Málfregnir - 01.11.1992, Blaðsíða 9

Málfregnir - 01.11.1992, Blaðsíða 9
indin myndu á grundvelli aukinnar þekk- ingar leysa þau vandamál sem tengjast merkingunni. Með því er í rauninni verið að segja að orðaforði daglegs máls breytist í íðorðaforða samfara aukinni þekkingu - og að sá viti mest um merk- ingu orðsins sem mest veit um eðli hlutarins sem það vísar til. Merking orðsins ást yrði þá fyrst ljós þegar vís- indin hefðu komið böndum á fyrirbærið. Petta verður sem betur fer aldrei, því víst hefur Ijósvaki mdrkingu þótt sýnt hafi verið fram á að fyrirbærið sé ekki til. Og það skiptir engu máli fyrir merkingu orðsins huldufólk hvort slíkt fólk er til eða ekki. Mikilvægt er að átta sig á því að íðorða- forðinn er ekki bundinn þjóðtungu nema að hálfu leyti, þ.e.a.s. hvað útlitið varðar. Fagmál eðlisfræðinnar er eðlis- fræðilegt, ekki enskt, þýskt o.s.frv. Þegar íðorðaforði er fluttur af einu máli yfir á annað er reynt eins og kostur er að skipta eingöngu um útlit en innihald á helst að vera óbreytt. Stundum er sagt að íðorðasmíð felist að miklu leyti í beinum, ef ekki hráum, þýðingum, eink- um úr ensku. Pessi gagnrýni er út í hött því þetta á að vera svona að því gefnu að erlenda heitið sé viðeigandi. Mál, fagmál og veruleiki í framhaldi af þessu er gagnlegt að minn- ast þeirrar hugmyndar að málið formi veruleikann eins og net sem varpar skugga sínum á óskiptan flöt (Hjelmslev 1966:52). Málið býr til formgerð þar sem engin, eða allt önnur, er fyrir - ólík mál á ólíkan hátt. Enska hefur t.d. aðeins know þar sem íslenska hefur kunna, vita og þekkja. Þetta á við um daglegt mál. íðorðaforðinn er aftur á móti sniðinn eftir formgerð veruleikans. Hann er því í rauninni nafnalisti en daglegt mál er það aðeins að litlu leyti. Pað kann að koma á óvart að sagt var að íðorðaforðinn hefði enga merkingar- lega formgerð. Því er rétt að endurtaka að daglega málið formar veruleikann eins og net sem varpar skugga sínum á óskiptan flöt. Sú formgerð veruleikans sem málið birtir er löngu ákvörðuð og við verðum að beygja okkur undir hana hvað sem tautar og raular. Við vitum sjaldnast hvernig þessi formgerð kom til. Það er hulið móðu fortíðarinnar, jafnvel ákveðið af þeim mönnum sem Snorri getur í Eddu að ekki hafi verið gefin andleg spektin, ef ekki forfeðrum þeirra. Hvað íðorðaforðann varðar hins vegar, hefur fletinum þegar verið skipt áður en málið kemur til sögunnar. Netið sem varpar skugga sínum á óskipta flötinn er ekki mállegt heldur fræðilegt. Eftir að það hefur formað flötinn, skipt honum í reiti, eru reitunum gefin nöfn. Formgerð íðorðaforðans er því sótt til formgerðar veruleikans eins og henni er lýst í við- komandi fræðigrein. Samkvæmt þessu greina því eftirfarandi atriði að daglegt mál og fagmál (sbr. Coseriu 1978:28): 1. Greinarmunur í fagmálinu er hlutlæg- ur, þ.e. í samræmi við þann greinar- mun sem gerður er á hlutunum sem eru viðfangsefni þess. 2. Greinarmunur í fagmálinu er útilok- andi en getur verið umlykjandi í dag- legu máli. Þess vegna hefur fagmálið enga merkingarlega formgerð sjálft, heldur sækir það formgerðina til við- fangsefnisins. 3. Fagmálin eru alþjóðleg og tilheyra samfélögum sem eru öðruvísi tilkom- in en málsamfélög, þ.e. „samfélög- um“ um starfsgrein eða fræðigrein. Orð sem íðorð Fagmálið nýtir sér að vísu stundum greinarmun sem gerður er í daglegu máli og sækir orð beint þangað. Táknunum er þó fengið nýtt innihald - nákvæmlega skilgreint. Sú var t.d. raunin þegar frönsku orðin parole, langue, og langage 9

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.