Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Síða 13
Fulltrúi Samfylkingar í skóla-
nefnd Kópavogs var vanhæf-
ur til að taka þátt í afgreiðslu
á ráðningu aðstoðarskólastjóra
Smáraskóla. Að þessu kemst bæj-
arlögmaður Kópavogs, en Páll
Magnússon bæjarritari kynnti
niðurstöðurnar á bæjarstjórnar-
fundi 25. september sl.
Gunnar Ingi Birgisson, bæjar-
stjóri í Kópavogi, óskaði eftir því
að bæjarlögmaðurinn úrskurð-
aði hvort Þór Ásgeirsson skóla-
nefndarmaður hefði verið vanhæf-
ur til að sitja fund nefndarinnar
þar sem ákvörðun var tekin um
hver skyldi ráðinn skólastjóri
og aðstoðarskólastjóri Smára-
skóla. Einn umsækjanda í starfið,
Sveinn Þór Elínbergsson, og Þór
eru systkinabörn. Bæjarstjóri seg-
ir að með því að óska eftir áliti
bæjarlögmanns hefði hann viljað
að það kæmi skýrt fram að eitt
ætti yfir alla ganga. Þar vísar hann
til þess að fyrr á árinu töldu bæj-
arfulltrúar Samfylkingarinnar að
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og
Ómar Stefánsson formaður bæj-
arráðs væru vanhæfir til að fjalla
um deiliskipulagsmál í hesthúsa-
hverfinu þar sem hestamannafé-
lagið Gustur hefur verið þar sem
eiginkona Gunnars og faðir Ómars
ættu þar aðstöðu fyrir hesta.
Fram kemur í áliti bæjar-
lögmanns að Þór hafi vikið við
afgreiðslu umsóknar um stöðu
skólastjórans vegna þessa. Frændi
Þórs var hins vegar ekki ráðinn í
þá stöðu. Þegar kom að afgreiðslu
umsókna í stöðu aðstoðarskóla-
stjóra þá mælti nýráðinn skóla-
stjóri,Sigurlín Sveinbjarnardótt-
ir, með því að frændi Þórs yrði
ráðinn í stöðuna en samkvæmt
lögum á skólanefnd að ráða í þá
stöðu að fenginni umsögn skóla-
stjóra. Umsóknin var síðan tekin
til formlegrar samþykktar á fundi
skólanefndar og leit Þór svo á að
ekki væri um eiginlega atkvæða-
greiðslu að ræða. Þórður Þórðar-
son bæjarlögmaður kemst hins
vegar að þeirri niðurstöðu að Þór
hafi verið vanhæfur til að vera við
afgreiðslu málsins og hefði átt að
víkja af fundi. Úrskurður bæjarlög-
manns mun ekki hafa nein áhrif á
ráðninguna enda Þór samfylking-
armaður, en Samfylkingin er sem
kunnugt er í minnihluta í bæjar-
stjórn Kópavogs.
Ágreiningur um
bæjarmálasamþykkt
Þessi bæjarstjórnarfundur var
um margt merkilegur. Bæjarfulltrú-
ar voru iðnir við að bera á hvern
annan ýmsar sakir, og jafnoft
komu bæjarfulltrúar í ræðustól til
að bera þær sakir af sér. Í umræð-
um um nýja bæjarmálasamþykkt
Kópavogs sakaði Hafsteinn Karls-
son, Samfylkingu, bæjarstjóra
um að hafa ekki fylgst með mál-
flutningi þeirra en gripi svo inn
í umræðuna og sakaði bæjarfull-
trúa Samfylkingarinnar um for-
ræðishyggju. Endanleg afgreiðsla
á nýrri bæjarmálasamþykkt fer
fram á næsta bæjarstjórnarfundi
9. október nk., tillaga þess efnis
var samþykkt með 7 atkvæðum,
en 4 sátu hjá.
“Að ósk bæjarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar í bæjarráði var
umræðu um nýja bæjarmálasam-
þykkt frestað hvað eftir annað.
Hugmyndin var sú að fulltrúar
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna kæmu með tillögur. Það
gerðu Vinstri grænir en engar
breytingatillögur hafa sést frá
Samfylkingunni. Það er þó ljóst að
tillögur Vinstri grænna ganga það
langt að ekki mun nást samkomu-
lag um þær. Það munu heldur ekki
nást samkomulag um tillögur odd-
vita Samfylkingarinnar sem voru
lesnar upp hér á fundinum svona
hér og þar. Endanleg afgreiðsla
um bæjarmálasamþykkt verður
því afgreidd með atkvæðagreiðslu
sem er sjálfsagt einstakt í bæjar-
stjórn á Íslandi,” sagði Gunnar I.
Birgisson bæjarstjóri.
“Það er umhugsunarefni að við
skulum vera að fara yfir bæjar-
málasamþykktina með það að
markmiði að ná sátt um niðurstöð-
una, en það skuli vera bara einn
aðili sem má koma eins oft og
hann vill upp í ræðustól og ræða
hana, við hin erum bundin þeirri
kvöð að mega aðeins koma upp
tvisvar. Ef svo er getur umræð-
an varla orðið gagnrýnin eða skil-
virk,” sagði Guðríður Arnardóttir.
“Ég sit ekki undir því endalaust
að bæjarstjóri fullyrði að við vinn-
um ekki vinnuna okkar. Það er
bæjarstjórinn sem vill enga sátt
í þessu máli, það er hann og for-
maður bæjarráðs, Ómar Stefáns-
son, sem hafa stýrt þessari vinnu
og ákveðið hvernig þetta hefur
verið unnið. Það hefur hins vegar
enginn beðið um frestun, málinu
hefur einfaldlega verið frestað í
bæjarráði. Við skiluðum inn okk-
ar tillögum og við héldum að
ræða ætti málið á síðasta bæjar-
ráðsfundi, en ákveðið var að fara
í umræðuna hér. Það var gert, og
þess vegna stöndum við í þessum
sporum. Við óskum þess að þetta
verði unnið í sátt en bæjarstjóri
hefur hafnað því,” sagði Hafsteinn
Karlsson.
13KópavogsblaðiðOKTÓBER 2007
Frá fundi bæjarstjórnar Kópavogs 25. september sl. Fjarverandi voru bæjarfulltrúarnir Flosi Eiríksson og
Gunnar I. Birgisson en fundinn sátu í þeirra stað Ingibjörg Hinriksdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Gunnar I. Birgisson mætti síðar.
Bókasafn Kópavogs býður fjölbreytt lesefni til fróðleiks og skemmtunar. Einnig
margmiðlunarefni, tónlist, bíómyndir, fræðsluefni og tölvuleiki. Netaðgangur er fyrir
almenning og heitir reitir þar sem fólk getur notað sína eigin fartölvu.
Í Djúpinu á 1. hæð er að fi nna allt um tækni og vísindi, íþróttir, landafræði, hannyrðir,
föndur og matreiðslu. Þar er móðursafn rússneskra bókmennta á Íslandi. Hér er að
fi nna fjölda tímarita um húshald, sport, tækni o.m.fl .
Á 2. hæð eru skáldsögur fyrir fullorðna, á íslensku og öðrum tungumálum, ævisögur,
sagnfræði, ljóð og leikrit, félagsfræði og trúmál. Hér eru bíómyndirnar á böndum
og diskum. Í Heita pottinum ægir saman fornritum og nútíma vísindasögum auk
myndasögubóka. Sannkölluð Forn- og dægurmenningardeild. Hér eru menning-
artímarit af öllu tagi.
Á 3. hæð er Barnadeildin þar sem öll börn eru velkomin, þau geta skoðað og lesið
blöð og bækur, spilað og pússlað, hangið og spjallað. Þar er líka allt stafrænt efni
fyrir börn. Sögustundir eru í hverri viku allan veturinn.
Hér er einnig Listvangur þar sem er að fi nna allt tónlistar- og myndlistarefni og af
nógu er að taka. Á 3. hæð er líka Kaffi krókur þar sem hægt er að kíkja í dagblöð
og glanstímarit.
Í öllum deildum er hægt að láta fara vel um sig og skoða safnefnið í ró og næði.
Í Listvangi er einnig hægt að hlusta á tónlist. Á öllum hæðum eru vinnuborð fyrir
námsfólk og aðra. Áhersla er lögð á rólegt og afslappað umhverfi .
Alltaf er eitthvað um að vera á Bókasafninu. Á 1. hæð er fjölnotasalurinn Kórinn.
Þar eru haldnar alls konar samkomur, erindaraðir, bókakynningar, sögustundir, safn-
kynningar, sýningar o.fl . Hægt er að fá salinn leigðan til samkomuhalds. Taktu eftir
tilkynningum frá Bókasafninu.
Útibú Bókasafnsins, Lindasafn, er í Lindaskóla, Núpalind 7. Þar er til útláns margs
konar efni fyrir börn og fullorðna.
Ekki bara bækur
Aðalsafn, Safnahúsi
Hamraborg 6a
Sími 570 0450
Mán.–fi m. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-20
Föst.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11-17
Lau. og sun. . . . . . . . . . . . . . . . . 13-17
Lindasafn
Núpalind 7
Sími 564 0621
1. jún–31. ágúst:
Mán.-fi m. . . . . . . . . . . . . . . . . . .12–18
Föst.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12–16
Vetrartími
Mán.–fi m. . . . . . . . . . . . . . . . . . 14–19
Föst.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .14–17
Lau.(Lokað 01.05.–30.09.) . . . . .11–14www.bokasafnkopavogs.is
Les- og vinnuaðstaða
Netaðgangur
Yfi r 100.000 titlar, bækur, DVD, tónlist o.fl .
Leikaðstaða og reglulegar
uppákomur fyrir börnin
Skólanefndarmaður vanhæfur við ráðn-
ingu aðstoðarskólastjóra Smáraskóla