Bændablaðið - 11.09.2014, Side 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Í þjóðsögum
má f inna
ó t r ú l e g a r
lýsingar og
frásagnir af
furðu legum
dýrum, ófreskjum og
skrímslum. Ef sögurnar
eru teknar trúanlegar er til
ótölulegur fjöldi dýra sem
samkvæmt skilgreiningu
náttúruvísindanna teljast
ekki til lífvera. Þjóðsagnadýr
flokkast undir það sem má
kalla rómantíska náttúrufræði
og tilvera þeirra byggist á vilja
fólks til að trúa.
Í grískum þjóðsögum segir
frá ægilegri skepnu sem heitir
basilisk. Kvikindið er skriðdýr
í líkingu við eðlu, það klekst úr
eggi gamals hana, frosks eða
nöðru. Hugmyndin að basilisk
komi úr hanaeggi er upprunnin
frá náttúrufræðingnum Neckham
sem var uppi um 1180. Sögur
herma að basilisk verði ljótara
og ógeðslegra um alla framtíð
uns það gleymist. Skepnan
er innan við metra á lengd og
er sögð vera konungur snáka
og einvaldur minni skriðdýra.
Þrátt fyrir smæð basilisks er
eyðileggingarmáttur þess á við
stærstu dreka. Kvikindið er svo
eitrað að ef það er stungið með
spjóti í sperrtan líkamann rennur
eitrið eins og straumur upp eftir
spjótinu og í hendur þess sem
stingur. Búsvæði basilisks er í
eyðimörkinni og það er í raun
ástæðan þess að eyðimörkin er
til. Andardráttur eiturnöðrunnar
er svo megn að hann drepur allan
gróður og kveikir í steinum.
Lyktin af basilisk er banvæn og
kvikindið eitrar allt vatn sem
það kemur nálægt. Dýrið getur
spýtt frá sér eiturgufu þannig að
fuglar sem fljúga yfir drepast
þegar þeir anda eitrinu að sér og
skepna getur drepið með hljóðinu
einu saman með því að hvæsa
svo kröftuglega að allt sem heyrir
hljóðið fellur dautt niður. Basilisk
er með banvænt augnaráð. Allt
sem það lítur augum drepst
samstundis. Öruggasta leiðin til
að drepa basilisk er að láta það
horfa á eigin spegilmynd.
Hrekkjóti refurinn og ósýnilegi
hjörturinn
Kínverski refurinn er ólíkur
öðrum refum að því leyti að hann
lifir í átta hundruð til þúsund ár.
Hann er talinn boða illt og hver
líkamshluti gegnir sérstöku
hlutverki í því sambandi. Í Kína
þarf refurinn ekki annað en að
slá rófunni í jörðina til þess að
kveikja eld og hann sér líka inn í
framtíðina. Refurinn getur breytt
sér í hvaða líki sem er en oftast
birtist hann sem gamall maður,
ung stúlka eða fræðimaður.
Refurinn er slyngur, varkár og
tortrygginn og hann hefur yndi af
því að hrekkja og valda vanlíðan.
Í Kína eru til mörg þúsund
þjóðsögur um refinn og hrekki
hans. Kínverjar eiga þjóðsögur
sem segja frá ósýnilegri eða
líkamalausri hjartartegund. Eins
og gefur að skilja er ekki til
nein lýsing á hirtinum þar sem
enginn hefur séð hann. Kínverjar
vita að skepnan lifir í námum
neðanjarðar og þráir ekkert heitar
en að sjá dagsbirtu. Hirtirnir
hafa mál og reyna í sífellu að
fá námumenn til að fylgja sér
upp á yfirborðið með alls kyns
gylliboðum. Sagan segir að ef
hirtirnir komist upp á yfirborðið
verði þeir að illa lyktandi vökva
sem veldur dauða og tortímingu.
/VH
STEKKUR
Rómantísk
náttúrufræði
Smalamennsku í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði flýtt:
Hafa varann á vegna jarðumbrota
við Holuhraun og Bárðarbungu
„Við flýttum göngum vegna
jarðumbrota í Bárðarbungu,
Holuhrauni og við Öskju,“ segir
Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi
á Hákonarstöðum í Jökuldal
og gangnastjóri í Fjallgörðum
á Jökuldalsheiði. Bændur þar
fóru í göngur síðustu helgina í
ágúst, viku fyrr en áætlað hafði
verið. Vikuna á undan höfðu
bændur á Brú smalað Brúardali,
en þessi svæði liggja hvað næst
áhættusvæði vegna hugsanlegs
öskufalls.
Sigvaldi segir að í stóra gosinu
í Öskju 1875 hafi hluti Jökuldals
og öll Jökuldalsheiði farið í eyði í
nokkur ár vegna mikillar vikurgjósku
sem lagðist yfir landið. Minnugir
þeirrar sögu hafi Jökuldælingar
haft varann á sér frá því í kringum
20. ágúst þegar óróinn hófst „og
við höfum verið á vaktinni síðan“,
segir hann „en þó eru allir hér í
góðu andlegu jafnvægi vegna þessa
og ekki ástæða til að kvíða því sem
hugsanlega ekki kemur.“
Heimalandagöngur um helgina
Löggöngur í heimalöndum hefjast nú
um komandi helgi og í framhaldi af
því verður unnið að því að ná því fé
sem eftir hefur orðið, þó er búið að
smala á nokkrum bæjum stóran hluta
heimalanda og senda til slátrunar.
Sigvaldi segir að fé hafi verið vel
á sig komið er það kom af fjalli og
þeir bændur sem þegar hafi slátrað
nokkru af fé sínu séu ánægðir með
fallþungann sem er hátt á nítjánda
kíló þar sem hann er mestur. „Hann
er nokkuð góður miðað við slátrun
svo snemma að hausti og allt lömb
beint úr heiðum, enginn tilbúningur
með kálbeit, þetta gefur vísbendingu
um það sem koma skal í haust,“ segir
Sigvaldi. /MÞÞ
Páll Benediktsson og Gréta Þórðardóttir á Hákonarstöðum, Sigvaldi Ragnarsson, Hákonarstöðum, Bragi S.
Björgvinsson, Eiríksstöðum, Svanur Freyr Jóhannsson, Hákonarstöðum og þeir Vilhjálmur og Þorsteinn Snædal á
Skjöldólfsstöðum. Myndir / Halla Eiríksdóttir Hákonarstöðum
Áskell Einarsson, Eiðum, Agnar Benediktsson, Hvanná, Vilhjálmur á
Skjöldólfsstöðum, Lilja Óladóttir, Merki, Bragi S. Björgvinsson, Eiríksstöðum,
Svanur Freyr Jóhannsson, Hákonarstöðum, Guðný Halla Sóllilja Björns dóttir,
Merki og Jón Viðar Einarsson, Hvanná.
Ragnar Sigvaldason, Hákonarstöðum, Jón Viðar Einarsson, Hvanná og
Vilhjálmur Snædal á Skjöldólfsstöðum.
Vilhjálmur Pálmi Snædal á Skjöldólfsstöðum hvílir lúin bein, en þau Guðrún
Ragna og Þorsteinn Snædal huga að fénu.
Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðrún Ragna Einarsdóttir, Skjöldólfsstöðum,
Arnór Benediktsson, Hvanná og Ragnar Sigvaldason, Hákonarstöðum.