Málfregnir - 01.11.1992, Blaðsíða 20

Málfregnir - 01.11.1992, Blaðsíða 20
tilhögun við íslenskt íðorðasafn á fræða- sviðum háskóladeilda. Markmiðið með slíku starfi er að auðga íslenska tungu af fles: að] fræðiorðum til þess að unnt verði að ræða og rita um vísindi og tækni á íslensku. 1. Hver háskóladeild skipar starfshóp um skipulagningu íðorðastarfs. 2. Starfshópurinn kynnir sér vinnulag við íðorðagerð, skilgreinir umfang verksins, þ.e. fjölda hugtaka, og gerir tillögu til deildar um skipan orðanefnda sem funda reglulega. 3. Verkefni orðanefnda er að skilgreina og þýða hugtök og að mynda nýyrði. Við ný- yrðasmíði skulu nefndir njóta aðstoðar sér- fræðinga frá íslenskri málstöð. Á fundi deildarráðs læknadeildar í nóv- ember 1991 var fjallað um tilmæli há- skólaráðs. Pá var samþykkt sú tillaga deildarforseta að farið yrði fram á það við læknafélögin að íðorðanefnd þeirra verði jafnframt íðorðanefnd læknadeildar. Þessu erindi hefir að sjálfsögðu verið vel tekið, og eru hafnar viðræður við deildarforseta um tilhögun samstarfs og samskipta. Vænta má að fyrir bragðið muni læknasamtökin koma frá sér sæmi- legri íðorðabók af einhverju tagi vel fyrir alöamótin næstu. Tilvitnanir og heimildir 1. Kjartan G. Ottósson. íslensk málhreins- un. Sögulegt yfirlit. Rit íslenskrar mál- nefndar. 6. íslensk málnefnd, Reykjavík, 1990. Bls. 112. 2. Guðmundur Hannesson. Nomina Anato- mica Islandica. tslenzk líffœraheiti. Fylg- ir Árbók Háskóla íslands 1936-1937. Reykjavík 1941. 3. Vilmundur Jónsson. „Thorvaldsen og Oehlenschláger." Lœknablaðið 1955; 39:124-139. Tilvitnun í Með hug og orði. Af blöðum Vilmundar Jónssonar. Fyrra bindi. Þórhallur Vilmundarson sá um út- gáfuna. Iðunn, Reykjavík, 1985. Bls. 359. 4. íðorðasafn lœkna. English-Icelandic Medical Dictionary. Stafkaflarnir A, B, C, D, E, F-G, H-K, L-M, N-O, P, O-R, S, T-U, V-Z. Ritstjóri: Magnús Snædal. Útgefandi: Orðanefnd læknafélaganna, Domus Medica, Reykjavík. Prentað í Mohns Bogtrykkeri, Kaupmannahöfn, á árunum 1986 til 1989. Tilvitnun í for- málsorð. 5. íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Önnur útgáfa, aukin og bætt. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1983. 6. Vilmundur Jónsson. „Vörn fyrir veiru.“ Frjáls þjóð 7. maí 1955. Tilvitnun í Með hug og orði. Afblöðum Vilmundar Jóns- sonar. Fyrra bindi. Þórhallur Vilmundar- son sá um útgáfuna. Iðunn, Reykjavík, 1985. Bls. 328. 7. Ásgeir Blöndal Magnússon. íslensk orð- sifjabók. Orðabók Háskólans, Reykja- vík, 1989. 8. Guðmundur Hannesson. Alþjóðleg og íslenzk líffœraheiti. 2. útgáfa, endurskoð- uð. Jón Steffensen gaf út. Leiftur hf., Reykjavík, 1956. 9. Guðmundur Hannesson. Nomina clinica islandica. tslenzk lceknisfrœðiheiti. Sig- urjón Jónsson sá um útgáfuna. Leiftur hf., Reykjavík, 1954. 10. Vilmundur Jónsson. „Orð og orðavið- horf.“ Lœknablaðið 1959; 43:113-117. Tilvitnun í Með hug og orði. Af blöðum Vilmundar Jónssonar. Fyrra bindi. Þór- hallur Vilmundarson sá um útgáfuna. Iðunn, Reykjavík, 1985. Bls. 374. 11. Blakiston’s Gould Medical Dictionary. 4. útgáfa. McGraw-Hill Book Company, New York, 1979. 12. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders. 3. útgáfa, endurskoð- uð. (DSM-III-R). American Psychiatric Association, Washington D.C., 1987. 13. Með hug og orði I, bls. 377. Sjá 10. grein. 14. Nomina Anatomica (5. útg.), Nomina Histologica (2. útg.) og Nomina Embryo- logica (2. útg.). Undirnefndir á vegum International Anatomical Nomenclature Committee bjuggu til prentunar. Will- iams & Wilkins, Baltimore, MD, 1983. 15. Nomina Anatomica (6. útg.), Nomina Histologica (3. útg.) og Nomina Embryo- logica (3. útg.). Endurskoðuð útgáfa. Undirnefndir á vegum International Anatomical Nomenclature Committee bjuggu til prentunar. Churchill Living- stone, London, 1989. 20

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.