Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 16
16 Kópavogsblaðið OKTÓBER 2007
Í ágústmánuði sl. fengu um
4.200 sex ára börn bæklinginn
“Á leið í skólann” en hann hefur
að geyma haldgóðar leiðbeining-
ar til foreldra þeirra barna sem
eru að hefja skólagöngu.
Anna Elísabet Ólafsdóttir hverf-
islögreglumaður í Kópavogi segir
að í bæklingnum sé réttilega bent
á að barn sem er að byrja í skóla
hafi ekki þroska eða reynslu til
að átta sig á því sem skiptir máli
að gefa gaum í umferðinni. Það
sé því mikilvægt að á fyrstu árum
ævinnar sé barnið frætt um rétta
hegðun í umferðinni. Með því
aukast líkur á að því farnist vel.
Fullorðnir eru fyrirmyndirnar og
barnið lærir meira af því sem þeir
gera en því sem þeir segja.
Anna Elísabet bendir á að
stysta leiðin í skólann sé ekki all-
taf sú öruggasta. Því sé nauðsyn-
legt að fylgja barninu í skólann
fyrstu dagana og fara vel yfir allar
umferðarreglur. Velja beri örugg-
ustu leiðina, s.s. um göngustíga,
undirgöng og gangbrautir. Víða
eru aðstæður þannig að aka verð-
ur barninu í skólann, en það skap-
ar mikla umferð á skömmum tíma
við skólann. Reyna ætti að fylgja
barninu fótgangandi sé þess ein-
hver kostur.
Á leið í og úr skólanum
ISLANDZKI DLA POLAKÓW
Islandzki dla Polaków
Nowocześnie skonstruowany kurs, specjalnie przeznaczony dla
Polaków oraz osób władających językiem polskim. Główny nacisk
na język mówiony i porozumiewanie się w języku islandzkim.
Ćwiczenia praktyczne prowadzone będą przez nauczyciela
islandzkiego, natomiast zagadnienia gramatyczne oraz słownictwo
wyjaśnione i omówione po polsku.
Nauczyciele prowadzący: Jóhanna Gunnarsdóttir i
Stanisław J. Bartoszek
Zajęcia w poniedziałki i czwartki, od 5 do 29 listopada,
godz. 19:30-21:00.
Miejsce: ODDI (Uniwersytet Islandzki, Sturlugata, 101 Reykjavík)
Íslenska fyrir Pólverja (og pólskumælandi)
Íslenskt talmál kennt með nýstárlegum og skemmtilegum aðferðum.
Aðal áhersla á að tjá sig á íslensku.
Talæfingar verða gerðar á íslensku af móðurmálskennara en pól-
skur kennari útskýrir málfræðiatriði á móðurmáli nemenda.
Kennarar: Stanislaw Bartoszek og Jóhanna Gunnarsdóttir
Kennt mánudaga og fimmtudaga 5 - 29. nóv. kl. 19:30-21:00
ODDA, Háskóla Íslands.
Þær vinkonurnar Íris Lára Lorange og Kristín Björnsdóttir í 2. bekk í
Kópavogsskóla fylgdu umferðarreglunum og gengu yfir Digranesveg-
inn á gangbraut eftir að umferðin hafði stoppað fyrir þær. Þær segj-
ast hafa lært mikið þegar Umferðarskólinn kom í heimsókn til þeirra.
Ný netsíða Menntaskólans í Kópavogi, www.mk.is, var formlega
tekin í notkun 24. september sl. í matsal skólans að viðstöddum
kennurum og nemendum. Hönnuður netsíðunnar er Stefán Birgir
Stefánsson sem er fyrrverandi nemandi í MK. Umsjónarmaður net-
síðunnar er hins vegar Hreinn Freyr Hálfdánarson íslenskukennari
við MK. Á myndinni eru þeir Stefán Birgir og Hreinn Freyr.
Ný heimasíða MK
Inga Gísladóttir er fædd á bæn-
um Galtavík undir Akrafjalli fyr-
ir 84 árum en flutti til Kópavogs
árið 1959 og bjó fyrst á Kársnes-
brautinni. Árið 1989 flutti Inga
í Vogatungu og segir að það sé
alveg frábært að búa þar fyrir
eldri borgara, enda sé gott að
verða gamall í Kópavogi, líklega
sama hvar búið er í bænum.
“Ég var með skúringar í Kárs-
nesskóla meðan ég var ekki orðin
of gömul til að sinna því. Ég reyni
að koma hingað í félagsstarfið í
Gjábakka við Fannborg eins oft
og ég get, helst daglega. Það er
frábært starfsfólk hér á Gjábakka,
og svo er alveg nauðsynlegt að
hitta fólk hér og spjalla við það,
og drekka kaffi í leiðinni og borða
meðlætið,” segir Inga Gísladóttir.
“Gott að verða
gamall í Kópavogi”
Inga Gísladóttir, stödd á skemmtun í Gjábakka.
- segir Inga Gísladóttir.