þess að ríkisstjórnin hefur grip-
ið til aðgerða. Þessi mál varða
úrbætur í málum eldri borgara,
skattgreiðslur og lækkun matar-
verðs. Allt eru þetta gífurleg hags-
munamál heimilanna. Samfylking-
in hefur flutt ótal mál sem varða
heimilin, fjármál þeirra, aðstæður
foreldra og ekki síst málefni barna
en hér ætla ég að fjalla um þessi
þrjú.
Áhugaleysi um aldraða
Samfylkingin hefur í nokkur ár
flutt tillögu á Alþingi um nýskip-
an lífeyrisréttinda til að bæta
hag aldraðra. Í því felst að bætur
verði hærri, þær aftengdar tekjum
maka og verði því persónubundn-
ar. Einnig minni skerðing og rýmri
möguleiki til atvinnuþátttöku. Við
höfum flutt tillögu um að trygg-
ingaþegar megi vinna fyrir 25 þús-
und krónum á mánuði án þess
að bæturnar skerðist. Þó tillögur-
Samfylkingarinnar hafi ekki náð
fram að ganga hefur þrýstingur
okkar, ásamt baráttu sambands
aldraðra, leitt til samnings um
nokkrar úrbætur m.a. að vinna
megi fyrir 25 þúsundum á mánuði
án þess að skerðingar verði. Sem
er auðvitað alltof lág fjárhæð. En í
þessum málum hefur dropinn hol-
að steininn gagnvart ríkisstjórn-
inni. Miklu skipti að stjórnarand-
staðan öll sameinaðist um þessa
nýskipan lífeyrismála í upphafi
þings í haust og sem einu tillögu
sína við fjárlagaafgreiðsluna fyrir
jól. Við höfum beinlínis pínt ríkis-
stjórnina til aðgerða.
Skattkerfi efnafólks
Ríkisstjórnin hefur lagt ofurá-
herslu á lækkun skatta. Hún hefur
lækkað skattaprósentuna flatt án
þess að breyta persónuafslættin-
um. Þrátt fyrir viðvaranir okkar
um að með því myndist ójöfnuður
gagnvart fólki á lágum og meðal-
tekjum. Þeir tekjuhæstu hafi mest-
an ávinning af slíkri breytingu.
Samfylkingin hefur talað fyrir því
og flutt um það tillögur að varð-
andi skattalækkanir verði frekar
hækkuð skattfrelsismörkin sem
kemur fólki á lágum og meðaltekj-
um mjög til góða, ekki síst öllum
sem lifa af lífeyris- og trygginga-
greiðslum. Auk þess hefur Sam-
fylkingin viljað lækka matarverð-
ið. Loks nú fyrir jólin horfðist ríkis-
stjórnin í augu við að nauðsynlegt
væri að hækka skattfrelsismörkin
enda hafði ítrekað verið sýnt fram
á það með upplýsingum í svör-
um frá sjálfu fjármálaráðuneytinu
við fyrirspurnum Samfylkingarinn-
ar að svona lækkun var aðgerð
ójafnaðar. Minna má á vandaðar
úttektir Stefán Ólafssonar prófess-
ors um aukna misskiptingu varð-
andi ráðstöfunartekjur þjóðfélags-
hópanna.
Loks lækkar matarverð
Sú er þetta skrifar hefur haft
forgöngu um lækkun matarverðs
á Alþingi. Það eru fimm ár síðan
áþreifanlegar staðreyndir og sam-
anburður um hátt matarverð voru
leiddar í ljós. Samfylkingin hefur
allar götur síðan flutt, tillögur, kall-
að eftir upplýsingum og staðið
fyrir umræðum um hæsta mat-
arverð í heimi, sem hefur endur-
speglast í þjóðfélagsumræðunni.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á mat-
arverðinu með gjaldtöku, tollum
og skattheimtu. Hún hafði engan
áhuga á að lækka matarverðið. En
þegar Framsóknarflokkurinn var
kominn í lágmarksfylgi greip for-
sætisráðherrann til þess ráðs að
setja nefnd í matarverðið. Enginn
vilji sýndist þó til aðgerða eftir að
matarverðsnefndin skilaði af sér
fyrr en Samfylking flutti vandaðar
tillögur í upphafi þings í haust um
lækkun matarverðs. Í þeim fólst
að lækkunin gæti numið ríflega
200 þúsund krónum á ári fyrir fjög-
urra manna fjölskyldu. Þá loksins
komu tillögur frá ríkisstjórninni
eftir 5 ára þrotlausan þrýsting
af okkar hálfu og er nú þess að
vænta að matur lækki nokkuð fyr-
ir vorið. Samfylkingin hefur lofað
að fylgja matarverðslækkuninnni
eftir með frekari aðgerðum þegar
hún kemst í stjórnarráðið.
Ég trúi því að fólk sameinist um
að gefa þessari ríkisstjórn frí í vor.
Ég hef hér nefnt þrjú mál þar sem
málflutningur Samfylkingarinnar
hefur skipt sköpum. Samfylkingin
þarf að komast í ríkisstjórn og fá
tækifæri til að sýna fólki hvern-
ig öflugur jafnaðarmannaflokkur
heldur á málum íbúanna.
Rannveig Guðmundsdóttir
oddviti Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi
12 Kópavogsblaðið JANÚAR 2007
Samfylkingin stendur
vörð um heimilin
Rannveig Guðmundsdóttir alþing-
ismaður. Rannveig er Kópavogs-
búi, hefur setið á þingi sem aðal-
maður síðan 1989 og hefur verið
1. varaforseti Aþingis síðan 2005
og forseti Norðurlandaráðs síðan
2004.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Sumir kunna svo sannarlega að slaka á við lestur góðrar bókar.
Þessi ungi maður, Gísli Jón Árnason í 3. PR í Lindaskóla, hafði
hreiðrað um sig á bókasafni skólans og lét ekkert trufla sig, enda
bókin eflaust þrælspennandi.