Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 14

Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 14
14 Kópavogsblaðið JANÚAR 2007 Keppendur Gerplu hlutu helming hæstu afreksstyrkja ÍTK Á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í Salnum 30. desember 2006 var iðkendum úr Gerplu veittar viðurkenningar fyrir góð- an árangur. P-1 var kjörinn flokk- ur ársins vegna silfuverðlauna á Evrópumeistaramóti í Tékklandi í nóvembermánuði sl. ásamt því að vera bæði Íslands- og bikar- meistarar á árinu. Íþróttamenn Gerplu hlutu 3 af 6 afreksstyrkjum Íþrótta- og tóm- stundaráðs Kópavogs, ÍTK, en að þessu sinni hlutu 38 íþróttamenn í Kópavogi afreksstyrk. 6 íþrótta- menn fengu A-styrk að upphæð 250 þúsund krónur, 11 hlutu B- styrk að upphæð 125 þúsund krónur og 21 hlaut C-styrk að upphæð 25 þúsund krónur. A-styrkshafar Gerplu eru Krist- jana Sæunn Ólafsdóttir, Rúnar Alexandersson og Viktor Krist- mannsson, B-styrkshafar Fríða Rún Einarsdóttir, Margrét H. Karls- dóttir og Róbert Kristmannsson og C-styrkshafar Ingvar Jochum- son og Inga Rós Gunnarsdóttir. Um 300 þátttakendur á áhaldafimleikamóti Helgina 3. til 4. febrúar nk. er Gerpla framkvæmdaaðili stærsta móts ársins fyrir Fimleikasam- band Íslands, en það áhaldafim- leikamót. Um 300 keppendur eru skráðir til keppni, á aldrinum 9 til 16 ára. Konurnar keppa í golfæf- ingum, í stökkum, á tvíslá og slá en karlar á bogahesti, í hringjum, á tvíslá, í stökkum og á svifrá. Björn Björnsson hjá Gerplu seg- ir að næsta verkefni P1-hópsins sé bikarmót 17. febrúar nk. og Íslandsmót 9.-10. mars nk. “Við erum handhafar beggja titl- anna í dag og ætlum ekki að láta þá svo glatt frá okkur. Bikarmót- ið gildir einnig sem úrtökumót fyrir Norðurlandamót sem hald- ið er í Stokkhólmi í aprílmánuði. Nokkrar breytingar hafa orðið á þeim hópi sem lenti í öðru sæti á Evrópumótinu í Ostrava síðasta haust þó kjarninn sé sá sami. Nokkrar af stelpunum er hættar og aðrar hafa lent í meiðslum. Við erum þó ákveðin í að láta þær breytingar ekki setja strik í reikn- inginn. Við stefnum á að tryggja okkur þátttökurétt á Norðurlanda- mótinu og gera góða hluti í þeirri keppni,” segir Björn Björnsson. Fimleikar eru íþrótt sem allir geta notið að fylgjast með. Á myndinni er P-1 hópurinn sem var kjörinn flokkur ársins á Íþróttahátíð Kópa- vogs ásamt tveimur af þjálfurum hópsins, þeim Ásu Ingu Þorsteins- dóttur og Michel Christensen sem eru lengst t.v. á myndinni. Karatedeild Breiðabliks og Glitnir hafa gert með sér samn- ing sem felur í sér að Glitnir ger- ist aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu 3 árin. “Samningurinn gerir okkur klei- ft að efla starf deildarinnar enn frekar og stendur hugur okkar til að efla unglingastarf og styðja bet- ur við keppnisfólk okkar, “ segir Indriði Jónsson formaður karate- deildarinnar. “Í samningnum er auðvitað fjár- hagsávinningur fyrir deildina en einnig náðum við inn góðum lið fyrir þá sem eru að fara í æfinga- búðir til Lignano á Ítalíu á næsta ári en þangað stefnir um 100 manna hópur frá okkur ásamt 50 köppum frá Karatefélagi Akraness og Þórshamri,” sagði Indriði Jóns- son, sem var mjög ánægður með samninginn. Glitnir styður Karatedeild Breiðabliks HK og Gustur með glæsilegar árshátíðir Stórglæsileg árshátíð HK verð- ur haldin í Digranesi laugardaginn 27. janúar nk., og verður húsið opnað kl. 19.30 en borðhald hefst kl. 20.00. Margvísleg skemmtiat- riði verða á boðstólum og því viss- ara að taka hláturtaugarnar með! Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi. Aldurstakmark er 20 ár. Árshátíð hestamannafélagsins Gusts verður haldin laugardaginn 10. febrúar nk. í veislusal félags- ins á efri hæð reiðhallarinnar. Gustarar eru hvattir til að efla félagsandann og fjölmenna. SPK eykur styrk sinn við meistaraflokk kvenna í HK Vegna ánægjulegs samstarfs og góðs gengis meistaraflokks kvenna í HK hefur SPK aukið fjárstyrk sinn við meistaraflokk- inn en stelpurnar hafa spilað í DHL deildinni undanfarin ár. SPK er aðalstyrktaraðili allra deilda HK og styrkir einnig HK- Akademíuna. Innritun hafin Stórglæsilegt Þorrablót Breiðabliks Laugardagskvöldið 10. febrúar n.k. gefst Kópavogsbúum tæki- færi til að hittast og blóta Þorra í Smáranum á vegum Breiða- bliks. Á boðstólum verður mikið góðgæti svo sem Bringukollar, Baggalútur og Björgvin Franz svo eitthvað sé talið. Upplagt er fyrir vinnufélaga, sauma- og spilaklúbba að skella sér sam- an á blótið, sem haldið verður árlega hér eftir. Borðapantanir fyrir hópa og nánari upplýsingar má fá hjá Stellu í síma 692 1011 eða með tölvupósti á netfanginu stellagudm@hotmail.com. Miðar eru seldir í íþróttahúsinu Smár- anum og í Landsbankanum í Smáralind. Enginn má missa af fjörinu á Þorrablóti Breiðabliks sem verður hið glæsilegasta. ��������� �������������� ��������������������������� �������������� ���������������� �������������� ���������������������������� ��������������������������� ��������������������������������

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.