Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Qupperneq 17

Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Qupperneq 17
Þingsetning Alþingis var í byrjun þessara viku. KÓPAVOGS- BLAÐIÐ leitaði til tveggja þing- manna Suðvesturkjördæmis (Kragans) og spurði hvaða mál þeir teldu að yrðu mest áberandi á Alþingi fram til áramóta og á hvaða mál þeir mundu leggja sér- staka áherslu? - Muntu beita þér sérstaklega sem þingmaður Suðvesturkjördæm- is í einhverjum málum sem snerta kjördæmið og íbúa þess? - Hefur þingmaðurinn áhyggjur af þróun umferðarmála í Kópavogi í ljósi mikilla byggingaframkvæmda í nánd í verslunarmiðstöðina Smáralind og hugsanlega byggingu stórhýsa á svokölluðu Gustssvæði sem fyrrverandi umhverfisráðherra lagðist gegn eftir kvörtun frá bæjar- stjórn Garðabæjar sem taldi að nærliggjandi umferðaræðar bæru ekki þann umferðarþunga sem mundi skapast í tengslum við þau stórhýsi sem þar er áætlað að rísi? Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar: 1. Í upphafi þings mun mest fara fyrir umræðu um fjárlög. Þegar Samfylkingin kom að ríkisstjórn- arborðinu var fjárlagagerð langt komin. Lengi hefur legið fyrir spá fjármálaráðuneytisins um halla á ríkissjóði á næstu tveimur árum vegna tekjusamdráttar. Stuttu fyrir kosningar skuld- bundu margir ráðherrar fráfar- andi ríkisstjórnar ríkissjóð til fjár- framlaga. Mörg þessara verkefna eru auðvitað góð og gagnleg. Það breytir ekki þeirri staðreynd að það er skrípamynd af lýðræðinu þegar nýr stjórnarmeirihluti með umboð frá kjósendum getur ekki hrint stefnumálum sínum í fram- kvæmd vegna örvæntingafullra loforða sem gefin eru á síðustu dögum í kosningabaráttu. Allir flokkar hafa stundað þessi vinnu- brögð í fortíðinni, en nú er komið nóg. Það er brýnt að koma í veg fyrir heimildir ráðherra að þessu leyti á síðustu mánuðum kjörtíma- bils. 2. Stærsta hagsmunamál kjós- enda í Suðvesturkjördæmi er að sjálfsögðu það sama og annarra landsmanna - efnahagslegur stöð- ugleiki og félagslegar umbætur. Óstöðugleiki undanfarinna miss- era hefur valdið heimilum og fyr- irtækjum miklu tjóni og teflir í tvísýnu þeim ávinningi sem við höfum haft af efnahagslegum uppgangi síðustu ára. Áhrifin eru skelfileg fyrir minni fyrirtæki í landinu. Umræða undanfarinna mánaða hefur sýnt að almennur skilningur er að skapast á því að gjaldmiðill okkar er ekki á vetur setjandi. Krónan ýtir und- ir fákeppni og tryggir íslenskum heimilum hæstu vexti í heimi og dýrasta mat í heimi. Að því er varðar félagsleg umbótamál eru húsnæðismál mér efst í huga. Ég sit nú í nefnd sem Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, hefur skipað til að fjalla um úrbætur varðandi félags- legt húsnæði. Hækkandi fasteigna- verð veldur því að fleiri og fleiri geta ekki staðið undir kaupum á eignaríbúðum. Kemur þar hvort tveggja til að afborganir af sífellt hærri húsnæðislánum eru orðnar ofviða mörgum lág- og meðaltekju- fjölskyldum og útborgun þarf að nema mörgum milljónum króna. Áratugum saman byggði íslensk húsnæðisstefna á séreignarkerfi á sama tíma og lánamöguleikar voru mjög fábreyttir. Það má vel vera að nægt framboð af lánsfé án hámarkslána þýði að færri geti staðið undir kaupum á húsnæði en áður var. Því kann að vera að fólk kjósi í framtíðinni fremur örugga leigu í einhverju formi en kaup á íbúðum. Það er brýnt að sveitarfélögin átti sig á þessum nýja veruleika. Eitt af því sem stingur í augu er það hversu illa sum sveitarfélög í kjördæminu sinna framboði á leiguhúsnæði. Reykjavík - sem byggir á arfleifð Reykjavíkurlist- ans - ber höfuð og herðar yfir önn- ur sveitarfélög, þótt árleg fjölgun íbúða hafi ekki náð að halda í við vaxandi biðlista. Hafnarfjörður og Kópavogur standa best í kjör- dæminu, en vantar þó nokkuð upp á að standa jafnfætis Reykja- vík. Seltjarnarnes og Garðabær sinna hins vegar ekki framboði á félagslegu íbúðarhúsnæði, að heit- ið geti. Ríkið á að auðvelda sveit- arfélögum aðgang að lánsfé til að byggja félagslegt íbúðarhúsnæði, en ríkið getur ekki bætt fyrir van- rækslusyndir sveitarfélaga. Fólk sem á í erfiðleikum með að standa undir afborgunum á íbúðum á Sel- tjarnarnesi og í Garðabæ hættir ekki að vera til. Þessi sveitarfélög eru beinlínis að skjóta sér und- an sameiginlegri ábyrgð og skýla sér á bak við sveitarfélagamörk til að koma félagslegri ábyrgð á nágrannasveitarfélögin. Það er grundvallaratriði að öll sveitarfé- lög tryggi framboð lóða til leiguí- búða í einu eða öðru formi, til að létta á leigumarkaðnum og greiða fyrir betra jafnvægi á húsnæðis- markaði - til hagsbóta fyrir alla. 3. Samgöngumál Kópavogsbúa eru vandasamt úrlausnarefni. Uppbyggingarstefna núverandi meirihluta í bæjarstjórn hefur byggst fremur á kappi en forsjá og því hefur aldrei verið hugað nægilega að þeim þrýstingi sem uppbygging skapar á þær umferð- aræðar sem fyrir eru. Allt frá því að Smárahverfið var byggt upp hefur skort á heildstæða umferð- arstefnu af hálfu bæjaryfirvalda í Kópavogi og vandinn hefur aukist með auknum umsvifum í Smár- anum og uppbyggingaráformum á Gustssvæðinu. Ég hef ekki séð neinar hugmyndir um lausnir í umferðarmálum sem sannfæra mig um skynsemi frekari háhýsa- bygginga á þessu svæði. Til lengri tíma litið þarf að horfa á umferðar- æð ofan byggðar, en það er flókið mál og snertir Heiðmörkina, sem er mikilvæg auðlind. Brýnasta úrlausnarefnið í umferðarmálum er einfalt - en felur í sér óþægilegan sannleika sem við forðumst flest að horfast í augu við. Við verðum að fækka sem kostur er bílum og nota minni bíla. Við munum aldrei geta tryggt hámarks umferðarhraða á álagstímum fyrir tvo til þrjá bíla fyrir hvert heimili - og þar af einn stóran jeppa - nema með því að leggja allt of mikið land undir forljót umferðarmannvirki sem standa svo ónotuð 20 stundir á sólarhring. Það er framtíðarsýn sem enginn vill. Þess vegna verða sveitarfélögin að styrkja almenn- ingssamgöngur, fjölga strætóferð- um og hætta niðurgreiðslum á bílastæðum. Að ríkinu snýr svo að leggja gjöld á bíla eftir útblæstri og lengd. Allt á þetta að geta skil- að okkur með skjótvirkari og ódýr- ari hætti milli staða. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: 1. Án efa eiga mörg mál eftir að verða áberandi á Alþingi fram til áramóta. Stundum er það nú þannig að afgreiðsla hinna sjálf- sögðustu mála hiksta einhvers- staðar á leiðinni og hljóta mikla athygli. Við getum nefnt sölu á áfengi í matvöruverslunum sem dæmi um þetta. Mál sem á að vera sjálfsagt en þarf að lúta ströngum reglum í nútíma samfé- lagi. Einhverra hluta vegna hefur það mál ekki enn náð í gegn. Hverj- um dytti t.d. í hug í dag að leyfa ekki sölu á áfengum bjór. Ég tek þetta sem dæmi um mál sem fær alltaf athygli en er kannski ekki svo stórkostlegt að öðru leyti, ein- faldlega sjálfsagt mál. En þetta er smámál í sjálfu sér. Af stórum málum sem ég tel að eigi eftir að vera áberandi í vetur eru orkumálin og gjaldmiðilsmál- ið. Þau skref sem stigin hafa verið á undanförnum misserum með sölu á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja og hlutafélagavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur eru mjög umdeild. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins var afdráttarlaust sam- þykkt um að fullveldisréttur þjóð- arinnar yfir náttúruauðlindunum skyldi vera óskoraður. Það er sá sterki vilji sem maður skynjar í samfélaginu. Við erum ekki tilbúin að taka neina áhættu í þeim efn- um. Um er að ræða fjöregg þjóð- arinnar. Með þessi skilaboð að leiðarljósi þurfum við að nálgast þetta mál og kveða skýrt á um þær reglur sem skulu gilda. Umræða um upptöku evru sem gjaldmiðils verður sífellt hávær- ari. Það er erfitt að gera sér fulla grein fyrir þeim leiðum sem mögu- legar eru í þessu máli. Að sama skapi er ekki hægt að svara þannig til að málið sé ekki á dagskrá. Í því umhverfi sem við búum við í vaxtamálum og viðvar- andi sterkri krónu er eðlilegt að atvinnulífið og almenningur kalli eftir umræðu um mögulegar leið- ir. Sjálfstæðisflokkurinn á að leiða þá umræðu. 2. Í kosningabaráttunni voru vel- ferðarmálin fyrirferðarmikil. ekki síst hér í okkar kjördæmi. Gefið var í skyn að breytinga og bóta væri að vænta í þessum mála- flokki og væntingar fólks miklar. Það má segja að tónninn hafi verið sleginn í stjórnarsáttmálan- um og með afgreiðslu Alþingis í sumar á þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og unglinga og lög- um um breytingar á almannatrygg- ingum og málefnum aldraðra. Þetta eru fyrstu skrefin og það er skylda okkar þingmanna í þessu kjördæmi að tryggja frekari fram- gang þessara mála. Ég tel þetta vera hvað brýnast af þeim málum sem snúa að okkar kjördæmi nú í byrjun kjörtímabils. Auðvitað eru önnur stórmál sem bíða lausna, og nefni ég þar samgöngumálin. Þar er búið að ramma inn fram- kvæmdaáætlun sem vissulega full- nægir ekki þörfum okkar á þessu svæði. Við hljótum að líta til þess hvort svigrúm verði til að hraða framkvæmdum við mislæg gatna- mót á leiðinni milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Sú staða í umferð- armálum sem við höfum þurft að búa við eftir að skólar hófu starf- sem sína í haust er óþolandi. Eftir langan tíma eru heilbrigðis- málin komin á forræði Sjálfstæðis- flokksins. Við erum búin að bíða lengi eftir því. Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákveðin skref sem lofa góðu. Hann ætlar sér greinilega að byggja upp átakalið sem hann treystir í þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera í þessum mikilvæga málaflokki. Það sama má segja um landbúnaðarmál- in sem eru nú á forræði okkar. Þar þarf að taka til hendinni með hagsmuni neytenda að leiðarljósi á sama tíma og við treystum og tryggjum byggð í landinu. Sumt af því sem flokkast sem landbúnaðar- framleiðsla er ekkert annað en iðn- aðarframleiðsla sem hefur ekkert með þann hefðbundna landbúnað sem við þekkjum að gera og hefur engin áhrif á líf fólks í hinum drei- fðu byggðum landsins. Aukið svig- rúm til bænda til að vinna afurðir sínar sjálfir, þ.m.t. slátrun heima, mun fela í sér mikla möguleika á aukinni tekjumyndun búa í hefð- bundnum landbúnaðargreinum. 3. Í Kópavogi hefur byggst upp á undanförnum árum verslun- ar- og þjónustuhverfi sem er eitt- hvert það verðmætasta í landinu. Það er í samræmi við verð á íbúð- arhúsnæði sem óvíða er hærra en hér í bæ. Forystumenn sveitarfé- lagsins hafa sýnt það í umdeildum skipulagsmálum að þeir leita laus- na með íbúunum þannig að sem flestir geti við unað. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að allt það verslunar- og skrifstofuhús- næði sem er í okkar nýja miðbæ skilar bænum ómældum tekjum í formi fasteignagjalda. Ég treysti forsvarsmönnum okkar til þess að þessi byggð rísi í sátt við umhverf- ið og okkar næstu nágranna. 17KópavogsblaðiðOKTÓBER 2007 Hvaða mál brenna á þingmönnum Suðvesturkjördæmis? Árni Páll Árnason. Jón Gunnarsson.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.