Bændablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Fréttaskýring
Búfé á Íslandi samkvæmt tölum
Matvælastofnunar (MAST) var
samtals 881.034 á árinu 2013
samanborið við 991.258 á árinu
2012. Vekur athygli að þetta er
fækkun milli ára sem nemur um
110 þúsund dýrum sem hlýtur að
teljast afar sérstök niðurstaða. Þá
virðist vanta ríflega 24 þúsund
hross inn í tölur síðasta árs.
Sveitarfélögin í landinu önnuðust
um langt árabil búfjáreftirlit og
forðagæslu fyrir hönd ríkisins
samkvæmt lögum og ítarlegri
reglugerð og í náinni samvinnu
og yfirumsjón Bændasamtaka
Íslands. Heimsóttu eftirlitsmenn
þá bændur til að fá staðfestingu
á tölum þeirra um búfjárfjölda
og fóðurbirgðir. Bændasamtökin
héldu síðan utan um nákvæma
söfnun tölulegra upplýsinga um
fjölda búfjár í landinu fyrir hönd
ríkisins fram til 2010 þegar það
verkefni var flutt til MAST. Hefur
þetta eftirlit og öflun hagtalna sem
þar hefur verið safnað á hverju
ári, bæði vor og haust, verið afar
mikilvæg, m.a. við framkvæmd
stuðningskerfis landbúnaðarins og
talnasöfnun Hagstofu Íslands. Þetta
eru líka nauðsynleg gögn varðandi
fjallaskil og alla áætlanagerð.
Samkvæmt nýjum lögum um
dýravelferð og búfjárhald var þetta
eftirlitshlutverk flutt yfir til MAST
og framkvæmdinni breytt. Var þetta
talið nauðsynlegt til að skilja á
milli starfsemi hagsmunasamtaka
bænda og eftirlits. Var hugmyndin
einnig að gera málsmeðferð
einfaldari og skýrari, ekki hvað
síst er varðaði dýravelferðarmál.
Lauk þeirri yfirfærslu verkefna
um síðustu áramót og búfjáreftirlit
sveitarfélaganna færðist til MAST.
Eftirfylgni með uppgefnum
tölum bænda er þó greinilega ekki
eins mikil og áður var. Þá er ljóst
að þetta breytta fyrirkomulag er
að skekkja tölulegar upplýsingar
um búfjárstofn landsmanna
verulega. Nú stendur fyrir dyrum
að MAST taki yfir fleiri þætti er
varða landbúnaðinn og þar með
greiðslukerfið sem áður var í
höndum Bændasamtaka Íslands
fyrir hönd ríkisins.
Tölur eru nú birtar mun seinna
en áður tíðkaðist. Þá verður því
miður að taka nýjustu tölum MAST
með talsverðum fyrirvara þar sem
þar kemur fram fækkun upp á
hundrað og tíu þúsund dýr án þess
að hægt sé að útskýra hvað orðið
hafi um þann fjölda.
Samkvæmt lögunum fer
ráðherra með yfirstjórn mála en
Matvælastofnun annast öflun
hagtalna og eftirlit með merkingum
búfjár. Með búfé er í lögum þessum
átt við alifugla, geitfé, hross,
kanínur, loðdýr, nautgripi, sauðfé
og svín. Rísi ágreiningur um hvað
skuli falla undir hugtakið búfé sker
Matvælastofnun úr.
MAST ber við manneklu
og fjárskorti
Samkvæmt upplýsingum frá
MAST byggjast hagtölur land-
búnaðarins fyrir árið 2013 á
haustskýrslum síðasta vetrar en
vorskoðanir eru þar ekki inni
eins og áður tíðkaðist. Þetta var
gert í framhaldi þeirra breytinga
sem gerðar voru á fyrirkomulagi
búfjáreftirlits um síðustu ára-
mót. Við þá breytingu færðist
búfjáreftirlit frá sveitarfélögunum
til Matvælastofnunar en áætlað
hafði verið að þeim verkum væri
sinnt með 10 til 12 ársverkum í
búfjáreftirliti hjá sveitarfélögum.
Þeirra í stað hafa komið sex
eftirlitsmenn hjá Matvælastofnun,
sem starfa við dýraeftirlit, einn í
hverju umdæmi stofnunarinnar, en
hjá MAST starfa nú samtals um
80 manns.
„Langt undir þeim
starfsmannafjölda sem þarf“
„Þetta er langt undir þeim
starfsmannafjölda sem þarf til að
sinna hefðbundnum vorskoðunum
ásamt öðrum störfum,“ segir Sverrir
Þ. Sverrisson, sérfræðingur á
stjórnsýslu- og lögfræðisviði MAST.
„Hugmynd okkar var að ráða
til viðbótar verktaka til að sinna
vorskoðunum á árinu 2014 en ekki
var fjármagni veitt til þess af hálfu
Alþingis. Til viðbótar kemur að
Alþingi breytti nýjum lögum um
dýravelferð á þann veg að eftirlitið
skuli byggt á áhættumati og því er
ekki lengur gert ráð fyrir eftirliti
eins og því sem átt hefur við í
vorskoðunum.“
Samkvæmt þessu gera lögin bara
ráð fyrir að teknar séu stikkprufur
og að mun færri bændur séu þá
heimsóttir en áður.
Hvað varð um rúmlega
24 þúsund hross?
Nýjar tölur um hrossaeign
landsmanna vekja sérstaka athygli.
Varðandi það segir Sverrir að á
liðnum árum hafa búfjáreftirlitsmenn
safnað tölum um hrossaeign eftir
að hross hafa verið tekin á hús,
þ.e.a.s á tímabilinu janúar-mars.
Fjöldatölur hrossa hafa því komið
fram með vorgögnum. Nú eiga menn
hins vegar að skila inn gögnum
að hausti, en vortalning fór ekki
fram til að sannreyna uppgefnar
tölur. Í það minnsta er óútskýrt
hvað hefur orðið um þau 24.359
hross sem vantar inn í tölurnar
miðað við árið 2012. Samkvæmt
upplýsingum Bændablaðsins hefur
ekki tekist að útskýra þetta með því
að óvenju mörgum hrossum hafi
verið slátrað á síðastliðnum vetri.
Allavega bendir hrossakjötsframboð
á markaði ekki til þess. Reyndar mun
hrossaeigendum aldrei hafa verið
sendur spurningarlisti í fyrrahaust
samkvæmt heimildum blaðsins. Ef
það er rétt er því eðlilega lítið hald í
tölunum um hrossaeign landsmanna
að þessu sinni.
Er hestamennska að leggjast af á
höfuðborgarsvæðinu?
Í gögnum MAST sem birt eru á
vefsíðu DataMarket kemur fram að
hrossum á Reykjanessvæðinu hafi
fækkað úr 8.978 árið 2012 í 1.145
árið 2013, eða um 7.833 hross. Á
sama tíma berast fréttir um stöðuga
aukningu í hestamennsku á svæðinu
með stórkostlegri uppbyggingu
mannvirkja því samfara.
Svipaða sögu er að segja um tölur
af Vesturlandi. Þar voru hross talin
vera 9.954 hross árið 2012 en voru
6.395 árið 2013 samkvæmt nýjustu
tölum MAST.
Á Vestfjörðum hefur hrossum
fækkað samkvæmt fyrirliggjandi
gögnum úr 928 í 624.
Á Norðurlandi vestra er hrossum
sagt hafa fækkað úr 18,497 í 15.226.
Á Norðurlandi eystra hefur
hrossum fækkað milli ára úr 7.470
í 4.385.
Á Austurlandi hefur hrossum
fækkað úr 3.240 í 2.458.
Í því mikla hrossaræktarhéraði,
Suðurlandi, er sagt að hrossum hafi
fækkað úr 28.313 í 22.788. /HKr.
Búfjárstofninn á Íslandi skrapp saman um 110 þúsund dýr 2013 samkvæmt nýjustu tölum Matvælastofnunar:
Hagtölusöfnun í landbúnaði gefur
ekki alveg rétta mynd af stöðunni
– MAST ber við fjárskorti og manneklu en óútskýrt er hvað orðið hefur um 24 þúsund hross
Sveitarfélag Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Samtals
2506 Vogar 0 150 2 0 2 0 154
8717 Ölfus 100 1.662 1.253 4 37.362 0 40.381
2504 Garður 0 52 26 0 42 0 120
3000 Akranes 0 137 0 0 0 0 137
1300 Garðabær 0 115 3 0 50 0 168
5604 Blönduós 302 3.109 408 0 0 0 3.819
6000 Akureyri 35 245 84 0 37 3 404
0000 Reykjavík 137 512 300 814 60.048 9 61.820
2300 Grindavík 0 613 64 0 28 0 705
2503 Sandgerði 2 198 30 0 87 79 396
3811 Dalabyggð 1.099 29.228 1.029 0 108 0 31.464
5611 Skagabyggð 748 6.110 553 0 74 0 7.485
6100 Norðurþing 262 16.546 336 0 170 0 17.314
8610 Ásahreppur 537 2.442 1.335 0 19.277 0 23.591
8716 Hveragerði 0 0 14 0 0 0 14
1604 Mosfellsbær 55 229 235 0 42.330 3.100 45.949
3609 Borgarbyggð 4.462 34.454 3.768 108 422 0 43.214
3714 Snæfellsbær 362 2.435 225 0 30 0 3.052
4100 Bolungarvík 59 741 50 0 0 0 850
4607 Vesturbyggð 430 5.757 15 0 51 1 6.254
5609 Skagaströnd 0 38 14 0 0 0 52
5706 Akrahreppur 1.404 7.273 1.124 0 56 0 9.857
6250 Fjallabyggð 0 1.202 101 0 26 0 1.329
6515 Hörgársveit 2.489 7.118 1.001 311 212 0 11.131
7300 Fjarðabyggð 185 4.773 223 0 79 4 5.264
8722 Flóahreppur 3.314 4.090 2.660 0 2.147 0 12.211
2000 Reykjanesbær 0 109 23 0 0 0 132
4901 Árneshreppur 0 3.055 0 0 0 0 3.055
4908 Bæjarhreppur 182 7.820 167 0 0 0 8.169
4911 Strandabyggð 0 9.296 142 0 55 0 9.493
5200 Skagafjörður 4.823 34.725 6.097 20 276 15.350 61.291
7708 Hornafjörður 1.111 19.024 743 10 5.669 29 26.586
1400 Hafnarfjörður 0 199 2 0 0 0 201
1606 Kjósarhreppur 1.045 2.343 460 0 11.588 0 15.436
3711 Stykkishólmur 0 793 29 0 0 0 822
4200 Ísafjarðarbær 687 7.318 66 0 0 0 8.071
6400 Dalvíkurbyggð 1.625 4.264 308 1 3.662 23 9.883
6709 Langanesbyggð 0 4.898 192 0 16 0 5.106
7000 Seyðisfjörður 55 1.153 6 0 180 0 1.394
8721 Bláskógabyggð 2.311 6.596 1.499 0 57 0 10.463
6611 Tjörneshreppur 157 1.813 31 0 0 0 2.001
6612 Þingeyjarsveit 3.425 17.746 565 189 217 0 22.142
8000 Vestmannaeyjar 0 157 0 0 0 0 157
8508 Mýrdalshreppur 1.000 4.226 290 0 17 0 5.533
8509 Skaftárhreppur 1.631 17.956 479 0 58 0 20.124
3710 Helgafellssveit 73 1.777 101 0 0 0 1.951
4502 Reykhólahreppur 449 8.358 112 0 22 0 8.941
5508 Húnaþing vestra 1.918 29.840 3.278 0 158 0 35.194
7620 Fljótsdalshérað 1.837 27.597 878 0 194 21 30.527
8614 Rangárþing ytra 2.667 12.257 4.590 2 136 10 19.662
3511 Hvalfjarðarsveit 1.347 5.899 619 0 134 7 8.006
4803 Súðavíkurhreppur 93 1.922 25 0 0 0 2.040
5612 Húnavatnshreppur 1.566 27.503 3.752 0 53 0 32.874
6513 Eyjafjarðarsveit 5.490 5.775 1.022 0 404 17 12.708
6706 Svalbarðshreppur 3 7.436 199 0 23 2 7.663
7613 Breiðdalshreppur 210 4.134 142 0 69 50 4.605
7617 Djúpavogshreppur 407 5.977 42 0 31 0 6.457
3506 Skorradalshreppur 47 1.051 32 0 4 0 1.134
3709 Grundarfjarðarbær 172 1.556 211 0 52 0 1.991
6602 Grýtubakkahreppur 419 3.655 255 0 10 2.044 6.383
6607 Skútustaðahreppur 357 4.382 82 0 132 0 4.953
7505 Fljótsdalshreppur 0 5.520 248 0 66 0 5.834
8613 Rangárþing eystra 8.253 14.858 5.827 0 1.561 2.382 32.881
8710 Hrunamannahreppur 2.884 4.331 1.478 0 10.030 31.700 50.423
4902 Kaldrananeshreppur 0 1.278 45 0 0 0 1.323
7502 Vopnafjarðarhreppur 413 7.256 118 0 87 3.933 11.807
4604 Tálknafjarðarhreppur 0 99 2 0 0 0 101
7509 Borgarfjarðarhreppur 17 3.451 58 0 10 0 3.536
8200 Sveitarfélagið Árborg 950 1.595 808 0 7.869 0 11.222
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 1.254 658 209 0 6.678 0 8.799
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 348 1.708 381 0 20 0 2.457
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 3.190 5.120 1.969 633 6.749 6.000 23.661
8719 Grímsnes-og Grafningshreppur 368 3.721 586 439 1.593 0 6.707
Samtals: 68.766 471.434 53.021 2.531 220.518 64.764 881.034
Fjöldi búa: 850 2.486 2.129 16 351 37
© 2014 | Matvælastofnun - aðalskrifstofa | Austurvegur 64 | 800 Selfoss | Tel: +354 530 4800 | Fax: +354 530 4801 | mast@mast.is
Opinberar búfjártölur 2013-2014 - Allar búgreinar (samtölur)
- Hafa ber í huga að samtölur allra alifugla og loðdýra hafa að geyma allar tegundir búfjár sem skilgreindar eru undir þessum búgreinum
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is