Bændablaðið - 11.09.2014, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
umarhátíð Þistilfirðinga,
Kátir dagar, sem haldin
var upp úr miðjum júlí
síðastliðinn, er hátíð hlaðin
menningarlegum uppákomum.
Efnt var til hagyrðingamóts og
þá fengnir til leiks afreksmenn
þeirrar íþróttar. Þetta sinnið sátu
við borð heimamennirnir Jóhannes
á Gunnarsstöðum og Ágúst í
Sauðanesi. Aðfengnir afreksmenn
voru þeir Björn Ingólfsson frá
Grenivík og Hjálmar Freysteinsson
frá Akureyri. Pétri Péturssyni var
og ætlað sæti, en náði ekki til móts
í tæka tíð. Að vanda stýrði Birgir
Sveinbjörnsson hagyrðingum.
Næstu vísnaþættir verða helgaðir
þessum viðburði, en hér er fyrst
framlag Jóa á Gunnarsstöðum.
Þó kominn ég sé á efri ár
enn finnst mér vera gaman,
en viðbragðsseinni, í vöngum grár
og veðurbarinn í framan.
Engan finn ég þó í mér beyg,
ekki róðurinn þungur.
Og þegar ég held á fullum fleyg
finnst mér ég vera ungur.
Þá fékk Jói að yrkja um sitt
uppáhaldsefni. Guðni Ágústsson
varð fyrir valinu:
Á bændum hafði tröllatrú
og talaði af fjöri.
Strípaður hann stendur nú
steiktur í írsku smjöri.
Birgir stjórnandi upplýsti, að hann
á sínum manndómsárum hefði verið
í síld á Raufarhöfn. Hvergi sæist þó
svipmót hans meðal íbúa þar:
Á Raufarhöfn hann slag í slag
sló í púkk með konum.
Er að harma enn í dag
að engin fékk við honum.
Um sessunaut sinn, Hjálmar
Freysteinsson, orti Jói:
Ekki Hjálmar er að flíka
öllu sem hann kann og veit.
Fágætt er að finna slíka
sem fæddir eru í Mývatnssveit.
Gústi á Sauðanesi fékk líka vísu:
Að verkum Guðs ég varla finn,
víst þó á mig taki,
að hann skapaði Ágúst minn
alveg í tímahraki.
Björn Ingólfsson fékk eftirfarandi:
Vinalegt viðmót hefur,
og vísurnar streyma frá‘onum,
en Björn hann er bragðarefur
og betra að vara sig á‘onum.
Birgir stjórnandi lagði sig í
framkróka við að spana þá saman
Gústa og Jóa. Næstu tvær vísur Jóa
tengjast því uppgjöri:
Þistlar alltaf fara fljótt
í forystuna glaðir.
En Langnesingar löngum þótt
latrækir og staðir.
Oft sig hafa af ýmsu stært
en illa virðast meta,
það að hafa af Þistlum lært
það litla sem þeir geta.
Eins og greinir í upphafsorðum
þáttarins, þá forfallaðist Pétur
Pétursson. Þurfti nauðsynlega
til hestaferðar inn á Hveravelli.
Ekki var það öllum harmsefni, en
Hjálmar Freysteinsson saknaði þó
kollega síns:
Pétur hestaferðir fer;
finnst mér einhvern veginn,
að skárra væri að haf‘ann hér
og hrossin yrðu fegin.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
Líf og starf
MÆLT AF
MUNNI FRAM
S
Norrænir bændur vilja efla
stöðu fjölskyldubúa
Forystumenn norrænna bændahreyfinga funduðu á Íslandi
Bændasamtök Íslands stóðu í lok
ágúst fyrir fundi samtaka Norrænna
bændasamtaka (NBC) á Hótel
Sögu. Gestir voru formenn allra
systursamtaka á Norðurlöndum
eða varaformenn ásamt öðrum
framámönnum úr félagskerfinu,
framkvæmdastjórum og lykil-
starfsmönnum sem starfa að
félagspólitískum málum.
Umræðuefni fundarins voru meðal
annars þróun lífhagkerfisins,
viðskiptasamningar með búvörur,
ár fjölskyldubúsins og önnur mál
sem efst eru á baugi í starfi norrænna
bænda. Fundir sem þessir eru haldnir
reglulega en þjóðirnar skiptast á
að hýsa gestina. Að þessu sinni
voru forystumenn ungra bænda
á Norðurlöndum með í för og
funduðu þeir sérstaklega um sín
málefni við þetta tækifæri. Ályktun
um fjölskyldubúið var samþykkt á
fundinum og er hún birt hér undir.
Í lok fundar var haldið í
kynnisferð um Suðurland þar
sem farið var í höfuðstöðvar MS
á Selfossi, kúabúið Bryðjuholt
og endað í Friðheimum þar sem
hópurinn snæddi tómatsúpu og brá
sér á hina vinsælu hestasýningu á
hringvellinum í Friðheimum. Landið
skartaði sínu fegursta í frábæru
veðri.
Árið 2014 er ár fjölskyldubúsins
hjá Sameinuðu þjóðunum. Með
því vilja Sameinuðu þjóðirnar
leggja áherslu á mikilvægt
hlutverk fjölskyldubúsins er varðar
matvælaöryggi og draga úr fátækt,
bæta nýtingu náttúruauðlinda
og efla sjálfbæra svæðisbundna
þróun. Bændur á fjölskyldubúum
eru mikilvægir hlekkir á sínu
svæði, þeir nota tekjurnar í
miklum mæli á nálægum eða
svæðisbundnum mörkuðum og
taka þannig þátt í atvinnusköpun
bæði innan landbúnaðar og í
öðrum greinum. Sameinuðu
þjóðirnar hvetja ríkisstjórnir um
allan heim til að móta stefnu og að
byggja upp löggjöf og stofnanir
sem styðja við fjölskyldubúskap.
90% búa rekin af fjölskyldum
Könnun í 93 löndum sýnir að
yfir 90% af búum eru rekin af
fjölskyldum. Á Norðurlöndunum
er búreksturinn aðallega með
þessum hætti. Þetta stuðlar
til lengri tíma að sjálfbærari
framleiðslu þar sem bóndinn á
sjálfur jörðina og fær tekjurnar
af rekstrinum. Samvinnufélög
eru mjög tengd fjölskyldubúskap.
Með því að bindast böndum
í samvinnufélögum verða
bændurnir hluti af stærri heild
við verðmætasköpun sem
tengist matvælaframleiðslu og
hagnaðurinn mun í miklum mæli
leiða til svæðisbundinnar þróunar
atvinnulífs.
Um allan heim er sótt að
fjölskyldubúskapsforminu. Það
gerist meðal annars í gegnum verri
aðgang að jarðnæði, breytingar
á innlendri stefnumótun, vegna
aukinnar þarfar á fjármagni
og veikrar stöðu bóndans í
virðiskeðjunni.
Norrænir bændur og
samvinnufélög fagna ári
fjölskyldubúsins og deila baráttu
Sameinuðu þjóðanna um að vekja
athygli á og styrkja fjölskyldubúið.
Við viljum reka og þróa
fjölskyldubúin í framtíðinni.
Formannaráð Norrænna bænda hvetur viðkomandi
ríkisstjórnir til að styðja við fjölskyldubúið á
eftirfarandi hátt:
• Styrkja pólitísk og efnahagsleg úrræði sem byggja upp og gera fjölskyldubúin
arðvænleg
• Viðhalda löggjöf sem auðveldar rekstur fjölskyldubúa
• Forgangsraða fjármögnun og stuðningi til fjölskyldubúsins
• Gera það meira aðlaðandi fyrir ungt fólk að taka við fjölskyldubúinu
• Styrkja samvinnufélögin og þeirra mikilvæga hlutverk í landbúnaði
Formannaráð Norrænna Bændasamtaka (NBC) eru sameiginleg samtök norrænna bænda-
og samstarfssamtaka. Samtökin voru stofnuð árið 1934. Formennskunni er deilt á milli
norrænu landanna en nú halda Norðmenn um formannstaumana.
Ár fjölskyldubúsins
Fulltrúar norrænna bænda funda reglulega um sín hagsmunamál. Á fundi B í lok ágúst var m.a. rætt um þróun lífhagker sins og viðskiptasamninga með
búvörur. Á myndinni eru forystumenn norrænu bændasamtakanna ásamt fulltrúum frá hagsmunasamtökum ungra bænda á orðurlöndum. Myndir / TB
Ungir bændur á orðurlöndum áttu sína fulltrúa á fundi B . Fulltrúi slands,
frá Samtökum ungra bænda, Ástvaldur árusson, er lengst til hægri.