Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Side 23
23KópavogsblaðiðOKTÓBER 2007
Fjórir leikmenn HK í N1-deild-
inni í handbolta eru að æfa með
A-landsliðinu í handbolta. Þetta
eru þær Rut Jónsdóttir, Arna Sif
Pálsdóttir, Auður W. Jónsdóttir
og Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir.
Sl. laugardag léku þær í N1-
deildinni gegn Fram, en töpuðu
26-16. Áður hafa þær tapað fyrir
Gróttu 28-17, gegn Val 27-20 en
unnu FH 28-23.
GETRAUNANÚMER
Brei›abliks
ER 200
GETRAUNANÚMER
HK
ER 203
Einar Árni Jóhannsson tók í
sumar við starfi þjálfara meist-
araflokks Breiðabliks í körfu-
bolta, en liðið leikur í 1. deild.
Einar Árni þjálfari á síðasta leik-
tímabili lið Njarðvíkinga í úrvals-
deildinni. Einar Árni byrjaði að
þjálfa yngri flokka Njarðvíkinga
(UMFN) 1993 og þjálfaði alla ald-
urshópa drengja og stúlkna á
árunum 1993-2007 og varð síðan
yfirþjálfari yngri flokka UMFN
2003-2007. Þá varð hann þjálf-
ari meistaraflokks kvenna UMFN
2001 til 2003 og þjálfari meist-
araflokks karla UMFN 2004-2007
en áður hafði hann verið aðstoð-
arþjálfari meistaraflokks karla
UMFN 1997-2000 og 2004. Hann
er landsliðsþjálfari yngri lands-
liða KKÍ.
Árangurinn er ekki síður glæsi-
legur (kemur hér að neðan) og
ljóst að Blikar hafa hreppt góðan
þjálfara sem ætlar liðinu ekkert
annað en sæti í úrvalsdeildinni á
leiktímabilinu 2008/2009.
• Ellefu sinnum Íslandsmeistari
með yngri flokka UMFN
• Sex sinnum orðið bikarmeist-
ari með yngri flokka UMFN
• Tvisvar unnið Scania Cup
(óopinbert Norðurlandamót
félagsliða) með yngri flokk UMFN
• Gerði U-18 ára landslið karla
að Norðurlandameisturum 2004
• Varð í 14. sæti í A deild með
U-16 ára landslið karla 2005
• Meistari meistaranna 2004,
2005 og 2006 með UMFN í meist-
araflokki karla
• Powerade bikarmeistari 2005
með UMFN í meistaraflokki karla
• Deildarmeistari 2007 með
UMFN í meistaraflokki karla
• Bikarmeistari 2005 með UMFN
í meistaraflokki karla
• Íslandsmeistari 2006 með
UMFN í meistaraflokki karla.
Einar Árni segir að það sé viss
ögrun að taka við liði í 1. deild
og koma þeim í deild með þeim
bestu. Breiðablik hafi verið í 1.
deildinni í 4 ár, og hann hafi sjálf-
ur verið spenntastur fyrir að taka
að sér svona verkefni þar sem
byggja þyrfti að mestu leiti upp
nýtt lið. Þetta sé töluvert frábrugð-
ið því að vera með lið í toppbarátt-
unni í úrvalsdeild og öllum öðrum
vígstöðvum og vera með þéttan
kjarna leikmanna. Einar Árni segir
það hollt fyrir alla að breyta til en
hann var búinn að vera allan sinn
þjálfaraferil í Njarðvík.
“Það er búinn að vera nokkur
þéttur kjarni hér til staðar undan-
farin ár en Þorsteinn Gunnlaugs-
son er farinn norður á Akureyri
að reyna sig í úrvalsdeildinni. Það
var ákveðið strax í upphafi að
taka Bandaríkjamann inn í liðið.
Það er Tony Cornett, 23 ára sem
er mjög vinnusamur og á bara
eftir að eflast og um leið styrkja
hópinn. Það eru 5 nýir leikmenn
komnir til Breiðabliks. Loftur Þór
Einarsson er aftur kominn heim
eftir 2 ár á Egilsstöðum, og svo
koma þrír strákar að sunnan, þ.e.
Halldór Halldórsson frá Keflavík
og Rúnar Ingi Erlingsson og Krist-
ján Rúnar Sigurðsson koma frá
Njarðvík. Þetta eru allt strákar
sem efla breiddina og gera góðan
hóp betri og stærri en hópurinn
telur um 20 leikmenn.”
Markmiðið að fara upp í
úrvalsdeild
- Hvernig líst þér á 1. deildina í
vetur?
“Þetta er töluvert sterkari deild
en í fyrra þar sem flest liðin hafa
verið að styrkja sig. Hún er enn-
fremur stærri en í fyrra voru í
henni 8 lið en verða 10 í vetur.
Ísfirðingar verða með 5 erlenda
leikmenn og verða líklega í topp-
baráttunni og Valsmenn eru að
leggja mikla áherslu á sitt lið í
nýju íþróttahúsi, Vodafonehöll-
inni, Fsu hefur styrkt sig töluvert
svo það verða mörg sterk lið í
toppbaráttunni þar sem við ætl-
um okkur líka að vera. Efsta liðið
í 1. deild fer beint upp en liðin í 2.
til 5. sæti fara í umspil.
Fyrsti leikurinn í deildinni er 13.
október suður í Sandgerði gegn
heimamönnum í Reyni og síðan er
fyrsti heimaleikurinn gegn Hauk-
um í Smáranum 19. október. Við
þurfum að sýna fólki í Kópavogi
að við stefnum á árangur og ætl-
um að hafa þetta skemmtilegt. Þá
kemur vonandi fjöldi áhorfenda
á pallana í vetur til að styðja okk-
ur og klára verkefnið sem er að
fara upp í úrvalsdeild. Það hef-
ur frábær stuðningsmannahópur
fylgt knattspyrnuliði Breiðabliks í
sumar og fylgst með skemmtileg-
um og árangursríkum leik þeirra.
Vonandi verður það sama upp á
teningunum í vetur hjá okkur í
körfuboltanum, að okkur takist að
virkja þennan skemmtilega stuðn-
ingsmannahóp í vetur.”
Minni munur á úrvals-
deild og 1. deild
- Er áhugi á körfubolta að eflast
á Íslandi um leið og fleiri góð lið
sjá dagsins ljós?
“1. deildin er orðinn sterkari en
nokkru sinni fyrr, minni munur á
henni og úrvalsdeildinni en áður.
Um leið hefur úrvalsdeildin ver-
ið að eflast. Síðustu ár hafa 6 lið
verið kandidatar til Íslandsmeist-
aratitils svo breiddin hefur aukist
töluvert. Það eru ekki mörg ár síð-
an KR var eina liðið utan Suður-
nesjaliðanna sem gat gert tilkall til
Íslandsmeistaratitils. Það er hins
vegar mjög gott fyrir körfuna, ekki
síst þann reykvíska, að KR skyldi
verða Íslandsmeistari í vetur en
titillinn skyldi ekki enn einn gang-
inn á Suðurnesin. Stemmningin á
úrslitaleiknum í KR-heimilinu í vor
var alveg ógleymanleg þeim sem
þar voru og alveg gríðarleg auglýs-
ingin fyrir körfuboltann. Það eyk-
ur áhugann og breiddina og fjölg-
ar áhorfendum. Karfan er klárlega
á uppleið og við og við eignumst
við efnilega atvinnumenn í grein-
inni. Yngi landsliðin hafa verið
að ná fínum árangri og A-lands-
liðið hefur verið að vinna nokkra
glæsta sigra í ágúst- og septem-
bermánuðum,” segir Einar Árni
Jóhannsson körfuboltaþjálfari.
“Viss ögrun að taka við Blikum”
Leikmenn Breiðabliks á leiktíðinni 2007/2008 ásamt þjálfara, Einari
Árna Jóhannssyni.
Lið HK-Víkings í 1. deild kvenna
tryggði sér keppnisrétt í Lands-
bankadeild kvenna sumarið 2008.
Liðið vann deildina, sigraði Aft-
ureldingu í úrslitaleik. Fjögur lið
leika því í efstu deild knattspyrn-
unnar næsta sumar, HK-Víkingur
og Breiðablik í efstu deild kvenna
og HK og Breiðablik í efstu deild
karla.
HK-Víkingur í efstu deild
Kópavogsliðin Breiðablik og HK
verða bæði áfram í úrvalsdeild
í knattspyrnu karla, Landsbanka-
deildinni. Þetta var ljóst eftir síð-
ustu umferðina þar sem HK tapaði
fyrir Val sem varð Íslandsmeistari
með sigrinum, en Breiðablik gerði
2-2 jafntefli við Fram. Í 1. deild
féllu Víkingar eftir æsispennandi
botnbaráttu en HK, Fram og KR
sluppu með skekkinn, öll með 16
stig, en HK er í 9. sætinu þar sem
markamismunurinn var verstur
hjá þeim. Breiðablik hafnaði í 5.
sæti með 24 stig. Upp í úrvalsdeild
úr 1. deild koma Grindavík, Þrótt-
ur og Fjölnir en fjölgað verður í 12.
lið í úrvalsdeild sumarið 2008.
Áhorfendamet var sett í sum-
ar í Landsbankadeildinni, en alls
komu 119.644 á leikina 90, eða
1.324 að jafnaði á hvern leik.
Kópavogsliðin bæði
áfram í úrvalsdeild
Kópavogsliðin skildu jöfn 1-1 í næst síðustu umferðinni. Hér ganga
markmenn liðanna til leiks, þeir Casper Jacobsen og Gunnleifur Gunn-
leifsson.
N1 verður aðalstyrktaraðili
HSÍ næstu árin og mun Íslands-
mót karla og kvenna fá nafnið
N1-deildin. Fulltrúar fyrirtækisins
og HSÍ skrifuðu í dag undir sam-
starfssamning þessa efnis að við-
stöddum formönnum félaganna
og fyrirliðum. Guðmundur Ingv-
arsson, formaður Handknattleiks-
sambands Íslands, segir að samn-
ingurinn við N1 marki ákveðin
tímamót og gefi sambandinu færi
á að sækja duglega fram, bæði
í kynningu á Íslandsmótinu og í
faglegri og samræmdri umgjörð
leikja.
“Takmarkið er að fá sem flesta til
að mæta á leiki í N1-deildinni, bæði
í karla- og kvennadeildinni. Við höf-
um meira fé til ráðstöfunar til kynn-
ingarmála en áður og ætlum að
nýta það vel,” segir formaður HSÍ.
Hermann Guðmundsson, for-
stjóri N1, segir mikla möguleika
felast í samstarfi við HSÍ. “Það er
nú einu sinni þannig að handbolti
er sú íþrótt sem við Íslendingar
erum bestir í, rétt eins og við hjá
N1 teljum okkur vera best í okkar
deild. Við hlökkum til að taka þátt
í að auka útbreiðslu handboltans
og að gera íþróttina sýnilegri. Það
eru til dæmis skemmtileg tækifæri
til þess á þjónustustöðvum okkar.
Þar munu stuðningsmenn liðanna
geta hist og byrjað að pumpa upp
stemmninguna fyrir leik. Hvar sem
handbolti er spilaður, þar er N1
stöð í nágrenninu!,” sagði Hermann
Guðmundsson.
Höfuðstöðvar N1 eru við Dalveg-
inn í Kópavogi, en fyrirtækið varð
til við samruna Bílanausts, Olíufé-
lagsins ESSO og fleiri fyrirtækja. Við
Dalveginn er yfirstjórn, sölustarfið,
innkaup, fjármál og mannauðssvið.
Í Kópavogi rekur N1 þjónustumið-
stöð og smurstöð við Stórhjalla,
bílavöruverslun á Smiðjuvegi og
EGÓ-bensínstöðvar við Salaveg,
Hæðarsmála og Smáralind.
Íslandsmót karla og kvenna í
handbolta heita N1-deildin
- segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
mfl. Breiðabliks í körfubolta.
Landsliðskonurnar Rut, Arna Sif, Auður W. Og Ólöf Kolbrún.
Fjórar HK stelpur með A-landsliðinu