Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Side 21
21KópavogsblaðiðOKTÓBER 2007
Tillaga Samfylkingarinnar um
ítarlega úttekt á heimagreiðslu
í Kópavogi var felld í atkvæða-
greiðslu í Bæjarstjórn Kópavogs
eftir snarpar umræður með 6
atkvæðum gegn 4, einn sat hjá.
Efnislega var tillagan eftirfar -
andi:
“Bæjarfulltrúar Samfylkingar-
innar óska eftir ítarlegri úttekt á
heimagreiðslum í Kópavogi.
• Hversu margar konur óska eft-
ir að vera heima með börn sín?
• Hversu margir karlar óska eft-
ir að vera heima með börn sín?
• Hver er meðallaun þessara
einstaklinga sem kjósa að vera
heima með barninu?
• Hver er meðallaun útivinn-
andi maka?
• Hversu margir borga ættingja
fyrir gæslu barns og hver eru
tengslin við þann ættingja, t.d. afi
eða amma?
• Hversu margir einstaklingar
þiggja heimagreiðslur og jafn-
framt örorkubætur?
• Hversu margir einstaklingar
þiggja heimagreiðslur og jafn-
framt atvinnuleysisbætur?
• Hversu margir einstaklingar af
erlendum uppruna þiggja heima-
greiðslur og hvert er upprunaland
viðkomandi?”
Það er ljóst, segir í tillögu Sam-
fylkingarinnar, að nokkurt verk
mun reynast að taka þessar upp-
lýsingar saman en ítarleg saman-
tekt er mjög brýn svo hægt sé að
draga ályktun um kosti og galla
heimagreiðslna sem fyrst.
Hversu margir óska að vera
heima og þiggja heimagreiðslur?
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundinum 25. september sl., þau Ingibjörg Hinriksdóttir,
Jón Júlíusson, Hafsteinn Karlsson og Guðríður Arnardóttir.
Háhýsið í Hörðakór 1 í Kópa-
vogi stendur nálægt hæst allra
íbúðahúsa í þéttbýli á Íslandi og
þar sem húsið er 12 hæðir búa
íbúar á efstu hæðinni hæst allra
íbúa í byggð á Íslandi, eða 162,85
metra yfir sjó.
Þau hús sem næst komast Hörða-
kórnum eru húsin við Vesturgil
á Akureyri sem eru í 99,6 metra
hæð yfir sjó og í Egilsseli í Selskógi
á Egilsstöðum sem standa í 85,2
metra hæð.
Nokkrir íbúar í dreifbýli búa
hærra yfir sjávarmáli, s.s. á Möðru-
dal á Austurlandi og hugsanlega
starfsmenn virkjana á hálendinu,
s.s. við Blönduvirkjun fyrir norðan.
Kópavogur státar af fleiru sem er
stærst eða hæst, s.s. af Sundlaug
Kópavogs við Borgarholtsbraut
sem er stærsta sundlaug landsins,
50 metra löng og 25 metra breið og
því 1.250 fermetrar. Sundlaugin var
tekin í notkun 1. febrúar 1991 en
fram að því var sundlaugin í Laug-
arskarði við Hveragerði sú stærsta
á landinu.
Hörðakór 1. Byggingin fékk nýlega viðurkenningu fyrir hönnun þeg-
ar umverfisviðurkenningar Kópavogs voru afhentar.
Íbúar Hörðakórs 1 búa
hæst allra á landinu
AUGL†SINGASÍMI: 511 1188 - 895 8298