Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Qupperneq 18
18 Kópavogsblaðið OKTÓBER 2007
K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0
N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 - S e l f o s s,
Austurvegur 58 , s ími 482 2722
Komdu og skiptu um dekk fyrir 20. október og við
gefum þér 10% afslátt af umfelgun og geymum fyrir
þig sumardekkin í allan vetur endurgjaldslaust.
Bjóðum einnig mikið úrval af fólksbíla- og jeppadekkjum.
�������������
af umfelgun og frí geymsla á sumardekkjunum.
�
�
��
�
��
�
���
��
�
��
�
�
���
�
�
�
�
�
Ókeypis heimsendingaþjónusta á blómum og
gjafavöru á Stór-Reykjavíkursvæðið
ALLAR helgar og eftir kl. 19.00 virka daga.
Opið frá 11-21 nema sunnudaga til 19.00
Blómaþjónusta eftir lokun frá 08-23 í Gsm 866 1510.
Íslenskir aðalverktakar:
Íslenskir aðalverktakar hlutu
viðurkenningu Umhverfisráðs
Kópavogs árið 2007 fyrir frágang
húss og lóðar við Ásakór 2 - 4.
Byggingarframkvæmdir hófust
í september 2005 og lauk þeim í
mars 2007. Ásakór 2 - 4 er átján
íbúða lyftuhús á þremur hæðum
auk bílageymslu. Íbúðirnar eru
þriggja og fjögurra herbergja, all-
ar með sérinngangi.
Góður frágangur og fagmennska
einkenna Ásakór 2 - 4. Fjölbýlishús-
ið er falleg bygging sem nýtir vel
þá möguleika sem lóðinni fylgir
en húsið stendur í hallandi landi
og bílageymsla neðanjarðar leysir
hluta hæðarmunar á lóðinni. Frá
jarðhæð hússins er hæðarmunur
leystur með gras- og gróðurbrekk-
um og þannig mótast skjólgóður
hvammur sem snýr vel við sól.
Á jöðrum lóðarinnar og aðkomu-
svæði er markvisst unnið með
gróður til skjólmyndunar og skap-
að hlýlegt yfirbragð.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar
veitti Íslenskum aðalverktökum
einnig viðurkenningu í ár fyrir
snyrtilegan frágang lóða og góðan
heildarsvip við Þrastarhöfða í Mos-
fellsbæ. Á síðasta ári fengu Íslensk-
ir aðalverktakar einnig tvenn verð-
laun fyrir hús við Perlukór í Kópa-
vogi og Herjólfsgötu í Hafnarfirði.
Kópavogsblaðið óskar Íslensk-
um aðalverktökum til hamingju
með þær viðurkenningar sem
þeim hefur hlotnast og bera vott
um vönduð vinnubrögð og gæði.
Íslenskir aðalverktakar fengu viðurkenningu umhverfisráðs Kópa-
vogs fyrir frágang húss og lóðar við Ásakór 2 - 4 sem er hannað af
ASK arkitektum en Landslag ehf. sá um lóðahönnun.
ÍAV fá viðurkenningu
Umhverfisráðs Kópavogs
Eitt af áhersluverkefnum
Kópavogsdeildar Rauða kross-
ins er að vinna gegn einsemd og
félagslegri einangrun. Deildin
sinnir þessu með öflugri heim-
sóknaþjónustu og rekstri Dval-
ar, athvarfs fyrir geðfatlaða.
Þjónustan er sífellt að eflast
og nú eru 65-70 sjálfboðaliðar
í reglubundnum verkefnum
heimsóknavina. Gestgjafarnir
eru karlar og konur á ýmsum
aldri. Heimsóknirnar fara fram
á einkaheimilum, sambýlum
aldraðra, sambýlum og athvarfi
geðfatlaðra, sambýli heilabil-
aðra, skammtímavistun fyrir
langveik börn og í Sunnuhlíð.
Þess má geta að heimsóknir til
heimilismanna í Sunnuhlíð hafa
staðið yfir frá árinu 1984. All-
taf er þörf fyrir sjálfboðaliða og
alltaf heitt á könnunni á skrif-
stofunni í Hamraborg. Einnig
er hægt að fylgjast með starfinu
á netsíðunni www.redcross.is/
kopavogur.
“Öll höfum við þörf fyrir félags-
skap, nærveru og hlýju, við erum
bara misdugleg að bera okkur
eftir björginni. Oftast eru það
aðstæður og upplag sem valda
því að fólk upplifir sig einmana
og félagslega einangrað. Aukið
framboð á afþreyingu, erill, hraði
og tímaskortur eru líka ástæður
þess að fólk upplifir einsemd.
Oft og tíðum verður þetta að víta-
hring sem erfitt er að rjúfa en þar
geta sjálfboðaliðar Rauða kross-
ins komið til aðstoðar með reglu-
bundnum heimsóknum sínum,”
segir Linda Ósk Sigurðardóttir,
nýráðinn framkvæmdastjóri
Kópavogsdeildar, í samtali við
Kópavogsblaðið. Kópavogsdeild-
in er ein sú öflugasta á landinu,
og heldur upp á 50 ára afmæli sitt
árið 2008
“Yfirleitt er um að ræða klukku-
stundar heimsókn hverju sinni
og þá gjarnan einu sinni í viku.
Þó eru líka dæmi um heimsóknir
á tveggja vikna fresti. Fjölbreyti-
leiki og tíðni heimsókna fer eft-
ir óskum og þörfum gestgjafa.
Samveran er gjarnan notuð til að
spjalla saman, spila, lesa, syngja,
tefla, föndra, fara saman út að
keyra, í bíó, á kaffihús, í göngu-
túra eða hvað annað sem tveir
góðir vinir koma sér saman um
að gera. Hvernig heimsóknavinur
og gestgjafi ákveða að eyða tím-
anum saman er alfarið í þeirra
höndum. Linda segir að sífellt sé
verið að efla og þróa þjónustuna
og það nýjasta eru heimsóknir
sjálfboðaliða með hunda. Í Kópa-
vogi eru níu hundar að störfum
við mikinn fögnuð gestgjafa sem
njóta samvista við þá.”
Til viðbótar við opinber-
ar stofnanir
Heimsóknaþjónusta Rauða
krossins kemur ekki í stað þeirrar
þjónustu sem opinberar stofnan-
ir og aðilar eiga að sinna heldur
er litið á hana sem kærkomna við-
bót við það sem í boði er. Hver
heimsókn er vel undirbúin og hitt-
ir fulltrúi deildarinnar bæði sjálf-
boðaliða og gestgjafa fyrir fyrstu
heimsókn.
“Þótt meirihluti þeirra sem
þiggja heimsóknir séu aldrað-
ir þá erum við sífellt að fá fleiri
yngri gestgjafa, ungmenni og fólk
á miðjum aldri sem hafa lent í
erfiðleikum, t.d. vegna veikinda.
Opin umræða um einsemd og
félagslega einangrun og kynning
á þjónustunni er að skila sér til
okkar og því fögnum við. Innflytj-
endur og fólk með geðraskanir
eru í hópi þeirra sem við viljum
gjarnan þjónusta betur. Við erum
aðallega að fá ábendingar frá fjöl-
skyldu, vinum, starfsfólki félags-
þjónustu og heimahjúkrunar. Það
eru dæmi um að fólk hringi sjálft
og óski eftir heimsóknavini, það
er samt eitthvað sem við viljum
gjarnan sjá meira af, að fólk sé
óhrætt við að leita til okkar og
biðja um aðstoð. Það er gott að
gefa af sér því maður fær það svo
margfalt til baka. Gestgjafarnir
hafa svo mikið að gefa og það
er það skemmtilega og góða við
þetta verkefni,” segir Linda Ósk.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins
sækja námskeið áður en farið er
af stað í heimsóknir. Um er að
ræða þriggja klukkustunda löng
námskeið sem haldin eru reglu-
lega í húsnæði deildarinnar og
standa öllum áhugasömum til
boða þeim að kostnaðarlausu.
Á þessum námskeiðum er far-
ið yfir hlutverk, starfsreglur og
skuldbindingar heimsóknavina
og mikilvægi þess að virða þagn-
arskyldu varðandi persónuleg
málefni gestgjafa enda er hún
forsenda trausts og trúnaðar.
Sjálfboðaliðum Kópavogsdeild-
ar stendur þar að auki til boða
ýmis fræðsla og þjálfun og haldin
er reglulega samvera heimsókna-
vina til að styrkja þá í starfi.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins
gegn einsemd og einangrun
Nýir stjórnendur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. T.v. er Dögg
Guðmundsdóttir verkefnisstjóri sjálfboðamiðstöðvar. Dögg er mann-
fræðingur frá Háskóla Íslands með framhaldsmenntun í þróunarmál-
um og alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku. Á
liðnum vetri var hún í starfsþjálfun í Úganda á vegum Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands og gegndi áður verkefnavinnu fyrir mannrétt-
indasamtökin Human Rights without Frontiers í Belgíu.
Linda Ósk Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri og hefur starfað fyrir
Raða krossinn í ein 9 ár og hef mikla og góða reynslu af störfum fyrir
Rauða krossinn. Byrjaði sem sjálfboðaliði og þá sem formaður Grund-
arfjarðardeildar Rauða krossins en hefur gegnt stöðu svæðisfulltrúa
Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og verið
verkefnisstjóri heimsóknaþjónustu á landsskrifstofu þar til hún hóf
störf í byrjun ágústmánaðar hjá Kópavogsdeild ásamt Dögg.
NETSAGA.IS