Málfregnir - 01.11.1992, Blaðsíða 22
húsakynni hans, og raunar fleira sem
kemur þessu máli ekki við. Ég kem von
bráðar að þróun merkingartengslanna
þarna á milli.
Um kólf og kylfu
Orðin klubba og kylfa eru sömu merk-
ingar, eins og sagt var, en þau eru líka
býsna Iík að hljóðafari og gætu verið af
sömu rót. En við skulum ekki fara lengra
út í þá sálma, enda ekki þörf á því.
Hyggjum fremur að því að orðið kylfa
er leitt af stofni orðsins kólfur, sem hét
kolfr í elsta máli íslensku, og minnumst
þess að kólfur (í klukku) og kylfa eða
klubba eru býsna áþekkir hlutir. Kólfur í
klukku hefir um aldir kallað menn saman
til tíða og messugjörðar. Pað kann að
skýra merkingarþróunina ‘kylfa’ —> ‘fé-
lagsskapur’. Hitt er þó miklu sennilegra,
og raunar talið næsta víst, að klubba eða
kylfa hafi verið látin ganga eins og kefli
sem fundarboð frá manni til manns og
þannig sé komin upp merkingin ‘félags-
skapur’.
Hvernig sem þessu er háttað hefir ís-
lenska orðið kólfur sætt svipuðum
örlögum og enska orðið club (ísl.
klubba). Það er upphaflega haft um
sívalan hlut úr tré, sem er gildari í annan
endann, venjulega með hnúð, en er líka
haft um (lokaða) samkomu þegar í mið-
aldamáli íslensku. Kólfur er með öðrum
orðum klúbbur!
Hjúkólfur og húskólfur
Tekið skal fram að ég veit engin dæmi
þess að orðið kólfur eitt sér hafi verið
notað um félagsskap eða samkomu,
heldur einungis í samsetningunum hjú-
kólfur og húskólfur, en það finnst mér
líka alveg nóg.
í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar
er merkileg frásögn af endalokum Jóns
murts, sonar Snorra Sturlusonar. Jón
hafði farið utan sumarið 1229, kom til
fundar við Skúla jarl, gerðist hirðmaður
hans og skutilsveinn og var með honum
um veturinn. „Hann þroskaðist vel,“
segir Sturla. Síðan kemur saga sem ég
get ekki stillt mig um að taka upp orðrétt
úr Sturlunga sögu, útg. Jóns Jóhannes-
sonar o.fl. (I. bindi, 1946, bls. 342-343).
Hún er á þessa leið með minni stafsetn-
ingu:
Um vorið fór hann til Björgvinjar og
fann þar Hákon konung og ætlaði út
um sumarið, en konungur gaf hon-
um eigi orlof. Jón var þá mjög
févani og gerði út Odd, svein sinn,
eftir fé. En Árni biskup bauð Jóni til
sín, og fór hann á biskupsgarð og
hafði herbergi fyrir norðan Krists-
kirkju þar sem nú er prestagarður.
Þar svaf í herbergi í hjá honum
Gissur Þorvaldsson, mágur hans, og
þjónustumenn þeirra, Símon knútur
og Valgarður Guðmundarson. Þar
var og kominn til Jóns Ólafur svarta-
skáld, sonur Leggs prests. Hann var
félaus og var kominn á kost hans.
Þeir Jón og Gissur mágar voru
með konungi um jól sem aðrir skutil-
sveinar. En síðan gengu þeir í hjú-
kólf á konungsgarði. Það var eitt
kveld nær geisladegi er þeir mágar
komu úr hjúkólfinum og voru mjög
drukknir, og var myrkt í loftinu og
eigi upp gervar hvílur. En er upp
kom ljósið var Jón illa stilltur og
ámælti þjónustumönnum. Hann
Ólafur skaut orði fyrir þá. En Jón
tók skíðu og sló til Ólafs, en Gissur
tekur Jón og heldur honum. Þá fékk
Ólafur handöxi og hjó í höfuð Jóni.
Varð það eigi mikið sár ásýndum.
Hann Jón brást við hart og spurði
hví Gissur héldi honum undir högg.
Ólafur hljóp úr loftinu, og féll aftur
hlemmurinn. Gissur féll á hlemminn
22