Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 8
Hafin er bygging norður -
turnsins við Smáralind, beint
út af A-inngangi verslunarmið-
stöðvarinnar, en uppsteypu á
að vera lokið sumarið 2008 og
öllum framkvæmdum utanhúss
í októbermánuði s.á. Stefnt er
að því að taka húsið í notkun
vorið 2009 en húsið verður 14
hæða verslunar- og skrifstofu-
húsnæði ásamt kjallara, samtals
um 18.000 fermetrar. Samhliða
turninum verður byggt 750 bíla-
stæða hús.
Tveggja hæða tengibygging
verður til verslunarmiðstöðina
Smáralind. Glerlyftuhús mun
tengja skrifstofuhúsnæðið á 3.
hæð Smáralindar við bílastæða-
húsið. Verið er að undirbúa bygg-
ingu stórhýsins norðan Smára-
lindar. Kópavogsdalurinn er
orðinn öflugasta verslunarsvæði
landsins en gert er ráð fyrir allt
að 8 milljónum gestum á þessu
ári, þar af 70% þess fjölda í Smára-
lindina.
Frekari uppbygging er fyrir-
huguð við Dalveginn, m.a. fyrir
bílaumboð, verið er að byggja
verslunarhúsnæði neðan Núpa-
lindar í Lindahverfi og í framtíð-
inni mun m.a. rísa 34 hæða hús
í Gustssvæðinu sem verður um
140 metra hátt, náist sátt um
deiliskipulag á því svæði, en um
það hefur staðið allmikill styr.
Það verður langhæsta hús lands-
ins. Til þess að hægt verði að
reisa mörg háhýsi á Gustssvæð-
inu verður að breyta umferðar-
mannvirkjum í næsta nágrenni.
Hæsta hús landsins, 20 hæða
hús við Smáratorg 3 er komið í
fulla hæð en það er nær 78 metr-
ar að hæð, eða 4 metrum hærra
en Hallgrímskirkja, og grunnflötur
hverrar hæðar um 780 fermetrar
og heildarflatamál um 14.000 fer-
metrar. Flatamál tveggja neðstu
hæðanna, sem eru verslunarhæð-
ir, er um 6.000 fermetrar og auk
bílageymslu er heildarflatamálið
nær 20.000 fermetrar. Stefnt er að
því að leigutakar komist í húsið til
að innrétta í þessum mánuði en
nefna má að á neðstu hæð verður
Kaupþing með stórt útibú, þar rís
leikfangaverslunin ToysaRus og
verslun með húsmuni sem heitir
Pier. Endurskoðunarskrifstofan
Deloitte leigir sex hæðir í húsinu,
Kaupþing eina hæð, Perla Invest-
ment verður með tvær hæðir,
fjárfestingafélagið Lagerinn með
eina hæð en það er í eigu Jákups
Jacobsen sem á húsið, og á 15.
hæð verður líkamsræktarstöðin
World Class. Nokkuð rými er enn
óleigt. Á tveimur efstu hæðunum
verður veitingarekstur, en efsta
hæðin verður inndregin og hægt
að setja þar úti við á góðum degi.
Þar verður veitingastaður sem
hefur verið kallaður Turninn.
Verið er að reisa bílastæðabrú
yfir Fífuhvammsveg, en hún er
framhald bílastæðahúsins norð-
an Smáralindar og tengist nýja
20 hæða húsinu. Með því fjölgar
bílastæðum bæði við Smáralind
og Smáratorg um 170 og hægt
verður að keyra upp að henni af
Reykjanesbrautinni þegar ekið er
í suður og þannig léttist nokkuð
af umferðinni um Fífuhvamms-
veginn.
8 Kópavogsblaðið OKTÓBER 2007
Við bæjarstjórnarkosningarnar
2006 skipaði nýr oddviti forystu-
sæti Samfylkingarinnar í Kópa-
vogi, Guðríður Arnardóttir. Sam-
fylkingin bætti við sig fylgi og
hlaut 4 bæjarfulltrúa en skipar
minnihluta bæjarstjórnar ásamt
Vinstri grænum. Í ört vaxandi
bæ eins og Kópavogi hafa skipu-
lagsmál verið mjög í sviðsljósinu
og því var Guðríður fyrst innt
svara við því hvort hún væri sátt
við vinnubrögð bæjaryfirvalda í
skipulagsmálum.
“Ó nei! Það hafa orðið miklar
breytingar á fasteignamarkaði
undanfarin ár eins og allir vita,
nú er hægt að græða talsvert á
lóða- og fasteignabraski. Í þeim
tilfellum eru það lóðarhafar
sem leggja fram skipulagstilög-
ur til bæjarstjórnar og eðlilega
vilja þeir byggja sem þéttast til
að hámarka gróðann. Þá er það
bæjaryfirvalda að standa á brems-
unni og ganga úr skugga um að
slíkar breytingar valdi ekki óásætt-
anlegu raski fyrir íbúa bæjarins.
Mér finnst Sjálfstæðisflokkur-
inn, og þar með talinn framsóknar-
maðurinn, hafa brugðist hlutverki
sínu og setja þeir allt of oft hags-
muni lóðarhafa og verktaka ofar
hagsmunum bæjarbúa. Þá skortir
alla framtíðarsýn fyrir bæinn og
stendur ekki steinn yfir steini í
aðalskipulagi bæjarins.
Aðalskipulag á að enduspegla
byggðarþróun til lengri tíma. Öll-
um skipulagstillögum sem ekki
rúmast innan aðalskipulags ætti
því í rauninni að hafna og einung-
is breyta aðalskipulagi í undan-
tekningartilfellum, ef það varðar
augljósa hagsmuni bæjarbúa. En
hér er aðalskipulagi breytt nánast
mánaðarlega og engin virðing bor-
in fyrir þessu plaggi hér í Kópa-
vogi.
Gott dæmi þar um er Nónhæð-
in. Samkvæmt aðalskipulagi á þar
að vera tilbeiðsluhús Baháía og
opið svæði. Núverandi lóðarhafar
keyptu þessa 2,5 ha á tæpar 170
milljónir króna og bendir allt til
að þeir hafi beinlínis gert ráð fyrir
að þar mættu þeir byggja háhýsi.
Í kjölfar harkalegra mótmæla íbúa
á svæðinu var fyrirliggjandi skipu-
lagstillögum hafnað og verður
fróðlegt að sjá hvert framhaldið
verður. Persónulega er ég að kom-
ast á þá skoðun að það beri að
varðveita þennan reit og byggja
hann upp sem útivistarsvæði því
það er ekki á okkar ábyrgð ef ein-
hverjir verða af milljóna hagnaði,
okkar er að hugsa um hagsmuni
Kópavogsbúa,” segir Guðríður.
- Finnst þér þá uppbyggingin
vera of hröð hér í Kópavogi?
“Já ég hef gagnrýnt mjög hrað-
ann á öllu hérna í Kópavogi. Hér
tíðkast t.d. að úthluta lóðum áður
en samþykkt skipulag liggur fyr-
ir og hefur það komið í bakið á
okkur eins og t.d. í Rjúpnahæð-
inni, þar sem lóðum var úthlutað
í fyrra en ekki hefur verið hægt
að afhenda lóðirnar þar sem ekki
náðist samkomulag um að flytja
möstrin sem þar eru fyrr en núna
nýlega. Bæjarsjóður blæðir þar
sem lóðarhöfum verður bættur
skaðinn.
Auðvitað hefur afkoma bæjar-
sjóðs verið góð þessi síðustu ár
því allar þessar lóðaúthlutanir
hafa skilað okkur tekjum í kass-
ann. Það er t.d. ekki að ástæðu-
lausu sem það er verið að úthluta
lóðum núna í Vatnsendhlíðinni
þótt þær verði ekki byggingarhæf-
ar fyrr en haustið 2008. Það er
náttúrulega til að skreyta ársreikn-
inga bæjarins fyrir árið 2007. Okk-
ur liggur ekki svona mikið á og
meira virði að vanda til verksins.”
- Ertu þá ekki ánægð með stefnu-
breytingu meirihlutans á Kársnesi?
“Það er alveg ljóst að Samfylk-
ingin hefur verið á móti stór-
skipahöfn frá byrjun. Á meðan
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur þögðu þunnu hljóði fyrir
síðustu kosningar yfir áformum
sínum á hafnarsvæðinu vorum
við með mjög skýra stefnu hvað
það varðar. Við töluðum gegn
stórskipahöfn og landfyllingu en
vildum sjá þarna smábátahöfn og
skipulagt svæði fyrir létta atvinnu-
starfsemi og þjónustu í bland við
íbúabyggð. Eftir allt sem á undan
er gengið á svo að slá höfnina af!
Ég spyr mig hvort Ómar Stefáns-
son hafi verið með í ráðum þeg-
ar Gunnar ákvað að slá höfnina
af, ákvörðunin virðist a.m.k. hafa
verið tekin á flokksfundi Sjálfstæð-
isflokksins, en kannski er Ómar
bara genginn formlega í Sjálfstæð-
isflokkinn!
En þótt vissulega hafi unnist
orusta á Kársnesinu er ekki þar
með sagt að stríðið sé unnið.
Áfangasigur náðist vegna sam-
stöðu og styrks íbúa Kársness og
þar vil ég sérstaklega hrósa stjórn
íbúasamtakanna Betri byggð á
Kársnesi.”
- Hér er risið mikið háhýsi í við
Smáratorgið og fleiri háhýsi munu
rísa. Ertu hrifin af þeim?
“Já, ég verð nú að viðurkenna
að eftir því sem framkvæmdum
við 20 hæða turninn í Smáranum
miðar áfram verði ég alltaf meira
og meira skotin í honum. Það er
ekkert að því að byggja hátt ef
umhverfið ber slíkar byggingar
svo ég tali nú ekki um ef gatna-
kerfið þolir aukna umferð sem
fylgir auknu byggingarmagni.
Mínar efasemdir á Smárasvæðinu
eru fyrst og fremst vegna aukins
álags á umferðaræðarnar en eins
og staðan er núna er gatnakerf-
ið sprungið. Það er í rauninni
umhverfisvænt að byggja hátt og
þétting byggðar markmið í sjálfu
sér, því á meðan erum við ekki að
ganga á óbyggð svæði umhverf-
is höfuðborgarsvæðið. En það er
ekki þar með sagt að menn þurfi
að vaða áfram eins og jarðýta í
blómabeði!”
Nýju hverfin vel heppnuð
- Hvernig lýst þér á nýju hverfin
á Vatnsenda?
“Mér lýst vel á þau og finnst
þau almennt vel heppnuð. Þessi
hverfi eru hönnuð á bæjarskipu-
lagi Kópavogs og það vantar ekk-
ert upp á það að þar kunna menn
að teikna. Ég er t.d .mjög ánægð
með göngustíganetið í gegnum
nýju hverfin og mikið tillit þar tek-
ið til gangandi umferðar og hljóð-
manir háar.”
- En ef þú mættir ráða, hverju
myndirðu breyta í skipulagsmál-
unum?
“Ég fullyrði að ef Samfylking-
in væri í meirihluta í Kópavogi
myndi lýðræðið njóta sín. Við
myndum sýna mun meiri stað-
festu í skipulagsmálum og ekki
láta hagsmuni einstakra lóðar-
hafa og verktaka stýra ákvörðun-
um okkar. Snemma á ákvörðun-
arferlinu myndum við kalla eftir
afstöðu íbúanna til að ekki komi
til meiriháttar árekstra síðar meir
þegar framkvæmdir standa fyrir
dyrum.
Við myndum byrja á að endur-
skoða aðalskipulag Kópavogs með
það að markmiði að við því yrði
sem minnst hróflað. Uppbygging
útivistarsvæða og gróðursetning
trjáplantna meðfram umferðar-
æðum yrði forgangsverkefni með
það að markmiði að gera mýkja
ásýnd Kópavogs,” segir Guðríður
Arnardóttir bæjarfulltrúi og odd-
viti Samfylkingarinnar.
“Mundum ekki láta hagsmuni einstakra
lóðarhafa og verktaka stýra ákvörðunum okkar”
Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi
og oddviti Samfylkingarinnar.
- segir Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Aðalskipulag á að
enduspegla byggðarþró-
un til lengri tíma. Öll-
um skipulagstillögum
sem ekki rúmast innan
aðalskipulags ætti því
í rauninni að hafna
og einungis breyta
aðalskipulagi í undan-
tekningartilfellum, ef
það varðar augljósa
hagsmuni bæjarbúa.
En hér er aðalskipulagi
breytt nánast mánað-
arlega og engin virðing
borin fyrir þessu plaggi
hér í Kópavogi.
Hæsta hús landsins risið við Smáratorg
Séð frá heilsugæslunni við Smáralind yfir grunn 14 hæða
háhýsins sem er að rísa norðan Smáralindar, norðurturnsins,
og að 20 hæða byggingu sem er risin við Smáratorg.
BORG
6591159
FRÍTT
VERÐMAT!
TOPP ÞJÓNUSTA
6599606
www.remaxeignir.com ��� ��
������������
����������
�� �������������
����������������
HAFNARBRAUT 13-15
200 KÓPAVOGUR
SÍMI: 891 9900