Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Síða 20

Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Síða 20
20 Kópavogsblaðið OKTÓBER 2007 Ferlinefnd Kópavogs og Kópavogsbær hafa ákveðið að veita hönnuði, fyrirtæki eða þjónustuaðila í Kópavogi viðurkenningu fyrir gott aðgengi í tilefni af Alþjóðardegi fatlaðra, 3. desember nk. Viðurkenningin verður veitt fyrir útivistarsvæði, nýtt húsnæði, sem er aðgengilegt hreyfihömluðum eða fyrir endurbætur á eldra húsnæði. Vinsamlegast komið ábendingum um þá aðila sem koma til greina við úthlutun viðurkenningar á framfæri við ferlinefnd Kópavogs eigi síðar en 20. október 2007. f.h. ferlinefndar Kópavogs Helga Skúladóttir, netfang: helga.skula@isl.is Guðlaug Ósk Gísladóttir, netfang: gudlaugo@kopavogur.is Viðurkenning fyrir gott aðgengi K-lykill Kiwanis er lykill að lífi Sparisjóðirnir á Íslandi, Toy- ota, Olís og Bónus verða bak- hjarlar landssöfnunar Kiwanis- hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra sem fram fer dagana 4.-7. október. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún hald- in í tengslum við alþjóðlega geð- heilbrigðisdaginn 10. október nk. Fyrsti K-lykillinn var afhent- ur Guðlaugi Þór Þórðarsyni heil- brigðisráðherra. Kiwanis-hreyfingin á Íslandi hefur allt frá árinu 1974 staðið fyrir landssöfnun þriðja hvert ár með sölu á K-lyklinum. Ágóði af landssöfnununum hefur runnið til fjölda verkefna til hjálpar geðsjúk- um. Tilgangurinn er að vekja þjóð- ina til umhugsunar um málefni geðsjúkra og safna fé til þess að styðja við endurhæfingu þeirra. Að þessu sinni er sjónum sérstak- lega beint að ungu fólki sem glím- ir við geðræn vandamál. Ágóði landssöfnunarinnar að þessu sinni rennur til þriggja mál- efna; Geðhjálpar, BUGL og Forma. Gengið verður í hús um land allt, sölumenn verða við verslanamið- stöðvar og aðra fjölfarna staði, auk þess sem leitað er til fyrir- tækja um stuðning. K-lykillinn verður ennfremur til sölu í öllum verslunum Bónuss og á þjónustu- stöðvum Olís og hjá Toyota. Þá verður hægt að leggja inn á reikn- ing söfnunarinnar; 1100-26-55000, kennitala 640173-0179. Sparisjóð- irnir á Íslandi eru fjárvörsluaðili söfnunarinnar og hægt verður að leggja málefninu lið með því að fara inn á heimabanka sparisjóð- anna og millifæra. Þeir Óskar Guðnason forseti Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópa- vogi og Magnús Svavar Magnús- son kjörforseti segja að við síðstu söfnun hafi Eleyjarfélagar selt 1.790 lykla sem hafi verið 10% af landssölunni. Stefnt er nú að 2.000 lykla sölu. Geðhjálp mun við ráðstöfun síns hluta söfnunarfjárins beina sjónum sérstaklega að ungu fólki á aldrinum 12-25 ára sem á við geðraskanir að etja. Ætlunin er að efla, styrkja og samþætta þau úrræði sem víða eru í boði en eru ekki sem skyldi sýnileg eða aðgengileg, jafnframt því sem leit- ast verður við að finna úrræði þar sem á skortir. Meðal annars verð- ur komið á fót athvörfum fyrir þá einstaklinga sem einangrast hafa félagslega í samfélaginu vegna geð- raskana og haldið verður áfram að byggja upp sjálfshjálparhópa um allt land. BUGL hyggst nýta sinn hluta söfnunarfjárins til verkefna sem \gera legudeildarsjúklingum kleift að fá þjálfun og afþreyingu utan deildarinnar. M.a. á að endurnýja útileikaðstöðu og auðvelda skjól- stæðingum BUGL með ýmsu móti að fá holla hreyfingu og stunda uppbyggilega tómstundaiðju. Forma mun nýta styrkinn til að efla ráðgjafastarfsemi sína um land allt svo átröskunarsjúkling- ar eigi auðveldara með að leita sér hjálpar. Einnig verður komið á fót skipulegri forvarnafræðslu í 8. bekk grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla til að sporna við fjölgun átröskunarsjúklinga. KÓPAVOGSBLAÐIÐ hvetur alla Kópavogsbúa og forsvarsmenn fyrirtækja í Kópavogi til að taka vel á móti þeim sem banka upp á með K-lykilinn. Óskar Guðjónsson, forseti Kiwanisklúbbsins Eleyjar í Kópavogi og Magnús Svavar Magnússon kjörforseti klúbbsins með K-lykla og aug- lýsingaspjald vegna landssöfnunarinnar sem hófst í gær, 4. október. NETSAGA.IS

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.